Mótsagnir ķ svissnesku žjóšlķfi.

Ķ Stjórnlagarįši var talsveršur įhugi į žjóšlķfi og högum Svisslendinga vegna žeirrar sérstöšu, sem žeir hafa varšandi žjóšaratkvęšagreišslur.  Žęr gegna afar miklu hlutverki, ekki bara į landsvķsu eins og yrši hér, heldur ķ hinum einstöku kantónum.

Margt reyndist öšru vķsi en ętlaš var, og var ferš žeirra Salvarar Nordal og Žorkels Helgasonar til Sviss dżrmęt til žess aš varpa ljósi į stjórnmįl ķ Sviss. 

Žótt tiltölulega fįa žurfi til žess aš koma af staš atkvęšagreišslu eru kröfur til mįlatilbśnašar svo strangar aš aš mešaltali eru mįl ekki til lykta leitt fyrr en eftir nokkur įr efir aš mįliš er fyrst tekiš upp. 

Įkvešna įbyrgšarmenn žarf fyrir mįlinu og žaš žarf aš vera rétt reifaš. 

Mjög įberandi er aš svissneskir žingmenn lķta į sig sem algera žjóna fólkins og nišurstašna žjóšaratkvęšagreišslna en ekki öfugt.

Hér į landi felur hugtakiš embęttismašur, aš ekki sé nś talaš um "hįtt settur embęttismašur" eša "embęttismašur ķ feitu embętti" ķ sér aš staša hans snśist fyrst og fremst um völd. 

Talaš er meš ljóma um "valdamikiš embętti".  

Žį vill gleymast aš oršiš "embętti" er nįskylt oršinu "ambįtt" sem hefur allt annaš yfirbragš. 

En ķ raun er hugsunin sś sama, embęttismenn eru žjónar fólksins en ekki öfugt. 

En enda žótt žjóšaratkvęšagreišsllur eigi sér alda hefš ķ Sviss hefur žaš ekki leitt til žess aš ķ žvķ landi hafi jafnrétti og lżšréttindi fengiš meiri framgang en annars stašar. 

Žvert į móti hafa Svisslendingar oft veriš mešal sķšustu žjóša til aš lögleiša réttarbętur. 

Žeir hafa veriš lagnir meš žvķ aš nżta sér mišlęga stöšu og hlutleysi til žess aš laša til sķn fjįrmuni og liggja į žeim eins og ormar į gulli. 

Žetta er ķ grunninn žjóš, sem byggir kjör sķn į fjįrmįlaveldinu og žjónar žvķ sem best mį verša. 

Žess vegna kemur ekki į óvart tregšan til aš aflétta bankaleynd eša til aš ašstoša ašrar žjóšir viš aš finna illa fenginn auš. 

Žetta yfirbragš lands og žjóšar segir žó kannski ekkert beint um žaš hvort žaš vęri betra eša öšruvķsi ef žar vęri ekki beitt žjóšaratkvęšagreišslum ķ stórum stķl. 

En ljóst viršist aš žjóšaratkvęšagreišslurnar einar hafa ekki oršiš til žess aš Svisslendingar séu ķ fararbroddi ķ jafnréttismįlum. Žvert į móti viršist žetta vera afar ķhaldssamt og afturhaldssamt žjóšfélag aš mörgu leyti. 


mbl.is Segir kröfur bandarķskra stjórnvalda ganga of langt
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt

« Sķšasta fęrsla | Nęsta fęrsla »

Bęta viš athugasemd

Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.

Innskrįning

Ath. Vinsamlegast kveikiš į Javascript til aš hefja innskrįningu.

Hafšu samband