67 ára gamall draumur rætist.

Þegar núverandi stjórnarskrá var samþykkt á Þingvöllum 17. júní 1944 var hún að stofni til hin sama og stjórnarskráin, sem Kristján 9. færði þjóðinni 1874, sem á hinn bóginn var afsprengi dönsku stjórnarskárinnar frá 1849.

Stjórnarskránni frá 1874 var breytt til samræmis við heimastjórn 1904 og sambandslögin 1918, en 1944 voru gerðar minnstu mögulegu breytingar til þess að fjarlægja konunginn úr stjórnarskránni og setja forseta í staðinn.

Það var yfirlýstur vilji og draumur Alþingismanna og helstu lögspekinga þess tíma, svo sem Bjarna Benediktssonar, Gunnars Thoroddsens og Ólafs Jóhannessonar að gerð yrði algerlega ný, alíslensk stjórnarskrá strax eftir stríðið.

Þá dreymdi um að sú stjórnarskrá yrði í takt við tímann og heildstæð smíð eins og sjá má af ummælum þeirra bæði þá og síðar.

Síðan eru liðin 67 ár og loks nú hefur tekist að vinna þetta verk. Ástæðan fyrir því að fjölmörgum stjórnarskrárnefndum Alþingis á þessum langa tíma hefur ekki tekist að gera þetta er sú, að það stóð þeim greinilega of nærri, - hagsmunir rákust á.

Ég hvet alla til að ná sér í eintak af þessari nýju stjórnarskrá og bera hana saman við gömlu stjórnarskrána.

Þá munu menn sjá umbætur nánast samfellt frá upphafi til enda. Þær hafa ekki komist á fyrir einskæra tilviljun heldur hefur verið leitað víða fanga í erlendum stjórnarskrám og fjölmörgum álitsgerðum margra af okkar færustu fræðimönnum auk umsagna og ábendinga sem skipta hundruðum.

25 ráðsfulltrúar komu úr mörgum ólíkum áttum og skoðanir þeirra spönnuðu nær allan skalann í litrófi stjórnmálaskoðana hér á landi.

Samt náðist einróma niðurstaða, 25-0. Það er því að þakka að allir lögðu sig fram af fremsta megni af eindrægni, heilindum, heiðarleika og sáttfýsi.

Ekki hefur þurft annað en að fara inn á vef Stjórnlagaráðs og kynna sér hann til að sjá ný og árangursrík vinnubrögð sem eru merk nýjung í svona starfi hér á landi.

 

 


mbl.is Stjórnarskrárfrumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

Ómar - ég vil nú byrja á að nefna það að EKKI er búið að samþykkja neina nýja stjórnarskrá.

Og í öðru lagi - þá eru þið í ákveðnu umboði til að koma með tillögu. Ég ætla rétt að vona að þú teljir þína stöðu ekki vera sá að þú setjir löggjafarvaldinu reglur eða lög.

Hver maður skal hafa sína skoðun - þið voruð að mér var talið og ég trúði kosin til þess - ekki til þess að koma með færslu hvar fólki er bent á að skoða "nýja" stjórnarskrá.

kv,

þorleifur.

Þorleifur Ágústsson, 28.7.2011 kl. 01:11

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Ómar.

Hverjum finnst sinn fugl fagur, og þannig er um mannanna verk.

Að skoðanir stjórnlagaþingsfulltrúa hafi spannað skalann í litrófi stjórnmálanna, leyfi ég mér að efast um, en það á eftir að koma í ljós.

Ég áttaði mig á því um daginn við lestur tillagna að í ráðinu er reynsla af Alþingi og þingstörfum nær engin utan sennilega eins fulltrúa.

Vonandi verður þetta til betrumbóta þegar upp er staðið.

kv.Guðrún María.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.7.2011 kl. 01:51

3 identicon

Glöggt er gests augað. Þessvegna er ég sáttur við að reynsla manna á þingi sé nánast engin ef marka má Guðrúnu. Í annan stað þá á stjórnarskrá að vera samin af fólkinu en ekki stjórnmálamönnum og fyrir fólkið. Ég held að það hafi náðst. Að mínu mati eiga fólk með eins margar skoðanir að gera stjórnarskrá og ef marka má orð Ómars þá er ég sáttur. Heilt yfir er ég bara mjög sáttur með stjórnlagaráðið, þetta virðist hafa verið virkilega fagmannlegt og ber að hrósa fyrir það. Vonandi samþykkir alþingi þetta plagg. Áfram Ísland.

Þórarinn (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 02:41

4 Smámynd: Björn Emilsson

67 ára draumur rætist.

L A N D R Á Ð Svokallaðs Stjórnlagaþings

Í 109. grein segir. Framsal ríkisvalds; "Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft. Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvæmt þjóðréttarsamningi felst. Um fullgildingu slíks samnings fer samkvæmt þeim reglum sem við eiga um breytingu á stjórnarskrá þessari."

Þarna kemur skyrt fram hvert hlutverk Stjórnlagaþings Jóhönnu í raun og veru er

Björn Emilsson, 28.7.2011 kl. 06:20

5 identicon

Mun það og einstakt í sögu lýðræðisríkja að sitjandi forsætisráðherra sendi "leiðbeiningar" til "ráðs" sem síðan matreiðir að og eftir þeim óskum svo minni þörf sé á "almennri afbökun" í meðferð þingsins (sem er reyndar eins og ráðið, umboðslaust)

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 08:22

6 identicon

"Samt náðist einróma niðurstaða, 25-0. Það er því að þakka að allir lögðu sig fram af fremsta megni af eindrægni, heilindum, heiðarleika og sáttfýsi."--- Þegar um eins viðamikið, flókið og alvarlegt verkefni er að ræða þá bendir 25-0 til múgsefjunnar frekar en eindrægni, heilinda, heiðarleika og sáttfýsi. Enda er ég nokkuð viss um að flestir þessara 25 munu roðna upp í hársrætur þegar þeir lesa þessa hrákasmíði yfir eftir nokkra mánuði.

sigkja (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 09:54

7 identicon

Það er búið að vinna þarna verk. Að því hafa margir komið, hæfileikafólk úr mörgum áttum mikið til. Þetta fólk vinnur öðruvísi en þingið, því að þetta er líkara verkefni þjóðstjórnar, og svo er leikaraskapurinn og flokkadrættirnir ekki að vefjast fyrir.

Afraksturinn er plagg semverður svo lagt fyrirAlþingi, og vonandi fyrir þjóðina.

Það kæmi mér á óvart ef ekki væru nothæfir bitar eftir þessa vinnu.

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 10:34

8 Smámynd: Þorleifur Ágústsson

í mínum huga er EKKERT eðlilegt við þetta svokallaða stj. laga þing - ef þú og þið skoðið hverjir eru þar inni þá eru þeir þar í krafti almannaþekkingar- publications - ekki sökum þess að fólk almennt treysti þeim.

Af þeim sökum er þetta brandari - og tíma þínum Ómar og okkar hinna hefði betur verið varið í að þú hefðir - sjálfum þér samkvæmt - unnið að þeim náttúruumbótum sem þú predíkaðir í "stiklum". En því miður reyndust orðin tóm og lýgi á stundum....sem dæmi börn í báta frá Ingjaldssandi ......hér er hlegið að þeirri sögufölsun.

Þorleifur Ágústsson, 29.7.2011 kl. 04:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband