Sanngirnismál.

Stundum fara reglugerðir og lög út í öfgar vegna of mikillar smásmygli og ósveigjanleika. Bannið við heimabakstri í þágu góðgerðarmála hefur verið dæmi um það, og því miður hefur svona dæmum fjölgað á fjölmörgum sviðum.

Það er sanngirnismál að aflétta slíkum bönnum og hið þarfasta mál. 


mbl.is Heimabakstur leyfður með lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvers vegna að setja lög til að leyfa það sem er EKKI bannað? Samkvæmt evrópuvefnum er heimabakstur undanþegin evrópsku matvælalöggjöfinni sem var innleidd hér á landi með lögum 143/2009. Einnig hafa allar reglugerðir evrópusambandsins um hollustuhætti og eftirlit verið inneiddar. Þar kemur fram að sá sem meðhöndlar, tilreiðir, geymir eða framreiðir matvæli endrum og eins og í litlum mæli, á þorpshátíðum, í kirkjum, skólum eða á öðrum viðburðum, til dæmis til góðgerðastarfsemi, sem skipulagðir eru af sjálfboðaliðum, getur ekki talist vera „fyrirtæki“ og er því ekki bundinn af skilyrðum laga Evrópusambandsins um hollustuhætti í matvælafyrirtækjum. Þetta hefur Jón Bjarnason sjálfur staðfest í fyrirspurn á alþingi.

Þetta er nú meira ruglið.

http://evropuvefur.is/svar.php?id=60406

Gunnar Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 19:15

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Jón Bjarnason verður látinn víkja vegna velvilja hans í garð hins almenna borgara!

Sigurður Haraldsson, 19.10.2011 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband