Dýrt að gera golfvelli í Kanada og Rússlandi?

Aðalvandamálið varðandi golfvöll á Grímsstöðum ku vera frostlyfting á flötunum að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings. En kannski má læra af erlendri reynslu varðandi það efni.

Veturnir í Kanada, Rússlandi og nyrðri hluta Skandinavíu eru kaldari en á Grímsstöðum á Fjöllum og því mætti kannski kanna, hvort golfvellir séu á þessum landssvæðum og læra af reynslu manna þar.

Aðalvandamálið kann kannski að vera að sumrin séu styttir og svalari á Grímsstöðum og meiri hitasveiflur á veturna. 


mbl.is Dýrt að gera golfvöll á Grímsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er skrýtið með íslendinga. Um leið og einhver vill fara út í meiriháttar framkvæmdir þá byrja menn á því að gagnrýna og dæma út hugmyndina.

Er ekki betra að leifa þessum frumkvöðlum að gera sitt, styðja við þá að bestu getu og vona að þetta gangi upp og skapi atvinnu og erlendan gjaldeyri.

Hannes Jónsson (IP-tala skráð) 6.9.2011 kl. 10:30

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, þetta er áhugavert umræðuefni.

Fyrirfram muni maður (eg allaega) ætla að þetta væri erfitt og þá útfrá náttúrulegum aðstæðum.

En ef maður fer að hugsa málið - þá eru auðvitað golfvellir v´

iða og sumstar kalt o.s.frv.

Með Rússland sérstaklega, að þá er ekki mikil golfhefð þar. Var byrjað á keisaratímanum en Bolsévíkkar höfðu golf ekki á forgangslista varðndi íþróttir og lá golfiðkun niðri mestallan þann tíma. Var ekki fyrr en uppúr 1990 að skriður komst á þau mál og enn í dag eru aðeins örfáir golfvellir í Rússlandi og þeir aðallega í eigu auðmanna oþh. En áhuginn fer vaxandi þar í landi á íþróttinni. Í Svíþjóð er fjöldi golfvalla og þeir dreifðir um mest landið. Ma. norðarlega.

En talandi um golfvelli, almennt, þá hafa sum umhverfisvernadarsamtök sett spurningarmerki við þá útaf nokkrum ástæðum. Sá sænkan þátt, minnir mig, einhverntíman um það efni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.9.2011 kl. 11:43

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Fyrirfram mundi maður (eg allavega) ætla að þetta væri erfitt og þá útfrá náttúrulegum aðstæðum. En ef maður fer að hugsa málið - þá eru auðvitað golfvellir víða og sumstar kalt o.s.frv."

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.9.2011 kl. 11:45

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Kal hefur átt það til að skemma tún og golfvelli. Þetta var mikið vandamál á kalárunum svonefndu, en tjónið var mikið víða á norðurlandi í ár.

Úr Morgunblaðini í maí 2011:

" 90% túna á sumum bújörðum eru kalin"

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/05/19/90_prosent_tuna_a_sumum_bujordum_eru_kalin/

"

„Þetta er trúlega versta kal í áratugi, síðan á kalárunum alræmdu. En það er frekar staðbundið, þetta er mjög slæma kal,“ segir Ingvar Björnsson ráðunautur hjá Búgarði á Akureyri.

Í Eyjafirði er tjónið mest í nágrenni við Árskógsströnd, í Skíðadal og síðan aftur í Suður-Þingeyjarsýslu í Fnjóskadal, Ljósavatnsskarði, Köldukinn, Bárðardal og Mývatnssveit. Þar að auki eru kalblettir í Reykjadal og Aðaldal.... Ingvar segir að líklega þurfi að endurrækta, tæta eða plægja upp og sá, í 300-400 hektara lands í fyrrnefndum sveitum..."

Morgunblaðið | 19.5.2011 | 5:30 |

Ágúst H Bjarnason, 6.9.2011 kl. 11:50

5 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Maður veltir fyrir sér spurningunni hvers vegna einhver bandarískur, breskur eða franskur milljarðamæringu kemur ekki með 30 milljarða í svona framkvæmd. Eru fjármunir herra Nubo "þolinmóðari" en það sem aðrir vilja leggja í fjárfestingar hér á landi? En þar fyrir utan virðast þessi áform vera of góð til að geta verið sönn. Oft fer það saman að virðast og vera í því samhengi :-)

Flosi Kristjánsson, 6.9.2011 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband