20.11.2011 | 23:42
Mun tími Hönnu Birnu koma ?
Skoðanakannanir virtust sýna að tryggur meirihluti almennra fylgjenda Sjálfstæðisflokksins vildu að flokkurinn gengi alla leið í endurnýjun sinni og sinna vinnubragða.
En tveir mjög stórir gallar voru á þessu.
Í fyrsta lagi eru fylgjendur Sjálfstæðisflokksins í skoðanakönnunum ekki það sama og félagar í flokknum
Í öðru lagi eru fulltrúar á landsfundi ekki það sama og félagar í flokknum og félögum hans heldur hluti af meðlimum flokksins.
Á þetta benti ég í bloggi fyrir nokkrum dögum og nefndi dæmi um það, þegar þetta hefur komið mjög greinilega fram, svo greinilega að enda þótt almennir kjósendur flokksins hafi skiptst í jafnstóra hópa í einstökum málum, hefur hjarðhegðun á landsfundinum lýst allt öðru.
Greinilegt var frá upphafi á þessum landsfundi að það yrði erfiður róður að koma fram þeim helstu breytingum í lýðræðisátt og fleiri málum, sem ekki hugnaðist flokksforystunni, þeirri sömu flokksforystu og Hanna Birna minntist á í viðtalli eftir að úrslit urðu ljós.
Ýmsar lýðræðisumbætur í starfi flokksins, sem gerðar voru tillögur um, voru gerðar afturreka svo sem eins og þær að stuðningsmenn flokksins mætti taka þátt í honum án þess að vera valdir sem fulltrúar einstakra flokksfélaga.
Með því voru gefin skýr skilaboð: Hinn almenni stuðningsmaður, sem sýnist vera tilbúinn til að skipta um forystu, samanber fylgi Hönnu Birnu í skoðanakönnunum, skal ekki fá tækifæri til þess að koma inn á landsfund og styða hana eða aðra sem vilja of miklar umbætur eða breytingar í flokknum.
Davíð Oddsson hefur alla tíð stundað stjórnmál í anda Íslendingasagnanna, þar sem menn tókust á, voru annað hvort vinir eða óvinir, tryggir eða ótryggir.
Mér finnst afar ólíklegt að hann hafi verið hrifinn af samsvinnustjórnmálunum, sem Hanna Birna kom á í borgarstjórn Reykjavíkur og ekki litist á að slík grundvallarbreyting á starfsaðferðum í stjórnmálum færi út í landsstjórnmálin.
Davíð hélt vel samda og vel flutta ræðu á fundinum og lumar enn á gömlum sjarma og ljóma töframanns í stjórnmálum sem virtist falla betur í jarðveginn á þessum landsfundi en hinum síðasta, enda ræðan nú mun ljúfari að hlýða á fyrir hinn flokksholla Sjálfstæðismann, "sem vill græða á daginn og grilla á kvöldin" en ræða hans fyrir rúmum tveimur árum.
Jóhanna Sigurðardóttir tapaði fyrir sitjandi formanni Alþýðuflokksins fimmtán árum áður en hún síðan varð bæði formaður þess flokks og forsætisráðherra, en það var meiri frami en formaðurinn, sem felldi hana forðum, náði.
Í bardagaíþróttum verða menn ekki meistarar fyrir það eitt að sigra sem oftast heldur jafnvel fremur fyrir það hvernig þeir vinna úr ósigrum.
Framtíð Hönnu Birnu í stjórnmálum þarf ekki að vera óráðin, eins og hún segir, ef hún sjálf trúir á það að hún hafi í sér þann hæfileika sanns meistara, að geta unnið þannig úr ósigrum sínum að það snúist upp í sigur, þótt síðar verði.
Vísasti vegurinn til þess að hún hverfi inn í söguna sem "tapari" er sá að henni fallist nú hendur og dragi sig í hlé. Þá er 100% öruggt að hennar tími muni aldrei koma.
Nú reynir á hana, miklu fremur en ef hún hefði sigraði í formannskosningunum.
Flokkurinn hennar var ekki tilbúinn en hver veit nema hann kunni að verða það síðar.
Miðað við frammistöðu hennar sem borgarstjóri ætti hún að eiga erindi í landsstrjórnmál, því að hugmyndir hennar um endurnýjun á viðhorfum til starfsaðferða í stjórnmálum eiga það.
Bjarni sigraði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru tæplega 100 þúsund manns í góðu meðalári. Telur þú að það sé raunhæft að halda málefnafund með slíkum fjölda og að skipa þessu fólki í nefndir til að útfæra einstök mál til stefnuyfirlýsingar flokksins?
Núverandi fyrirkomulag er það eina raunhæfa í stöðunni. Deildir flokksins um allt land er skipað fólki sem fórnar frítíma sínum í félagsmálastörf, hefur mikinn áhuga á stjórnmálastarfi og setur sig inn í mál. Þeir sem eru virkastir í þessu starfi koma eðlilega helst til greina sem landsfundarfulltrúar. Fólkið í deildunum býður sig fram ef það vill komast á landsfund. Ef margir eru um hituna eins og gjarnan er í fjölmennum deildum, er kosið um það hverjir komast á fundinn. Í fámennari deildum á smærri stöðum er næstum sjálfgefið hverjir fara sem fulltrúar viðkomandi deilda.
Að hrúga fólki inn af götunni í svona starf, hentar e.t.v. vinstriflokkunum og umhverfissamtökum. Sjálfstæðisflokkurinn vinnur hins vegar skipulega og markvist að sinni stefnumótavinnu.
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.11.2011 kl. 00:44
... stefnumótunarvinnu
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.11.2011 kl. 00:48
Það er sama hvað þú skrifar hér mikið um Hönnu Birnu og Sjálfstæðisflokkinn, Ómar, það er sorglegra en tárum taki, að maður eins og þú hafi gengið til liðs við óþjóðhollasta flokk landsins í allri lýðveldissögunni: Samfylkinguna.
Jón Valur Jensson, 21.11.2011 kl. 01:02
Hanna Birna er með tæpan helming Sjálfstæðismanna á bak við sig, því skyldi haldið til haga.
kv.Guðrún María.
Guðrún María Óskarsdóttir., 21.11.2011 kl. 01:21
Dolitið skrítið að heira samfylgingarmann eins og þig Ómar tala svona tungum tveim!!!!!!!!Kveðja
Haraldur Haraldsson, 21.11.2011 kl. 01:30
Guðrún, enda er hún öflugur forystumaður. Það er ólíku saman að jafna, mannvali Sjálfstæðisflokksins eða mannleysum vinstriflokkanna
Gunnar Th. Gunnarsson, 21.11.2011 kl. 02:20
4flokksmenn að karpa.. .Krakkar, 4flokkurinn ykkar sukkar, þið sukkið líka ef þið hangið í þessu rugli; Þið eruð að sýna öllum að þið eruð fávitar ef þið hengið ykkur á þessa flokka fáránleikans
DoctorE (IP-tala skráð) 21.11.2011 kl. 10:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.