Hrafntinnusker eru ekki "við Mýrdalsjökul.

Staðurinn, sem maður var sóttur til nú síðdegis er í frétt mbl.is sagður vera "við Mýrdalsjökul. 

Það er afar lang sótt. Mýrdalsjökull er um 30 kílómetra í burtu frá staðnum og Tindfjallajökull miklu nær.

Ef slysstaður vestur af Hrafntinnuskeri er "við Mýrdalsjökul" eru Geysir og Gullfoss "við Gullfoss" og Leirársveitin "við Reykjavík".

Þessi ábending kann að þykja tittlingaskítur en aðalsmerki góðrar blaðamennsku er að vera rétt og nákvæm og auk þess er það allt of algengt að blaða- og fréttamenn virðist ekki líta á landakortið þegar þeir skrifa fréttir sínar heldur annað hvort fara með rangt mál eða lepja upp rangar upplýsingar.


mbl.is Þyrla send eftir manni við Mýrdalsjökul
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það sem mér finnst verra hjá netmiðlunum almennt, er hvað málkunnáttan er hræðilega léleg og fréttir hroðvirknislega frágengnar hvað málfar varðar.

Eitt dæmi, er að maður sér reglulega eitthvað svona: ekki náðist í Jón Jónsson né Gunnar Gunnarsson við vinnslu fréttarinnar.

Það er ekkert til sem heitir ekki né. Hvorki né er hinsvegar til og það er það sem á að nota í dæminu að ofan.

Theódór Norðkvist, 21.7.2011 kl. 20:11

2 identicon

   Sæll meistari.

Gaman að heyra að þú villt hafa staðsetningar á stoðum landsins réttar.Í fyrra ísambandi við blogg um gos í Eyjafjallajökli nefndir þú býlið Garðsauka i´Rang eystra Garðshorn og í sama pistli Hamragarða,býli skammt frá Seljalandsfossi,nefndirðu Hamraenda..Þetta er auðvitað tittlingaskítur að hafa orð á þessu ,sýnistvera lík synd og Mogga blm. drýgir.En rétt skal vera rétt.Takk annars fyrir góð innslög í þjóðlífið.

Virðingarfyllst Ágúst Þ

Ágúst Þorbjörns (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 20:11

3 identicon

Er nokkuð af því að segja bara við Hraftinnusker, eða suður af Landmannalaugum á Laugarveginum svokölluðum, eða við Torfajökul sem er eflaust næstur af jöklum í nágreninu. Svo er Háskerðingur þarna ef ég man rétt, tignarlegt fjall. Nóg af örnöfnum sem menn ætu að vera kunugir.

Bestu kveðjur frá Montreal þar sem hitinn fór í 34 gráður í dag.

Benedikt Guðmundsson.

Benedikt Segura (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 22:51

4 identicon

Tek undir að sem þú segir. Ónákvæmni í landafræðinni er mikið vandamál í fjölmiðlum. Hins vegar rek í augun í fyrirsögnina hjá þér, fljótfærnisvilla eflaust. Sagnorðið ætti ekki að vera í fleirtölu. Hrafntinnusker er aðeins eitt og er því eintöluorð.

Sigurdur Sigurdarson (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 23:52

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég sé það fyrst nú að ég hafi slegið inn Garðshorn í staðinn fyrir Garðsauka. Ég tala stundum við bóndann þar daglega og oft á dag og hef gert það í meira en heilt ár og það fer ekkert á milli mála hvar flugvélin mín hefur staðið, þannig að skil ekki hvernig þetta hefur getað gerst.

Ég man ekki eftir því að ég hafi skrifað um "Hamragarða" og þaðan af síður um Seljalandsfoss. Geturðu vísað mér á þá pistla þar sem þessar villur hafi verið?  

Ómar Ragnarsson, 23.7.2011 kl. 10:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband