Eftirminnileg viðtalspersóna.

Tobba Marínós var líkast til 14 ára þegar ég tók kvikmynd af því þegar hún var ásamt bekkjarfélögum sínum að ganga Laugaveginn með þremur kennurum.

Þegar ég tók krakkana tali kom það strax fram að Þorbjörg átti auðveldast með að segja frá töfrum þessa ferðalags, enda fór það svo að hún varð helsti talsmaður hópsins í fréttinni sem ég var að gera og síðar varð að atriði í þættinum "Flökkusál".

Stundum er það þannig, að þegar maður talar við krakka, að maður hugsar með sér: Það kæmi mér ekki á óvart að eitthvað verði úr henni þessari / honum þessum. 

Þetta flaug í gegnum huga minn þegar ég var að taka viðtölin á Laugaveginum hér um árið. 


mbl.is Lilja snýr aftur í Lýtalaus og finnur ástina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grátlegt hvað verður úr efnilegu fólki. Seint verður Tobba þessi talin til mannvitsbrekkna.

Badu (IP-tala skráð) 4.9.2011 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband