"Gígjubrú" yfir Múlakvísl?

Eftir Grímsvatnahlaupið 1996 var ákveðið að gera svo rammbyggða brú yfir Gígju á Skeiðarársandi að hún hefði staðist hlaup af þessari stærð.

Vegurinn er þannig gerður, að hann er mun lægri en brúin sitt hvorum megin við hana og því myndi hlaup fara þar fyrst í gegn.

Eftir hlaup verður margfalt ódýrara að koma samgöngum aftur á heldur en með því að byggja brú, jafnvel þótt sú brú verði bráðabirgðabrú.

Ástæðan fyrir því að menn þora ekki að gera "Gígjubrú" yfir Múlakvísl er sú, að eldgos í Kötlu muni framkalla svo stórt hlaup að jafnvel svo stór brú muni ekki standast það.

Nú er það svo að eldgos í Kötlu hafa yfirleitt orðið með löngu millibili. Hins vegar gæti verið að færast í aukana að hlaup verði í Múlakvísl vegna aukins jarðhita í Kötlu.

Svo mótsagnarkennt sem það kann að virðast, hefur "töf" á Kötlugosi orðið til þess að menn þora ekki að gera almennilega brú yfir Múlakvísl.

Ef hlaup í ánni eru að verða tíðari en fyrr er íhugunarefni hvort gera eigi mun lengri brú svipaða Skeiðarárbrú eða jafnvel langan vegarkafla með rörum.

Ég bloggaði um það um daginn að ég væri hættur að óska eftir því að Katla lyki því óhjákvæmlega verki af að gjósa.

Í ljósi stöðunnar hef ég nú endurskoðað þessa ósk, svohljóðandi:

Ef þú ætlar, Katla, að gjósa hvort eð er, gerðu það sem fyrst svo að við getum verið í friði fyrir þér út þessa öld.

Vinsamlegast gerðu það þó ekki á háannatíma ferðaþjónustunnar heldur til dæmis í október eins og síðast eða þá síðla vetrar.

Eftir þetta gos væri síðan hægt að gera nýja "Gígjubrú" sem gerði okkur áhyggjulaus gagnvart brúarhruni út þessa öld.


mbl.is Ekkert bendir til þess að gosið hafi undir jökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband