Hinir nýju möguleikar farsímans.

Farsíminn var næsta einfalt tæki þegar hann kom fyrst fram. Þetta var stórt og þungt tæki í tösku, sem gerði mann skakkan þegar maður bar þennan hlunk.

Margir gerðu grín að því þegar ég var að rogast með þetta daginn út og daginn inn, en það er löngu liðin tíð. 

Smám saman eru skilin á milli farsíma, tölvu, ljósmyndavélar. hljóðupptökuvélar og kvikmyndatökuvélar að þurrkast út. 

Heilu kvikmyndirnar eru teknar á ljósmyndavélar og bestu snjallsímarnir eru með myndavélar, sem ná allt að 12 milljón pixlum í ljósmyndatöku. 

Þegar farsíminn er nothæfur til allra fyrrnefndra verkefna er það ekkert annað en bylting sem skilar til dæmis auknu öryggi og sönnunarmöguleikum eins og fréttinn um einelta nemandann ber með sér, en líka miklum möguleikum til að njósna og "stela" efni. 

Jákvæðu hliðarnar eru auðvitað yfirþyrmandi svo að gallarnir verða að smámunum. 


mbl.is Tók mynd af einelti kennarans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Get nú ekki að því gert Ómar minn, en mér finnst einhvernveginn eins og gallarnir ætli að verða fleiri en kostirnir. Mannskeppnan er jú þeiiri ónáttúru gædd, að geta sjaldnast höndlað sjálfa sig.

Halldór Egill Guðnason, 22.11.2011 kl. 03:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband