Bæta við Ketildölum, Drangaskörðum og Teigskógi.

Þrjú stærstu fuglabjörg Evrópu eru á Vestfjörðum, Hornbjarg, Hælavíkurbjarg og Látrabjarg. Auk þeirra má benda á þrjú önnur svæði á Vestfjörðum sem hafa mikla sérstöðu.

Að minnsta kosti hef ég hvergi séð hliðstæðu við Ketildali í Noregi né veit ég um hliðstæðu við þá annars staðar í Evrópu eða á Grænlandi.

Drangaskörð eru líkast til einstæð í Evrópu, þessi röð af sjö Hallgrímskirkjuturnum náttúrunnar, og kæmi vel til greina að stækka Hornstrandafriðland þannig að það nái allt til Dranga.

Teigskógur er þegar á náttúruminjaskrá enda er gildi hans tvöfalt að því leyti, að hann er stærsti birkiskógur á Vestfjörðum og auk þess mikilvægur hluti af lífríki og náttúru Breiðafjarðar.

Menn spyrja hvernig sé hægt að setja byggða sveit inn í friðland, en því er til að svara að þjóðgarðar eru metnir í fimm flokkum eftir því hvert eðli þeirra er.

Byggð og mannvirki sem hlíta lögmálum sjálfbærrar þróunar geta því verið innan þjóðgarðs sem vægasta stig friðunar á sama tíma og að hæsta stig friðunar er viðhaft annars staðar í þjóðgarðinum.

Dæmi um svona þjóðgarð er Banff-Jaspers þjóðgarðurinn í Klettafjöllum Kanada. Á þau svæði, sem hafa hæsta stig friðunar koma aðeins örfáar manneskjur ár hvert, en í umhverfi ferðamannamiðstöðva og afturkræfra ferðamannamannvirkja er friðunin á lægsta stigi.


mbl.is Rætt um friðlýsingu Látrabjargs og Rauðasands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú verður eigandi Rauðasands kátur,hann heitir Kjartan(XD) Gunnarsson stórmilljóner.

Númi (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 14:04

2 identicon

Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins á Mógilsá vinnur að mælingum á stærð birkiskóglendis á Vestfjörðum og um land allt. Samkvæmt niðurstöðum þeirra mælinga er Teigsskógur, - þ. e. samfelldur skógarfláki - sá 17. stærsti á Vestfjörðum, - 240.3 ha og ef nærliggjandi flákum er bætt við er hann 338.2 ha eða sá 6. stærsti.

Aðalsteinn Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband