2.9.2011 | 23:45
Perlan er perla!
Fyrir tæpum 50 árum munaði minnstu að ég setti grein í Moggann um það að reisa ráðhúsið yfir og í kringum hitaveitugeymana á Öskjuhlíð og láta geymana sjálfa falla þannig inn í húsið að ekki fari á milli mála að mesta sérstaða Reykjavíkur, heita vatnið, sem fólst í nafninu sjálfu, sé grundvöllur ráðhússins.
Þegar Davíð Oddsson dreif það í gegn af sínum alkunna dugnaði að reka það slyðruorð af borginni að eiga ekkert ráðhús og bætti úr , var Perlan þó í mínum huga enn betri hugmynd.
Ég hefði viljað að Perlan og ráðhúsið hefðu verið sameinuð í einni byggingu efst á Öskjuhlíð og að skipulag Reykjavíkurflugvallar hefði verið þannig, að erlendir gestir, svo sem þjóðhöfðingjar, gætu gengið upp glæsilegan stíg sem lægi upp að ráðhúsinu.
Perlan var lengi afar umdeild og er það kannski eitthvað umdeild ennþá, en mér finnst hún ein helsta perla Reykjavíkur!
Perlan auglýst til sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég, - landsbyggðarþursinn, - hef þurft að afplána það erfiða verkefni að vera leiðsögumaður/túlkur með útlendinga um Reykjavík. Síðast núna í Júlí.
Ráðhúsið er nokkuð erfitt, þar sem að fólkið spyr eiginlega alltaf hvað "þetta" sé. Eru þetta hefbúðir eða iðnfyrirtæki.
En...Íslanskortið í ráðhúsinu er alger snilld, og sópar öllum athugasemdum skjótt til hliðar.
Perlan er svo alveg sér á parti. Flottasti staður í borginni, og besti útsýnispunkturinn. Allir hingað til hæstánægðir. Þetta er kennileiti á pari við Effelturninn.
Jón Logi (IP-tala skráð) 3.9.2011 kl. 07:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.