Fögnuður með óbragði í munninum.

Víst er það  fagnaðarefni að harðstjórn Muammars Gaddafis sé endanlega úr sögunni en það sem sést hefur og frést hefur af drápinu á honum sýnir viðbjóðslega, fordæmanlega og óréttlætanlega villimennsku, meiri en sést hefur við hliðstæðar aðstæður, sem ég hef rakið í pistli hér á undan.

Vonandi tekur ekki villimennska á borð við þetta við hjá nýjum valdhöfum í Líbíu.


mbl.is Þjóðarleiðtogar fagna falli Gaddafis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: el-Toro

af hverju er það fagnaðarefni að Gaddafi sé úr sögunni?

ég mundi skylja það þar sem hann hefur verið við völd fáránlega lengi.  en þrátt fyrir að hafa stórnað í gegnum valdaklíku landsins af hörku.  þá hafa Líbíumenn aldrei áður lifað jafn góðu lífi (lífsgæði) og meðan hann var við völd.  Efnahagur Líbíu bar af í Afríku, var í raun á allt öðrum hæðum en annara afríkuríkja.  fólk úr nágrannalöndunum kom til líbíu til að vinna og til að fá ríkisborgararétt.  fólk sendi peninga til fjölskyldna sinna í löndunum í kring. 

allt það slæma sem Gaddafi er kennt um er uppreysnarmönnunum búið að afreka líka.  fjöldagrafir í Líbiu eru til jafns við fjöldagrafir uppreysnarmanna.  báðar fylkingar slátruðu hvort öðru.

Frakkar fá í staðin fyrir að brjóta ályktun sameinuðuþjóðanna um bann við vopnaviðskiptum í Líbíu, um 1/3 af olíuvinnslu i Líbiu.  þetta var í öllum fjölmiðlum fljótlega eftir að Tripoli féll.

el-Toro, 21.10.2011 kl. 02:20

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Viðbjóðurslegri ásýnd vesturlanda verða varla betrur gerð skil en með dauða Gaddafis. Þvílíkt lýðskrum, þvílýk og önnur eins djöfulleg andskotans andsetning brenglaðra gilda. Þar sem áður ríkti Gaddafi og þar sem flestir "aflandsaumingjar"gátu falið fé sitt, rán og almenna kúgun, rísa nú hinir sömu andskotar upp og lofa dauða hans. Endalok Gaddafis skal ekki rekja til valda hans, heldur er hvurjum manni og konu hollt að hugsa, þó ekki væri nema túskilding úr sekúndu, um hvers vegna honum var leyft að lifa svona lengi. Ástæðan er einföld.: Það tekur tíma að færa til fjármagn og því var aftköku han frestað svo lengi, sem raun ber vitni. Ekki ætla ég að lofa Gaddafi, eða það sem hann stóð fyrir. Hins vegar mun ég aldrei fyrirgefa deyðendum hans að hafa ekki gefið honum andsvararétttinn.

Halldór Egill Guðnason, 21.10.2011 kl. 04:27

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Halldór Egill og Ómar, þið skilduð kannski betur þá sem drápu Gaddafi ef þið hefðuð búið í landi hans, undir oki hans og fjölskyldu hans og leppa. Hvaða andsvarsrétt fengu farþegarnir í PanAm þotunni sem sprengd var yfir Lockerbie, eða fólkið á jörðu niðri?

Endalok þessa auma manns voru í stíl við allt hans líf eftir að hann komst til valda með fjöldamorðum og ribbaldahætti. Það er ekki þitt, Halldór, að fyrirgefa deyðendum hans eitt eða neitt!

Það sem tekur við í Lýbíu er því miður það sama og alls staðar í vorinu kalda. Meiri öfgar sem fyrst og fremst er drifið af hatrinu í garð Ísraelsríkis og gyðinga. Það illgresi sem Gaddafi sáði verður ekki fjarlægt, því sama illgresið hefur verið þarna í hundruð ára. Mörgþúsund litlir böðlar á Vesturlöndum taka þátt í herferðinni gegn Ísrael.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 21.10.2011 kl. 06:56

4 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ekkert sem bendir til þess að eitthvað muni breytast með nýjum valdhöfum, heldur þvert á móti.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 21.10.2011 kl. 07:11

5 Smámynd: corvus corax

Nauðsynleg meindýraeyðing og ekkert annað!

corvus corax, 21.10.2011 kl. 07:14

6 identicon

Þetta var nú enginn engill.

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 09:55

7 identicon

Eftirtektarvert hvað margir Íslendingar virðast hafa "óbragð í munninum" eftir að þessi fjöldamorðingi var drepinn.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 13:32

8 identicon

Eru margir með óbragð eftir drápið á Mussolini? Hann var jú drepinn ásamt ástkonu sinni (af mörgum) og hengdur upp á löppunum dauður.

Gaddi var skotinn í hausinn af einhverjum æstum, og verður jarðaður í kyrrþey, en skv reglu múslíma má stutt líða. Endirinn er orðinn og gatverið verri og meira niðurlægjandi.

 Þeir hafa margir farið verr valdmennirnir, en auðvitað hefði farið betur að ná kalli lifandi. Sjálfsagt verið verra fyrir hann, sem hefði örugglega fengið dauðadóm eftir allskonar yfirheyrslur. Kannski hengdur með poka á haus eins og Saddam kallinn?

Fögnuðurinn er gagnrýndur, en hann er nú ekki síst vegna þess að bardögum er mestmegnis lokið. Það var Gaddi sem keyrði út vonlausa baráttu eins og Hitler forðum, og þegar höfuðpaurinn fer, þá er fljótlega stopp.

Bardögum í mestallri Evrópu lauk (að mestu) 10 dögum eftir dauða Hitlers.

Hvað ætli þetta streð á Gadda hafi kostað mörg mannslíf?

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 15:22

9 Smámynd: el-Toro

Vilhjálmur.  lestu þér til um Locerbiee sprenginguna....því þú ferð ekki með rétt mál að kenna Líbíu um það.

el-Toro, 21.10.2011 kl. 16:37

10 Smámynd: el-Toro

að líkja saman gaddafi og hitler eða mussolini ber vott um lélega kunnáttu í málefnum Líbíu.  vinsamlegast lesið ykkur til um landið sem var með öflugasta hagkerfi Afríku og þó lengra væri leitað.  lífskylirði í Líbíu hafa verið í rúm tuttugu ár þau bestu í afríku.

eitthvað hlítur að hafa verið rétt gert...?

landið er í dag nær gjaldþrota.  ef ekki tekst á næstu mánuðum að tryggja sátt og samlyndi um leið og að koma hjólum atvinnulífsins í gang, þá getum við verið að horfa upp á svipaða hluti og í Írak....ja, kannski bara eftir hálft ár.  þetta er mat sérfræðinga sem taka ekki þátt í áróðrinum í fjölmiðlunum.  þeir fá minni tíma í fjölmiðlunum, en þeir fá tíma.

el-Toro, 21.10.2011 kl. 16:43

11 identicon

Tja, tel mig nú vera það vel læsan að þótt að opinbert GDP Líbíu (sem vel að merkja er með fólksfjölda upp á rúmlega Ísrael, - 6.6 millur) sé harla gott, að þá var því misdreift, og hagkerfi Líbíu er engan vegin það öflugasta í Afríku. Ekki nálægt því. Lestu sjálfur Toro...

Lífsskilyrði....nógu fúl til að kveikja í mjög hatursfullri byltingu.

Og Lockerbie....var það ekki varnarmálaráðherrann sem viðurkenndi það skilmerkilega? Var ekki sprengjumanninum sleppt vegna veikinda sem svo voru engin? Og hvað með næturklúbbasprenginguna í Þýskalandi? Hvað með Eldflaugaskot á Ítalíu?

Bottom line, - Kallinn var bara venjuleg "dictator-bulla". Allur pakkinn. Vildi reyndar þannig til að landvinningar voru ekki fýsilegir, enda nóg land, en hann var eins leiðinlegur og hann gat. pöhh!

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.10.2011 kl. 18:04

12 Smámynd: el-Toro

sæll Jón Logi,

það er ekki erfitt að lesa sér til um hagkerfi Líbíu sem hafði borið af öðrum afríkríkjum síðustu tuttugu árin eða jafnvel lengur.  spyrðu hvern sem er sem hefur vit á slíkum málum.  (en ég ætla ekki að vera í pissukeppni við þig um hvor okkar þarf að lesa sér betur til ;) )

en að sjálfsögðu voru lífskjörin misskipt....hvar eru lífskjörum ekki misskipt....????

lífsskylirði nógu fúl til að kveikja í mjög hatursfullri byltingu....Jón Logi, nú þarft þú að kynna þér málin aðeins betur.  fólk undir fátækrarmörkum (að skilgreiningu EU og USA) var rétt undir 20% að mig minnir.  eðlilega er fólk pirrað yfir því að sama valdaklíkan er búin að vera við völd í um tuttugu ár.  nýjar hugmyndir fengu litlar undirtektir.  það hefur saif sonur gaddafi viðurkennt í fjölmiðlum í aðdraganda innrásar Nato.  en ástæðan fyrir því að þetta fólk (nokkur hundruð) söfnuðust saman í Benghasi og brenndu bíla og opinberar byggingar var hækkun matvælaverðs.  en lönd í afríku eru öll mjög viðkvæm fyrir þeirri þróun sem hefur átt sér stað síðustu árin.  en eðlilega þegar fólk mótmælir, þá eru þar óeirðarseggir....alveg eins og á italíu og london, þar sem fjölmiðlar útskúfuðu mótmælendurnar sem sora landsins.  í Líbíu var talað að liðsmenn gaddafi, lögregla og her stæðu að morðum á saklausu fólki....sem var langt því frá réttur fréttaflutningur.....en við getum rætt meira um hlutverk fjölmiðla í slíkum aðgerðum og Líbía varð fyrir.

það sem gerðist svo í framhaldinu var með einsdæmum.  ég hef ekki séð eins mörg brot á lögum alþjóðasamfélagsins og ályktun sameinuðuþjóðanna frá  því ég hóf að fylgjast með slíkum málum.  ég er enn þann dag í dag hneikslaður.  ekki á því að gaddafi sé allur.  heldur hvernig NATO, Frakkar, Bretar og Bandaríkjamenn þverbrutu allr þær reglur sem þeir halda svo mikið í heiðri fyrir þriðjaheimslöndum.  og sennilega það merkilegasta við þetta allt saman, að engin spáir í því hvernig hlutirnir voru framkvæmdir né hversu ólöglega þetta var gert.  ALLIR ERU BARA ÁNÆGÐIR AÐ GADDAFI SÉ KOMIN FRÁ VÖLDUM.

hér eru nokkur dæmi um ólöglegar aðgerðir NATO og USA:

*     NATO fylkti sér í lið með uppreysnarmönnunum.  þegar ályktanir sameinuðuþjóðanna hljóðuðu upp á verndun almennings.  fleiri þúsundir hafa látist af völdum sprengjuregna NATO.

*      Frakkar köstuðu vopnum og vistum til uppreysnarhermannana þegar allt var í járnum í kringum Tripoli.  þrátt fyrir að algjört vopnasölubann hefði verið ákveðið af sameinuðu þjóðunum.  þetta birtist í fréttum um allan heim.

*      Robert Fisk einn virtasti fréttamaður um málefni mið austurlanda skrifaði grein þar sem hann sagðist hafa undir höndum upplýsingar að Saudi Arabía hefði vopnað uppreysnarmennina í austur Líbíu "ÁÐUR EN" uppþotin hófust.  Robert Fisk er sá fréttamaður sem flestir líta upp til, sökum verðlauna sem hann hefur fengið í gegnum árin.

*        Islamistar eru stærsta fylking uppreysnarmanna í Líbíu.  í fjölmörgum "VESTRÆNUM" fjölmiðlum er hægt að sjá umfjallanir um náin tengsl þeirra við islamista hreifingarnar í Írak.  en flestir kannast við nafnið al-Qaeda í því samhengi.

*        yfirmaður hers uppreysnarmanna (man því miður ekki nafnið) var handsamaður í  Thailandi stuttu eftir 9/11.  hann var pyntaður í fangelsi þar, stundum í viðurvist CIA manns.  eftir að honum var sleppt í kringum 2006.  var hann í fangelsi í Tripoli þar sem hann var pyntaður enn meira til frásagna.  ENNÞÁ Í VIÐURVIST MANNA FRÁ CIA OG MI6.  þetta viðurkenndi manngreyið í viðtali stuttu eftir að Tripoli féll.  hvað vildu CIA og MI6 honum....????....ekki erfið spurning það.

*        Frakkar sömdu við uppreysnaröflin í Líbíu áður en NATO fór af stað, að ef þeir myndu aðstoða þá og halda uppi málstaði þeirra í evrópu.  að þá mundu frakkar fá 1/3 af olíuvinnslu Líbíu í staðin.  þetta var í fjölmiðlum um allan heim eftir að Tripoli féll.  meira að segja kom lítil frétt á mbl.is um þetta.

ég gæti haldið endalaust áfram....en ég er hræddur um að engin mundi nenna að lesa i gegnum þetta ;)   efast meira að segja að einhver hafi nennt því.

en er skrýtið að maður sé með óbragð í munninum....???

el-Toro, 22.10.2011 kl. 13:20

13 Smámynd: el-Toro

í sambandi við Lockerbie.  þá er það eitt á hreinu að al-Meghrabi var og er sakalaus.  en það er of langt mál fyrir mig að fara í saumana á því hérna.  ég held ég hafi skrifað einhver blogg um þetta fyrir einhverju síðar.  getur kíkt á það.  eða farið á wikipedia.org

einnig er til heimildarmynd sem fer gaumgæfilega ofan í saumana á þessu máli.  hún heitir the maltese double cross.  hægt er að horfa á hana á googletv og hala henni niður á thepiratebay.org

vandamál Líbíu á áttunda og níunda áratugnum voru hryðjuverkahópar sem gerðu sig heimakomin í austurhluta Líbiu.  en benghasi svæðið hefur alla tíð verið svolítið villta vestrið í Líbiu að þeim sökum.  Gaddafi hefur stutt málstaði þeirra (stofnun sjálfstæðrar palestínu) og stutt málstaði sem kallast pan-arabia og pan-africa.

Líbía var lokað land á þessum áratugum.  sem gerði það að verkum að erfitt var fyrir leiniþjónustur vestrænna landa að fylgjast með hryðjuverkahópunum þar.  það var líka erfitt fyrir liðsmenn Gaddafi að hafa hemil á þeim þarna á Benghasi svæðinu. 

þrátt fyrir að hryðjuverkahópar með stöðvar sínar í Líbíu hafi komið sprengjum fyrir á vesturlöndum.  þá þíðir það ekki að liðsmenn Gaddafi hafi borið ábyrgðina á.  ábyrgð Gaddafi liggur meira í því að geta ekki hamið þessi öfl sem í raun gátu haft sína hentisemi þarna fyrir austan.

mímörg dæmi eru hinsvegar til um tilveru bandarískra leiniþjónustumanna í landinu austanverðu.  hægt er að lesa sér til um Edwin Wilson...t.d. á wikipedia.org ásamt því að googla hann til að fá nákvæmari lesningu.  en þessi Wilson aðstoðaði á sínum tíma við þjálfun manna Ahmad Jibril, foringja PFLP-GC í að útbúa sprengjur.  en margt bendir til þess að þau samtök hafi átt sinn þátt í Lockerbie "samsærinu".

el-Toro, 22.10.2011 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband