29.7.2011 | 14:51
Ráðist að lýðræðinu úr tveimur áttum.
Lýðræðið er stórgallað stjórnarform en samt það skásta sem ennn hefur fundist. Hryðuverkafólk sækir að því úr tveimur áttum og sú sókn mun síst minnkað þegar þrengjast fer um á jörðinni um mannkynið og auðlindir hennar þverra vegna rányrkju.
Frelsi, jafnrétti og bræðralag eiga undir högg að sækja og það eru ekki allar þjóðir, sem eiga kost á því að eignast stjórnarskrá á borð við þá, sem forseti Alþingis tók á móti í dag í nafni þjóðarinnar.
Árás á lýðræðið" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það að einhver vilji gera "árás á lýðræðið" hlýtur að bera vott um að það sé til einhvers gagns. Besta leiðin til að sigrast á slíkum niðurrifsöflum er að hunsa þau og láta athafnir þeirra einmitt ekki sveigja okkur frá braut lýðræðisins.
Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2011 kl. 15:20
Frelsi, jafnrétti og bræðralag eiga undir högg að sækja og það eru ekki allar þjóðir, sem eiga kost á því að eignast stjórnarskrá á borð við þá, sem forseti Alþingis tók á móti í dag í nafni þjóðarinnar.
Ja hérna.! Sjálfsálitið ríður ekki við einteiming. Og hver segir að þetta sé í nafni þjóðarinnar, var
kosningar þátttakan ekki innan við 40%, og ólögleg í þokkabót.
Leifur Þorsteinsson, 29.7.2011 kl. 15:35
Frelsi, jafnrétti og bræðralag eiga undir högg að sækja og það eru ekki allar þjóðir, sem eiga kost á því að eignast stjórnarskrá á borð við þá, sem forseti Alþingis tók á móti í dag í nafni þjóðarinnar.
Ja hérna.! Sjálfsálitið ríður ekki við einteiming. Og hver segir að þetta sé í nafni þjóðarinnar,
var kosningar þátttakan ekki innan við 40%, og ólögleg í þokkabót.
Leifur Þorsteinsson, 29.7.2011 kl. 15:39
Sæll Ómar.
Ég leyfi mér stórlega að efast um að það sem Stjórnlagaráðið afhenti forseta Alþingis í dag hafi sérstakelga verið gert í "nafni þjóðarinnar" eins og þú segir svo borubrattur hér að ofan.
Ég reyndar mótmæli því, ekki í nafni þjóðarinnar en í mínu nafni var það alla vegana ekki gert og mjög margra annarra og ég og þeir er hluti af þjóðinni líka.
Þó svo að ég ætli ekki að fullyrða hér að störf ykkar Stjórnlagaráðs fólks hafi ekki að einhverju leyti verið til góðs fyrir þjóðina og eigi jafnvel eftir að nýtast síðar, þá er ég mjög tortrygginn og efins um að þetta starf ykkar skili nokkru í bili alla vegana.
Þið voruð aðeins kosinn af u.þ.b. 1/3 hluta kjósenda, umboð ykkar er því mjög veikt og þar að auki dæmdi æðsti dómstóll þjóðarinnar kosningu ykkar ógilda.
Engu að síður var stærstur hluti ykkar skipaður af minnihluta Alþingis til þess að taka þetta hlutverk að ykkur.
Ég hef áður minnst á það hér á commentum við blogg þitt og reyndar margir fleiri án þess að þú hafir svarað því efnislega að það sem hefur eyðilagt störf ykkar er fyrst og fremst það að hafa fallist á aðalkröfu Samfylkingarinnar og ESB trúboðsins á Íslandi um að samkvæmt hinni nýju Stjórnarskrá þá verði heimillt að framselja fullveldi þjóðarinnar til Ríkjasambanda eins og ESB stjórnsýsluapparatsins.
Þar því miður gróf Stjórnlagaráðið sína eigin gröf og með því verða tillögur hennar allar jarðaðar með ESB umsókninni af miklum meirihluta þjóðarinnar.
Það er slæmt því að í ýmsum öðrum tillögum ykkar voru margar mjög góðar og þarfar breytingar til batnaðar gerðar á stjórnsýslu okkar.
En þið kusuð að hafa þetta ESB lík með ykkur í lestinni og því verður þessum tillögum ykkar öllum sökkt og að þeirri táknrænu jarðarför lokinni og að lokinni erfidrykkju og eftir lestur minningargreina um ESB trúboðið á Íslandi, þá má sjálfssagt reyna að endurvinna margt af tillögum ykkar þegar ESB- endaleysan og sú afturgangan hefur endanlega verið flautuð af !
Gunnlaugur I., 29.7.2011 kl. 17:08
Gunnlaugur, þetta er eins og talað frá mínu hjarta. Ég er sammála því að það sem hefur eyðilagt störf Stjórnlagaráðs er fyrst og fremst það að hafa fallist á aðalkröfu Samfylkingarinnar og ESB trúboðsins á Íslandi um að samkvæmt hinni nýju Stjórnarskrá þá verði heimillt að framselja fullveldi þjóðarinnar til Ríkjasambanda eins og ESB.
jonjonsson57 (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 18:52
Tek undir með Gunnlaugi og Jóni. Það er til lítils að vilja vernda náttúrperlur Íslands,
en vera jafnframt reiðubúinn að fórna FULLVELDINU til yfirþjóðlegt valds, s.s til
Brussel. Skil ekki slíkan tvískinnung. Lýsi því frati á niðurstöðu stjórnlagaþings,
og vona að sem minnst verði tekið mark á niðurstöðum þess.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 29.7.2011 kl. 20:06
Þakka þér kærlega fyrir vel unnin störf, Ómar.
Vonandi ná sem flestar hugmyndir ykkar í gegn.
Láttu ekki fullveldisblætissegginahafa áhrif á þig.
Jóhann (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 21:09
Sýndarleikurinn í kringum svokallað 'stjórnlagaráð' á ekkert skylt við lýðræði Ómar minn, enda er einboðið að þjóðin mun kolfella tillögur ykkar að nýrri stjórnarskrá.
Það verður að segjast eins og er að allur aðdragandi að störfum stjórnlagaráðs var með þeim eindæmum að niðurstaðan getur ekki orðið annað en ómarktæk.
Ég hef sagt það áður, og segi það enn, að þú ert einungis nytsamur sakleysingi í þessu máli Ómar minn. Stóra málið hjá samspillingunni er að lauma fullveldisafsalinu inn í drög að nýrri stjórnarskrá.
Hilmar Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 29.7.2011 kl. 21:23
@ Jóhann :
Þessir svokölluðu "Fullveldisblætisseggir" sem þú villt ekki virða viðlits og hvetur Ómar til að gera líka eru samt engu að síður mikill meirihluti þjóðarinnar !
En þú eins og Ómar sjálfur, sem ekki hefur viljað hlusta hingað til, eigið eftir að komast að því fullkeyptu, fyrr en ykkur grunar !
Gunnlaugur I., 29.7.2011 kl. 22:02
"En þú eins og Ómar sjálfur, sem ekki hefur viljað hlusta hingað til, eigið eftir að komast að því fullkeyptu, fyrr en ykkur grunar !"
Jæja, er það? Þykist þú vera með hótanir, snáði?
Eina "fullvalda" ríkið sem mér kemur til hugar er N-Kórea.
Jóhann (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 00:11
Ómar minn. Þú ert alltaf réttsýnn og málefnalegur. Ég óska þér og öllum öðrum starfsmönnum stjórnlagaráðs til hamingju með nýja stjórnarskrá
Gamla stjórnarskráin er ekki einu sinni íslensk, heldur dönsk
Ekki er ég á nokkurn hátt á móti Dönum, síður en svo, og hef unnið með þeim og lært mikið gott af þeim
En við íslendingar þurfum bara að læra að taka ábyrgð á okkur sjálf, eins og unglingarnir sem flytjast frá foreldrunum, og finna sinn eigin velferðar-sjálfstæðis-veg.
Dóms-stýrða embættis-svikakerfið, sem hér á Íslandi hefur tröllriðið öllu réttarkerfi á lögbrotlegan hátt, á sér ekki nokkra íslenska löglega réttlætisvörn, í að hundsa þessar heiðarlegu tillögur almennings að nýrri stjórnarskrá á Íslandi!
Er þetta stjórnarskrár-réttlætismál eitthvað neikvætt fyrir einhverja réttlætis-sinnaða?
Ef svo er, þá er spurning hvers vegna?
Réttlát rök óskast fyrir því að ný stjórnarskrá megi ekki líta dagsins ljós á Íslandi, og verða samþykkt í þjóðar-atkvæðagreiðslu, áður en blekkt fjarstýrð ríkis-stjórnsýsla íslands fær að brengla hana!
Hornsteinar samfélagsins/þjóðarinnar er almenningurinn/fyrirtækin, sem vinna heiðarlega vinnu í dagvinnu og yfirvinnu, borga skatta af þræla-vinnunni/fyrirtækjunum, og byggja hornsteinana, sem eru án efa fjölskyldurnar í landinu, og náunga-kærleiksríkt samfélag! Góð samvinna við allar þjóðir heimsins er grunnurinn að velferð allra manna og þjóða!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 30.7.2011 kl. 01:06
Örugglega margt fínt í þessu plaggi hefur mér sýnst. Ég er eiginlega mest hissa á að þetta sé svona langt komið.
EN það er bara óskaplega einfalt að ný stjórnarskrá sem felur í sér auðveldan möguleika afsals á gildi sínu eins og bent hefur verið á ítrekað er einskis virði.
Af hverju að vera að leggja í þessa vinnu þegar svo er? Ekki skilur hann ég!
(Þá virðis fljótt svo vera að um nytsama sakleysingja sé að ræða).
jonasgeir (IP-tala skráð) 30.7.2011 kl. 08:20
Þú þykist vita hvað lýðræði er Ómar en leggur samt af stað af stað og hunsar þjóð sem vildi ekkert með stjórnlaga þing Jóhönnu Sigurðardóttur hafa og sat því heima og sinnti greindarlegri verkum.
Þú leggur af stað og hunsar niðurstöðu hæstaréttar og gengur í stjórnlaga ráð og ætlast til að við Íslendingar tökum mark á þér.
Segðu mér Ómar, eru það peningarnir sem Steingrímur kreistir af okkur og gefur þér fyrir setu í þessu óþjóðlega ráði, eða er það hollustan við fjórða ríkið sem knýr þig til að niður lægja landan.
Hrólfur Þ Hraundal, 30.7.2011 kl. 09:55
Í flestum lögum eru refsiákvæði, svo hægt sé að framfylgja þeim.
Sé glæpur refsilaus er fátt sem fælir menn frá því að fremja hann.
Verði frumvarpið að lögum, hvað mun þá fæla menn frá því að þverbrjóta hina nýju stjórnarskrá sem og hina fyrri ef hún inniheldur engin refsiákvæði?
Eða stendur kannski ekki til að framfylgja henni frekar en öðrum lögum?
Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2011 kl. 20:26
Skúli (IP-tala skráð) 1.8.2011 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.