Til sóma fyrir þjóðina.

Ég var skráður inn í Fram áður en ég fæddist og er því eins gróinn Framari og hugsanlegt er. Í frjálsum íþróttum keppti ég fyrir ÍR.

Af þessu leiddi að KR var óhjákvæmilega helsti mótherjinn, íþróttafélag sem öll hin félögin setja efst á andstæðingalistann, enda hefur KR verið stórveldi í íþróttum svo lengi sem ég man eftir og enn meira stórveldi fyrr á árum en nú.

Að því sögðu sný ég nú við blaðinu og óska KR-ingum til hamingju með glæsilegan árangur, ekki aðeins í Evrópukeppninni, heldur líka í Íslandsmótinu.

Það fer ekki á milli mála að við, sem elskum að vera á móti KR, verðum að viðurkenna að þeir eru með besta knattspryrnulið landsins, sem varpar ljóma á okkur erlendis.  

 


mbl.is KR sló Zilina út úr Evrópudeildinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar takk fyrir þetta.

Auðvitað höldum við öll með Íslensku liðum í Evrópukeppni allstaðar og alltaf.Árangur liðanna er góður núna og væri hægt að ná svona góðum úrslitum með landsliðið ef vel væri að málum staðið en því miður er ekki sú staða í dag.

Vesturbæingur (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 20:25

2 identicon

Fínn pistill hjá þér, þú ert sannur heiðursmaður sem átt allt gott skilið, þess vegna ætla ég að benda þér á það að ef þú snýrð stigalistanum á hvolf, þá eru Framarar efstir og Kr ingar neðstir.

En í guðana bænum ekki segja neinum frá þessu, ég vil nefnilega að  fari í vesturbæinn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.7.2011 kl. 20:59

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

KR er bara langflottast..

Óskar Þorkelsson, 22.7.2011 kl. 09:57

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fram hefur líka stundum verið það og einni ÍR í frjálsum.

Ómar Ragnarsson, 23.7.2011 kl. 06:00

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fram hefur líka stundum verið það og einnig ÍR í frjálsum.

Ómar Ragnarsson, 23.7.2011 kl. 10:06

6 identicon

Alveg rétt, Fram hefur átt sýnar stundir og þeirra tími mun sennilega koma aftur. En í dag eru það KR ingar og ég ætla bara rétt að vona að þeir haldi bara áfram á sömu braut, eins og staðan er í dag þá vona ég bara að það verði sami spenningurinn á toppnum og verið hefur og helst þannig að það komi ekki í ljós fyrr en í síðasta leiknum að KR ingar hampi tiltlinum.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 23.7.2011 kl. 11:47

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

KR hefur alltaf verið langflottast.. en ekki endilega best í boltanum ;)

Óskar Þorkelsson, 23.7.2011 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband