22.9.2011 | 22:10
"Hótel jörð" er ekki eign okkar.
Nú er það komið upp að vegna þess að frumbyggjar Ástalíu hafi búið þar miklu lengur en áður var haldið eigi þeir meiri eignarrétt á landinu og þar af leiðandi skaðabótarétt vegna þess að vestrænir landnemar tók það af því.
Þetta leiðir hugann að því að margar svonefndar "frumstæðar þjóðir" svo sem indíánaþjóðflokkar, viðurkenndu ekki eignarrétt á landi. Hann var raunar fjarlægur hugsunarhætti þeirra.
Þeir litu á landið og jörðina sem dvalarstað líkum hóteli, "Hótel jörð" eins og Tómas Guðmundsson orðaði það.
Með Þingvallalögunum 1928 varð til hugtakið "þjóðareign", það er, Þingvellir skyldu vera ævarandi eign íslensku þjóðarinnar sem aldrei má selja né veðsetja."
Þarna var til kominn ný skilgreining á "þjóðareign" sem var önnur en hin hefðbundna "ríkiseign", sem til dæmis felst í fasteignum, húsum og mannvirkjum, sem ríkið getur selt, keypt eða veðsett.
Hugtakið "þjóðareign" var útfært frekar í tillögum stjórnlaganefndar Gunnars Thoroddsens og í stjórnarskrárfrumvarpi Stjórnlagaráðs nú, eru auðlindir, náttúra Íslands og menningarverðmæti skilgreint sem þjóðareign líkt og Þingvellir voru á sínum tíma.
Það liggur í augum uppi að mestu og einstæðustu náttúrudjásn Íslands og menningarverðmæti á borð við fornminjar ættu að falla undir sömu skilgreiningu og Þingvellir.
Ég tel hins vegar að enda þótt með þessu sé stigið stórt skref fram á við, þurfi sýnin að verða víðari þannig að í stað þess að Íslendingar séum "eigendur" náttúruverðmæta og menningarminja séum við vörslumenn þeirra á fyrir afkomendur okkar og mannkyn allt.
Ég get ekki varist þeirri hugsun að viðhorf hinna svonefndu "frumstæðu" þjóðflokka hafi verið réttari en viðhorfin sem við Vesturlandabúar hreykjum okkur svo mjög af.
En ég mun væntanlega ekki lifa það að þessi sýn þeirra og mín verði viðurkennd.
Hárlokkur breytir sögunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flottur!
Aðalsteinn Agnarsson, 22.9.2011 kl. 22:31
Því vill Jóhanna og aðrir selja okkar hótel til kínverja. Ísland er okkar heimaland.
Valdimar Samúelsson, 22.9.2011 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.