Hitler "fell in command post".

Tilkynning um lát Adolfs Hitlers 1945 var orðuð svo að hann hefði fallið þar sem hann varðist sókn Rússsa, staddur í varðstöð hersins í Berlín.  "Fell in command post" var orðalagið í enskum blöðum, þýtt af þýsku í orðsendingu yfirvalda nasista yfir á ensku.

Hið sanna kom hins vegar fljótlega í ljós. Hitler, sem hafði fengið heiðursmerki í fyrri heimsstyrjöldinni fyrir góða frammistöðu sem liðþjálfi, lýsti því yfir að hann myndi berjast með vopn í hendi með hermönnum sínum þar til yfir lyki í orrustunni um Berlín í sama anda og hann barðist sem ungur maður. 

Í stað þess að hann félli í skotbardaga þar sem hann varðist vasklega í varðstöð hersins, tók hann aldrei upp vopn, hvað þá að hann færi upp úr byrgi sínu til að berjast, heldur dvaldi hann þar í þægilegu öryggi, farinn að kröftum, stjórnaði ímynduðum herjum og tók að lokum byssu í hönd til að stytta sér aldur. 

Yfirllýsingin um dauða Kim Jong-il, einvalds Norður-Kóreu, er að sjálfsögðu tilbúin í landi, þar sem alræðisstjórnin ræður hverju sem hún vill, líka því hvaða upplýsingar eru gefnar um hvaðeina, án þess að þurfa að hafa áhyggjur af eftirliti eða gagnrýni innanlands. 

Og vegna þess hve landið er kyrfilega lokað fyrir umheiminum er sama aðferðin notuð varðandi upplýsingar til annarra þjóða. 

Í Norður-Kóreu eru einhverjar verstu fangabúðir heims með minnst hálfa milljón fanga sem búa við verri kost og meiri kúgun og illa meðferð en dæmi finnast um. 

Gervihnattamyndir eru nokkurn veginn það eina sem getur að litlum hluta gefið upplýsingar um það sem er að gerast í þessu landi grímmra harðstjóra. 

Þær hafa sýnt sífelldan vöxt fangabúða landsins síðustu árin og vitnisburðir þeirra örfáu, sem hafa sloppið þaðan lifandi, eru hræðilegri en orð fá lýst.

Ef það sama gerist einhvern tíma í Norður-Kóreu og gerðist í Þýskalandi, að stjórnin falli og ormagryfjurnar verða opnaðar, má óttast það að svipuð ummerki um glæpaverk ráðamanna muni koma þar upp á yfirborðið og gerðist í Þýskalandi eftir fall Hitlers. 

 


mbl.is Efast um að Kim Jong-il hafi dáið í lestinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

“Um Mitternacht gab der Deutsche Rundfunk dem Deutschen Volke in ernster, feierlicher Form die Kunde, dass unser Führer Adolf Hitler gestern in seinem Befehlsstand in der Reichskanzlei bis zum letzten Atemzug gegen den Bolschewismus kämpfend für Deutschland gefallen ist.“

 

Þessa frétt mátti heyra í “Reichssender Berlin”, 2. maí 1945, kl 7 að morgni.

 

Hitler tók fyrst Zyankali (Kaliumcyanið), áður en hann skaut sig.

“Doppelt genäht hält besser”

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.12.2011 kl. 20:30

2 Smámynd: el-Toro

allstaðar skal Hitler troðið inn í aðstæður sem er fólki dulið.

en svona upp á djókið.  hefur einhver lesið og skoðað pælingarnar á bakvið bókina Grey Wolf eftir þá Gerrard Williams and Simon Dunstan?

það litla sem ég hef lesið gefur tilefni til getgátna um örlög Hitlers.

el-Toro, 21.12.2011 kl. 22:08

3 Smámynd: Daníel Sigurðsson

 Í Athugasemd Hauks Kristinssonar hér að ofan kemur fram hin upprunalega og rétt orðaða tilkynning eins og hún hljóðaði í "Reichssender Berlin". Hin enska tilvitnun sem Ómar Ragnarsson styðst við er ónákvæm og jafn vel allt að því útúrsnúningur.

Neðanjarðarbyrgi Hitlers ("Der Bunker") í Berlín, þaðan sem fyrirskipanir hans voru sendar á síðustu vikum stríðsins, var þegar þarna var komið sögu í raun stjórnvarðstöð ("Befehlstand" á þýsku; "Command Post" á ensku).

Þar sem ég kann Þýsku ágætlega langar mig að benda á að meiningin í seinni hluta þýska textans gæti verið á þá leið að  í gær hafi Adolf Hitler, sem háði baráttu gegn Bolsévismanum fyrir Þýskaland í stjórnstöð sinni í Kanslarahöllinni til síðasta andardráttar, fallið.

M.ö.o. þá bar upphaflega fréttin um andlátið ekki endilega í sér að Hitler hafi barist þarna með vopn í hendi heldur stjórnað baráttuaðgerðum.

Í þ.s.b. er rétt að benda á að hin fræga bók Hitlers 'Mein Kampf' ber ekki að þýða 'Bardagi minn' , heldur 'Barátta mín'Það er hins vegar lauk rétt að í þýsku tilkynningunni var þagað yfir því að Hitler hafi framið sjálfsmorð, sem var raunin, skömmu áður en rússneskir hermenn hertóku byrgið.

Daníel Sigurðsson, 22.12.2011 kl. 04:31

4 identicon

Ásamt því að pína frauku sína til hins sama.....

Annars er þetta liðlegur texti, og vel hægt að túlka hann á þann veg að Hitler hafi fallið í átökum.

"Zum letzten Atemzug....gefallen ist" Upp á Íslensku gæti maður skreytt og sagt til síðasta blóðdropa.

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 09:09

5 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Til að draga sem réttastan lærdóm af mannkynssögunni er mikilvægt að men leitist við að grafast fyrir um hið rétta, burt séð frá því hvort mönnum líkar hið sanna eða ekki, en því miður er það oft hægara sagt en gert. 

Í athugasemdinni hér að ofan nr. 4 segir:"Ásamt því að pína frauku sína til hins sama.."   Þetta er fjarri sanni því þvert á móti hvatti Hitler Evu Braun til að yfirgefa Berlín áður en það yrði um seinan, sem hún og gerði. Hún sneri hins vegar fljótlega aftur frá München til Berlínar rétt áður en allar dyr lokuðust, enda hafði hún þá af fúsum og frjálsum vilja ákveðið að deyja með Hitler. 

Daníel Sigurðsson, 22.12.2011 kl. 20:50

6 identicon

Tja, það er rétt. En bara einn er til vitnis um síðustu mínútur Evu, og það er kallinn sjálfur.

Djöfuls ofstækið í þessu liði annars. Magda Göbbels, maður lifandi.

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.12.2011 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband