Dýr myndi Hafliði allur...

Skaðabótamálið í Nice í Frakklandi, þar sem eiginkonu voru dæmdar 1,6 milljón króna bætur fyrir takmarkað kynlíf af hendi eiginmannsins, minnir á atburð úr Íslandssögunni. 

Þegar þeir deildu, Hafliði Másson og Þorgils Oddason forðum, lauk viðskiptum þeirra þannig, að úr varð skaðabótamál, sem leysa þurfti vegna fingurs sem Þorgils Hafði höggvið af Hafliða.

Sáttin í málinu fólst í því Hafliði fékk sjálfdæmi um bætur og nýtti hann sér það með því að hafa bæturnar svimandi háar, miðað við skaðann. 

Þá varð fleyg setningin, sem Þorgils sagði:  "Dýr myndi Hafliði allur ef svo skyldi hver limur." 

Ég fæ ekki betur séð en að hinn skaðabótaskyldi franski eiginmaður geti hugsað hið sama um sjálfan sig, að dýr myndi hann allur ef svo skyldi hver limur. 


mbl.is Sekt fyrir skort á kynlífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar var það Skafti Þórarinsson, en ekki Þorgils Oddason sem sagði hina fleygu setningu: „Dýr myndi Hafliði allur.“

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.9.2011 kl. 08:47

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Samur var limurinn!

Ómar Ragnarsson, 7.9.2011 kl. 13:14

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Og Skafti þessi var sóknarprestur á Mosfelli í Mosfellsdal, fyrsti nafnkenndi presturinn sem vitað er um að hafi setið það prestsetur.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 7.9.2011 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband