Hafa skal það er sannara reynist.

Þegar Muhammad Ali var inntur eftir því af hverju hann neitaði að gegna herþjónustu í Vietnam svaraði hann: "Af hverju skyldi ég, svartur maður, fara og drepa gulan mann fyrir hvítan mann sem rændi landi af rauðum manni?"

Auðvitað var svonefnt landnám Evrópubúa í Norður-Ameríku ekkert annað en innrás. Ég hef ferðast um suðvesturríki Bandaríkjanna þar sem sjá má hræðilegar afleiðingar þessarar innrásar á indíánana, sem búa við ömurleg kjör þrátt fyrir frábæra stjórnarskrá og lýðræði.

Hvíti maðurinn er smám saman að byrja að átta sig á því að grunnhugsun ýmissa svonefndra frumstæðra þjóða er í sumum atriðum langt á undan og stendur framar þeim gildum, sem liggja að baki skefjalausri eftirsókn eftir eignum, auði og völdum.

Samkvæmt siðum indíánanna "átti" enginn maður neitt land, heldur hafði það að láni frá guðunum eða landvættunum.

Þeir störðu undrandi á það þegar hvítu mennirnir riðu á fullri ferð út í fljót og gösluðust yfir þau án þess að staldra aðeins við á árbakkanum og biðja landvættina um leyfi til þess.

Auðvelt reyndist að gera eignaréttarsamninga og afsöl vegna landsvæða af því að slíkir gerningar voru utan við skilning indíánanna.

Sem betur fór voru líklega fáir sem bjuggu á Íslandi þegar landnám norsku víkinganna hófst fyrir alvöru.

Þó voru þeir áreiðanlega fleiri og komu hingað fyrr en Landnámabók segir til um, enda er hún skrifuð 2-300 árum síðar og augljóslega í réttlætingar- og upphafningarskyni að stórum hluta.

"En hvatki er missagt er í fræðum þessum, þá er skylt að hafa það er sannara reynist" reit Ari fróði, vitandi vel að sannleikurinn yrði seint fangaður hreinn og ómengaður.

Fyrir 15 árum gerði ég lag og texta undir heiinu: "Við eigum land" sem er á ferilsplötunni sem gefin var út fyrir síðustu jól.

Síðan þá hefur hugsun mín breyst. Við "eigum" ekki þetta land heldur höfum það að láni frá afkomendum okkar og okkur ber að varðveita mestu verðmæti þess, einstæða náttúru, fyrir komandi kynslóðir og mannkyn allt.

Á Ástralíu þykir sumum henta að tala um "öfgakennda" pólitíska rétthugsun.

Í því felst reyndar viðurkenning á því að hugsunin sé rétt þótt kvartað sé yfir því að hún sé beinskeytt.

Harðar staðreyndir láta nefnilega ekki alltaf að sér hæða hvort sem mönnum líkar það betur eða verr.  


mbl.is Nú talað um innrás Evrópumanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Ég er sammála þér. Evrópska innrásarliðið í Ástralíu þróaðist síðan í eina hina verstu rasista, sem stóð apartheid-stjórninni í Suður-Afríku ekki að baki. Þetta lýsti sér (og lýsir sér enn) bæði í kúgun hvítu Ástralanna á frumbyggjum (Aboriginals) og andstaða þeirra alla tíð við að hörundsdökkt fólk flytti til landsins.

Í einni heimildarmynd sem BBC gerði um Ástralíu fyrir mörgum árum síðan, var því slegið föstu, að stór hluti hvítra Ástrala væri afkomendur afbrotamanna (enda var landið lengi fanganýlenda), að hinn augljósi rasismi, bæði af hálfu almennings og af hálfu hins opinbera væri ógnvekjandi, og sagt hreint út að þjóðin væri "a nation of thieves", þar eð þeir hefðu stolið landinu. 

Vendetta, 30.6.2011 kl. 09:38

2 identicon

Ergó:

Bandaríkjamenn, Ástralir (og Nýsjálendingar!) ásamt S-Afríkubúum eru bara hrottar og þjófahyski, eða hvað?

En svona var þetta bara. "Colonism" heitir þetta víst, og honum er ekki lokið enn.

Annars með Ali kallinn, - hann sagði þessa kyndugu setningu, en setur upp þversögn um leið.

Á grundvelli kynþáttar/litarafts síns metur hann stöðuna svo að það sé mikilvægara en þjóðerni hans. Sama er með marga sem meta trúarbrögð sín sem æðri sinni þjóð og þegnskyldu.

Ali er í raun að segja að af því að hann sé svertingi, þá beri honum ekki sömu skyldur (herskylda) eins og öðrum Bandaríkjamönnum af öðru ætterni eða litarafti.

Nú hefur ekkert smá verið baunað á herinn fyrir þá tíma sem ekki voru teknir inn til herþjónustu  þeldökkir nema í smáum stíl, og svo afstöðu þeirra til homma o.s.frv.

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 13:34

3 Smámynd: Vendetta

Þú hefur rétt fyrir þér, Jón Logi. Nýlendustefna er ekkert annað en landrán og kúgun, þar eð eitthvert ríki með hervaldi sölsar undir sig land þar sem þjóð eða ættbálkar búa fyrir. Ég tala ekki um ef frumbyggjarnir eru lika hnepptir í þrældóm eða strádrepnir. Listinn yfir ríki og þjóðir í sex heimsálfum sem hafa lagt undir sig önnur lönd er mjög langur og saga fórnarlamba þeirra mjög blóðug.

Engin furða, þótt sumum finnist mannkynið hafa verið mistök náttúrunnar. Ef það væri hægt að fara aftur í tímann til júratímabilsins, þá væri góð hugmynd að stíga á öll fiðrildi sem næst í (the butterfly effect).

Rasismi er hluti af þessari nýlendu-/heimsvaldastefnu, þar eð hin sigraða þjóð var nær ætíð álitin vera óverðugri en herraþjóðin, sérstaklega ef kynþátturinn er annar og trúarbrögðin önnur.

Sú ríkjandi hugmynd, að vestræn menning væri öðrum æðri er þvættingur og áróðurinn um að svartir tilheyrðu óæðri kynstofni er bullshit, eins og allt hugsandi fólk veit. Enda eru þeir sem setja fram þannig staðhæfingar yfirleitt psychopatar með lága greind (t.d. skinheads, nýnazistar, KKK, o.fl.).

Vendetta, 30.6.2011 kl. 14:20

4 identicon

Til að krydda þetta pínu smá, þá tek ég nú upp hanskann fyrir kólónistana, . þ.e.a.s. þá sem voru uppi til loka 19. aldar.

"Menning" þeirra var sú allra mesta á kúlunni, svo og menntun og tækni. Einmitt þess vegna gátu þeir rúllað yfir og kólóníserað "óæðri" þjóðir eftir behag.

Negrarnir báru tréspjót á sama tíma og Da Vinci var að grúska í loftaflsfræði. Ennþá svo þegar það voru orðin til lestarkerfi í henni Evrópu. Og enn þegar sló í skærur milli tréspjótanna annars vegar og flota og fallstykkja hins vegar.

Það sem ég á við, í stuttu, - er að það hefur verið ósköp auðvelt fyrir vesturveldin, t.a.m. snemma eða seint á 19 öld, - að skilgeina sig sjálf sem yfirburðaþjóðir gagnvart frumbyggjum margra annara ríkja.

Þessi saga er ekki fullskrifuð enn, svo og hin skilgreiningin milli kynþátta sem þessi leiðinda-heimskingja-samtök eins og nýnasar o.fl. eru að velta sér upp úr í vesælri fáfræði.

En kólónisminn var pínulítið annað. Hann snérist um kapítal og rými, og hitt kom í kjölfarip.

Jón Logi (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband