Umskipti, sem verður að snúa við.

Utanríkisráðuneyti Nýja-Sjálands hefur gefið út viðvörun til þegna landsins þess efnis, að ferðast ekki til Noregs.

Þetta eru alger umskipti frá því að Norðurlöndin hafa verið talin friðsælustu ríki heims.

Svona fréttir hljóta að gleðja Anders Behring Breivik á sama hátt og ótti og harkalegar aðgerðir vegna árásarinnar á Tvíburaturnana hafa vafalaust glatt Osama bin Laden.

Mannkynið siglir nú inn í öld kreppu vegna vaxandi orkuskorts, offjölgunar og rányrkju á auðlindum jarðar.

Kreppa, likt og á Sturlungaöld og fjórða áratug síðustu aldar, leiða af sér átök og ófrið.

Yfirleitt er valdasöfnun á fárra hendur talin orsök ófriðarins á Sturlungaöld. Ég hygg hins vegar að þyngra hafi vegið áhrif kreppu af völdum rányrkju og versnandi veðurfars sem til dæmis birtist í því að Íslendingar urðu að leita á náðir Noregskonungs til að tryggja skipaferðir til og frá landinu.

Nú verður það helsta verkefni Norðurlandabúa að efla æðruleysi, samhug og friðsæld, sem snúi við þeirri óheillaþróun, sem tilkynning utanríkisráðuneytis Nýja-Sjálands ber vitni um.  


mbl.is Ein af yngstu fórnarlömbunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þetta er stórundarlegt, ekkert bendir til annars en þessi voða atburður í Noregi hafi verið einstakt og einangrað tilfelli. Ekkert bendir til þess að annar slíkur hryllingur sé yfirvofandi.

Það eru ekki nema nokkrir mánuðir síðan 180 manns fórust í jarðskjálfta í Christchurch á Nýja-Sjálandi. Líkurnar á frekari skjálftum, með manntjóni, eru margfalt meiri en líkurnar á öðru hryðjuverki í Noregi.

Ég hygg að Nýsjálendingar hefðu á því lítinn skilning ef utanríkisráðuneyti Noregs varaði landsmenn við því að ferðast til Nýja-Sjálands vegna mögulegra jarðskjálfta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.7.2011 kl. 10:22

2 identicon

Nákvæmlega!

Hvað höfum við annars á ferðamannastöðum? Eldgos á Íslandi, þar sem enginn ferst. Sprengjutilræði á Balí, Flóðbylgjur í Indónesíu, Jarðskjálfar á Nýja Sjálandi, - ekkert af þessu er einstakt. En fjöldamorð í Noregi er alveg út úr kú.

Jón Logi (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 10:30

3 identicon

Nýsjálenska ráðuneytið hefur engan áhuga á öryggi þegnanna, heldur fyrst og fremst á sjálfu sér. Það vill nefnilega ekki vera sakað um "aðgerðaleysi" ef svo ólíklega vildi til að fleiri Nýsjálendingar yrðu fórnarlömb morðingja í Noregi. Eða annarsstaðar. Málið er bara að ráðuneytið er að gera eitthvað til að gera eitthvað. Óskaplega ráðuneytislegt.

Bergur (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband