Þingið gott en kerfið hræðilegt.

Vandræði Grikkja hafa afhjúpað ótrúlega mikla og almenna spillingu sem þrifist hefur í landinu áratugum saman. 

Hugkvæmnin á bak við sumt af því er einstæð, samanber það að tugþúsundum saman taki fólk við lífeyri foreldra sinna í mörg ár eftir að þau hafa látist.

Þegar Grikkir gengu í ESB voru sendir eftirlitsmenn til að reyna að skyggnast á bak við tjöldin og finna þessa spillingu, svo sem umfangsmikil skattsvik.

Ein sagan af því er sú að þeir komu niður á stóra baðströnd þar sem krökkt var af sólstólaleigum.

Byrjað var á því að taka stikkprufu hjá einum leigusalanum og reyndist það tafsamt verk. Þegar því var lokið og ljóst var að viðkomandi fyrirtæki stundaði nær 100% skattsvik átti að ganga á röðina.

Þá brá svo við að allar sólstólaleigurnar voru horfnar og ströndin nær auð!

Nú verður spennandi að fylgjast með því hvernig þinginu gengur að koma einhverjum böndum á hina landlægu óráðsíu.

Ef það tekst ekki verður til lítils að lofa þingið á sama tíma og öll hegðunin og spillingarkerfið verður áfram jafn hræðilegt.  


mbl.is Ráðamenn lofa gríska þingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einhvern veginn nær gríska ríkið nú samt að krækja í um 40% af þjóðarframleiðslu Grikklands þótt sólstólaleigur borgi ekki skatta.

Það er virkilega ógeðslegt hvernig menn draga nú upp gamla fordóma gegn Miðjarðarhafsþjóðum til að réttlæta hörkuna gagnvart Grikkjum en tekst um leið að gleyma því að þarna á bak við er líka falskt góðæri sem stafar af því að stýrivextir á evrusvæðinu miðuðust í mörg ár við lægð í Þýskalandi þótt uppgangur væri í Grikklandi svo ekki sé minnst á það hvað menn gleyma auðveldlega fjármálaóreiðunni í Frankfurt, London, París og fleiri fjármálamiðstöðvum sem setti efnahagslíf heimsins á hliðina fyrir skemmstu.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 20:30

2 identicon

Sæll Ómar.

Heldurðu bara ekki að ESB eftirlitsmönnunum og því batterýi öllu saman hafi bara ekki verið borgað vel undir borðið fyrir það að krossa í rétta reiti á stöðluðu ESB eyðublöðunum á sínum tíma.

Staðreyndin er að ESB apparatið stöðvar eða minnkar alls ekki hvorki spillinguna, sorann eða mútuþægnina nema síður sé.

Það meira að segja aðeins eykur möguleika embættis- og einkageirans á að notfæra sér siðspillinguna og matarholur spillingarinnar oft í samstarfi við lítilþæga og makgráðuga embættismannastétt ESB valdsins og svo lítilþæga stjórnmálastétt, sem þyggur molana sem hrökkva af borðum Brussel valdsins !

Um þetta eru hundruðir og þúsundir sannra en sorglegra dæma.

Afhverju heldurðu að Ársreikningar og uppgjör ESB apparatsins hafi ekki fengist undirritað af endurskoðendum í heil 14 ár samfleytt.

Jú það er af því að þeir löggiltu endurskoðendur sem skoða sjóðasukkið og sóunina segjast ekki geta sett nafn sitt við þessa reikninga því að þeir telja að árlega glatist 50 milljónir Evra í meðförum Commísararáðana og þeirra umndirsáta, án haldbærra skýringa eða löglegra reikninga !

Heldurðu virkilega að þetta siðspillta ESB apparat sé eitthvað sem að við þurfum á að halda ?

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 20:46

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

skv viðtölum við almenna grikki í sjónvarpinu hér í vikunni þá segjast þeir vera gerspilltir..

Óskar Þorkelsson, 29.6.2011 kl. 20:59

4 identicon

ESB Elítunni og stöðluðum ESB sinnum passar vel sú alranga en staðlaða ímynd að þessi vandræði og allt þetta sé allt saman Grikkjum sjálfum að kenna.

Þeir séu að upplagi svo spilltir og mútuþægir og varla á vetur setjandi !

Ekkert getur verið hinu fullkomna allt um vefjandi regluverki Commísara ráða ESB appartasins að kenna. Vegna þess að þau eru hið alheimssinnaða og alfullkomna regluverk veraldarinnar !

"Belive it or not" !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 21:12

5 identicon

Óskar: Spilling og skattsvik þekkjast í öllum löndum og hafa alltaf gert það. Ástandið hefur aldrei verið neitt skárra í Grikklandi en það er núna. Það útskýrir ekki hvers vegna gríska ríkið er nú komið í þá stöðu að ráða ekki við skuldabyrði sína.

Það væri kannski auðveldara að selja þessar aðgerðir í N-Evrópu ef menn kæmu bara heiðarlega fram og kölluðu þetta björgunarpakka fyrir spillta bankamenn í Franfurt og París (ívið stórtækari í spillingunni en sólstólaleigur á grískum ströndum). Það eru þeir sem fá peningana. Grikkir hinsvegar eiga að borga brúsann í fyllingu tímans.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 21:25

6 identicon

Sammála Hans Haraldssyni. Í pistli Ómars koma fram fordómar, ignorance og hroki mörlandans. Líklega búinn að gleyma því að Ísland varð de facto gjaldþrota. Neyðarlögin + AGS + Norðurlöndin komu að vísu í veg fyrir það, eftir að 8000 milljarða skuld var skilinn eftir í útlandinu. Samsvarar því að Grikkjum hefðu verið afskrifaðar 2000 milljarðar Evrur. Þeim hefði munað um minna. Grikkir hafa aldrei lifað eins hátt og Íslendingar, íbúðir eru yfirleitt litlar, sveitabýli fátækleg og dýrir bílar sjást varla á götum úti, hvað þá alt dótið sem Íslendingar hengdu aftan í þá. Það fóru ekki margir Grikkir í utanlandsferðir og ég efast um það að margir hafi átt einkaflugvél, jafnvel ekki eina litla Cessna rellu. Og það var nú bara samkvæmt lagabókstafnum að dætur ættu undir vissum kringumstæðum rétt á hluta af eftirlaunum föðursins. Ég held satt að segja að spillingin hjá Grikkjum sé ekki meiri en hér á skerinu, en hún er önnur, ekki eins falin og hér. Þá hef ég ekki heyrt að hæstiréttur Grikkja sé vel skipaður af klíkubræðrum stjórnmálamanna.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.6.2011 kl. 22:14

7 identicon

Þessi fjármálakrísa sýnir í raun bara eitt, það þarf að takmarka verulega möguleika stjórnmálamanna til að ráðskast með peninga almennings.

Það þarf að gera sem flesta skatta raunverulega eyrnamerkta því sem þeir eru ætlaðir til - hætta að leyfa stjórnmálamönnum að dreifa peningum að vild.

Á sama tíma þarf að draga úr möguleikum stjórnmálamanna til að hækka og búa til nýja skatta hingað og þangað eins og þeim sýnist.

Svo verður að takmarka hversu mikið ríkið má skulda, sem annað hvort hlutfall af tekjum ríkisins eða hreinlega setja einhverja fasta tölu sem aðeins má endurskoða á einhverra ára fresti. Í tengslum við það er spurning hvort ekki eigi að banna ríkinu að reikna skatta af launum opinberra starfsmanna sem tekjur, það þætti ansi undarlegt bókhald hjá flestum fyrirtækjum að færa peninga á milli reikninga og telja það sem tekjur, er líklega refsivert í flestum löndum. 

Gulli (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 07:11

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já ég sé það núna, grikkir eru saklaus fórnarlömb þýsks ofríkis..

Óskar Þorkelsson, 30.6.2011 kl. 12:05

9 identicon

Þeir hafa alltént lent í því....áður...

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband