Brosleg vanstilling.

Það væri einkennileg vanstilling ef íslenskir ráðamenn tækju upp á því að kaupa ekki breskar vörur, ferðast ekki um breska lofthelgi eða horfa ekki á breska sjónvarpsþætti, bara vegna þess að þeim mislíkaði á sínum tíma að Bretar skyldu nota hryðjuverkalög á Ísland.

Vel kann að vera að Alistair Darling hafi þótt íslenskir viðmælendur sínir ekki vera með á nótunum í aðdraganda Hrunsins og haft talsvert fyrir sér í því efni, en fyrr má nú vera að fara á límingunum út af því þremur árum síðar. 

Hann má þó eiga það að vera hreinskilinn varðandi hina broslegu og barnalegu vanstillingu sína og upplýsa þannig um það að ferill hans hefur greinilega ekki alla tíð einkennst af stóiskri ró og yfirvegun. 

 


mbl.is Vildi ekki fljúga gegnum íslenska lofthelgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég mun aldrei ferðast til Bretlands fyrr en að aflokinni byltingu þar sem fasísku valdi taglhnýtinga krúnunnar hefur verið varpað um koll og í landinu búa frjálsir menn.

Og ég notaði hvergi orðið "ef".

Guðmundur Ásgeirsson, 7.9.2011 kl. 01:58

2 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Skiljanleg er afstaða þessa breska varkára fjármálaráðherra sem greinilega virðist hafa verið mjög tortrygginn á að íslensk stjórnvöld gerðu sér grein fyrir raunveruleikanum. Á þessum tíma létu stjórnendur bankanna greipar sópa, breskur braskari ryksugaði Kaupþing bankann með þeim Sigurði Einarssyni og félögum.

Að vilja ekki fljúga um íslenska lofthelgi af öðrum ástæðum en öryggisástæðum sbr. síðar vegna eldgosa, er afkáraleg. Ekki hyggst eg hætta við fyrirhugaða ferð til Skotland með félögum mínum í skógræktarstarfinu þó svo að maður hafi ekki verið sáttur við aðgerðir breskra stjórnvalda fyrir 3 árum. Hvað ætla menn að erfa þetta lengi?

Sjálfur var eg síðast í Bretlandi í fyrra og mér finnst það jaðra við hroka að vilja ekki eiga samskipti við landsmenn þessa nágrannalands okkar.

Góðar stundir

M

Guðjón Sigþór Jensson, 7.9.2011 kl. 07:33

3 Smámynd: Agla

Búin að brosa gleitt að athugasemd Guðmundar hér fyrir ofan. Þekki sjálf útlending sem búinn er að strengja þess heit að fara ekki til Íslands aftur fyrr en Jóhanna Sigurðardóttir og forsetafrúin Dorit eru búnar að hafa stöðuskipti

Ég er annars ekki viss um að Darling sent frá sér þessa bók til að fara á límingunum við þessa sendinefnd okkar sem hann lýsir fundi sínum við.  Mér skilst að Brown hafi verið efstur á hans "hitlist".

Skyldi þessari  sendinefnd okkar ekki hafa fundist þessi fundur með Darling svolítið vandræðalegur ? Héldu þau kannski  eins og  ráðherrann, sem fyrir henni fór, virðist hafa haldið, þetta hefðir verið  vel vel lukkuð heimsókn ?

Agla, 7.9.2011 kl. 10:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband