27.5.2011 | 07:42
"Afagrauturinn" er fitandi.
Ég verð að taka undir það sem sagt er um að Jennifer Aniston hafi notað barnamat til að grennast, að þetta er alger bábilja.
Þetta get ég fullyrt vegna þess að í áratugi hef ég notað barnamat sem mismikinn hluta af fæði mínu og það þarf ekki annað enn að lesa utan á pökkunum til að sjá hvert innihaldið er, hitaeiningar, kolvetni, fita o.s.frv.
Í þessum tölum kemur glögglega í ljós hve maturinn hentar vel fyriir ört stækkandi börn en að sama skapi illa fyrir þá sem eru fullorðnir og vilja halda líkamsþyngdinni í skefjum.
Um árabil notaði ég svo mikið af barnamat að barnabörnin mín kölluðu hann "afagraut".
Hann fer mjög vel í maga og með því að borða hann eingöngu, ekkert annað og passa að borða sem minnst, er hægt að grenna sig.
Það er einfalt mál ef "afagrauturinn" er eina fæðið með því að nota uppgefnar tölur um innihaldið og áætla magnið sem neytt er.
En sama væri svosem hægt að gera með því að borða flesk sem megrunarfæði.
"Afagrauturinn" er góður á morgnana til þess að neyta helstu næringarefna í upphafi dags og fá góða undirstöðu fyrir daginn. Enn hann er ekkert megrunarfæði.
Barnamatur grennir stjörnurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.