10.8.2011 | 23:49
Dýrð sumarblíðunnar.
Síðustu dagar hafa verið einstakir og sumrin síðustu ár eru mun hlýrri og blíðviðrasamari en ég minnist.
Hér fyrir ofan er mynd tekin af svölum blokkarinnar, sem ég bý í, og engu er líkara en að settur hafi verið logandi gullskjöldur upp á topp Landsvirkjunarhússins.
Þetta sést betur ef tvísmellt er á myndina og hún stækkuð.
Á flugi yfir Hrafntinnusker, Jökulgil, Frostastaðavatn og Tungnaá að lendingarstað við Veiðivötn bar margt fyrir augu í dag og ég skutla kannski inn nokkrum myndum úr ferðinni. Jökulgilið er risavaxinn undraheimur óteljandi gilja af öllum stærðum, gerðum og litum.
Hraunin, sem hafa runnið út í Frostastaðavatn, eru líka sérstök. Og fjölbreytni Veiðivatna er rómuð.
Silfurský á himni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.