Geta orðið fljótir að vinna þetta upp.

Erfitt er á þessum tímapunkti að spá um það hve miklu til batnaðar samkomulag Ísraelsmanna og Hamas um fangaskipti geti valdið.

Hitt er ljóst að báðir aðilar gætu orðið fljótir til að láta allt fara í sama farið aftur. 

Ísraelsmenn taka 300 menn höndum að jafnaði í hverjum mánuði eða 3600 á ári.  Þessum mönnum er haldið föngnum án dóms og laga og mannréttindi brotin á þeim. 

Þegar Hamasmenn taka ísraelska gísla er það að sjálfsögðu algert brot á mannréttindum og siðlegum samskiptum. 


mbl.is Laus úr fangelsi hjá Hamas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar frá hverjum eru þessar ''áreiðanlegu '' upplýsinga um að Ísraelsmenn handtaki 300 svo kallaða Palistínumenn mánaðarlega.

Guðlaugur Ævar Hilmarsson (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 21:53

2 identicon

Guðlaugur ég eyddi 3 mánuðum í Palestínu og þeim þeim tíma var hellingur af Palestínumönnum fangelsaðir, og oft var það ekki fyrir neinni góðri ástæðu, þótt ég geti ekki komið með neinar fastar tölur þá er ég nokkuð viss um að þessi tala hjá Ómari sé nokkuð nærri lagi!!!!

Agnes (IP-tala skráð) 18.10.2011 kl. 22:08

3 identicon

Ég er nýbúinn að hýsa mína fyrstu Palenstísku ferðamenn. Þeir voru eins og Ísraelsmennirnir, - svolítið taugaóstyrkir. Sammerkt var með báðum hve hissa þeir voru á því hvað allt hér var friðsamlegt og "lax".

Þeir fóru vel etnir og sælir.

Jón Logi (IP-tala skráð) 19.10.2011 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband