Landgræðsla íslenskrar menningar.

Hvorki tunga lands okkar né gróður fá staðist við óblíðar aðstæður ef ekki er stundað ræktunar- og varnarstarf sem miðar að viðhaldi þeirra og vexti.

Landgræðsla Íslands hefur fengið margs kyns viðurkenningu frá erlendum þjóðum fyrir það merka þjóðþrifastarf sem hún hefur unnið, vegna þess að það hefur sýnt að ná má árangri víðar með því að nota þær aðferðir sem hér hafa reynst vel.

Þett hefur reynst Landgræðslunni og okkur mikivægt til að standa enn betur varðstöðuna og við að þróa nýjar aðferðir til þess að ná árangri, svo sem með alþjóðlegum landgræðsluskóla. 

Nú hafa Vigdís Finnbogadóttir og stofnun hennar fengið svipaða viðurkenningu og er það mikið gleðiefni.

Það má heyra þær úrtöluraddir sem telja það búrahátt og heimóttarskap að rækta tungumál, sem fáir tali, og að nær sé að steypa öllum tungumálum heims saman í eitt og afleggja "úrelt" tungumál. 

Sýna beri víðsýni í stað þess að horfa inn á við eins og gamalt afdalafólk, sem loki sig af og einangri sig með úrkynjað mál. 

Það skondna við þennan málflutning er það að herma fákunnáttu og þröngsýni upp á fólk eins og Vigdísi Finnbogadóttur og Eið Guðnason, sem bæði eru afar vel að sér í erlendum tungumálum og hafa starfað í mörgum löndum og öðlast við það víðari sjóndeildarhring en flestir aðrir. 

Það er menningarrækt fólgin í því að hlúa að og styrkja hinar litskrúðugu þjóðtungur heimsins og virða þau miklu verðmæti sem þær hafa skapað. 

Þörf málræktar hér heima blasir daglega við. Ég leit til dæmis rétt áðan í blað og sá í fyrirsögn í dagblaði að fyrirbrigðið kýr var kallað kú. 

Og í hádegisfréttum á Bylgjunni nýlega var hvað eftir annað talað um að menn hefðu skotið ær Björns Bjarnasonar, en síðar í fréttinni kom í ljós að þetta var aðeins ein ær en ekki margar, og að gangnamenn höfðu skotið á Björns. 

Þannig blása stormar um íslenskt mál og fleiri þjóðtungur sem eiga í vök að verjast fyrir ágangi andvaraleysis og ofdekurs á aðeins einu tungumáli, ensku. 

Í útvarpsþætti í gær gat þáttastjórnandinn ómögulega kallað Emmyverðlaunin því nafni, heldur þurfti endilega að sýna hvað hann væri klár í ensku og sagði með alveg sérstaklega ýktri áherslu á síðasta atkvæðinu: "Emmy awards".  Ekki nógu fínt að segja Emmyverðlaun.

Skömmu síðar kom hann þó upp um kunnáttuskort sinn í ensku þegar hann bar vitlaust fram nafn ensku borgarinnar Norwich og sagði "Norrvidds" í stað þess að bera það rétt fram: "Norids" eins og gert er þar í landi. 

Þetta samsvaraði því að bera nafn borgarinnar New York fram: Nevjork. 

 

 

 

 


mbl.is Fær vottun UNESCO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég yrði nú bara þakklátur ef skólakerfið tæki það upp að kenna fólki muninn á samsettum og ósamsettum orðu á ný.  Það fer óendanlega í taugarnar á mér að sjá jafnvel fyrirsagnir þar sem samsett orð eru slitin sundur. Þetta er faraldur hérna.

Annars þurfa menn ekki annað en að glugga í fésbókina til þess að sjá að íslendingar kunna ekki sitt eigið tungumál. Allavega reiknast mér til að svo sé með 75% þeirra sem þar tjá sig.

Ég yrði þó sáttur til að byrja með ef fólk færi að líma saman samsettu orðin okkar aftur og hætti að skrifa utanríkis ráðuneytið, náttúru vernd, appelsínu börkur og þaðan af verra...

Jón Steinar Ragnarsson, 21.11.2011 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband