Úr hreppstjórans rúmum 30 árum síðar.

Gleraugnafundur, sem greint er frá á mbl.is á sér hliðstæðu frá fyrri tíð, sem ef til vill er enn merkilegri.

Í kringum 1920 var Jónatan Líndal á ferð um Holtastaðafjall sem er fyrir ofan kirkjustaðinn Holtastaði í Langadal.

Í ferðinni datt forláta vasaúr af honum og fannst ekki, enda ekki vitað nákvæmlega hvar þetta hafði gerst.

Liðu siðan árin og áratugirnir en þegar komið var á fjórða áratug frá því að úrið hafði týnst, fannst það fyrir tilviljun uppi í fjallinu. 

Jónatan hreppstjóri opnaði ryðgað hulstrið sem var utan um úrið og viti menn, það var alveg heilt þar inni í og gekk eins og ekkert hefði í skorist. 


mbl.is Fann gleraugun á reginfjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver sá um að trekkja upp úrið allan þennan tíma,sem það lá á víðavangi.þegar hann opnar hulstrið gekk úrið samkvæmt lýsingu þinni.Eða var það drifið af rafhlöðu eða sjálftrekkjandi?

Þorgrímur (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 20:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband