Hver er forsagan ?

Hver er forsaga afstöðu Íslendinga til ríkja Ísraels og Palestínumanna síðustu 65 ár?

Íslendingar skipuðu sér í fararbrodd þeirra þjóða innan Sþ sem stóðu að þeim Salómonsdómi 1948 að skipta Palestínu á milli Gyðinga og annarra, sem áttu heima í landinu. 

Samúð þjóða heims var mikil með Gyðingum eftir Helför nasista á hendur þeim og enda þótt Gyðingar hefðu beitt hryðjuverkum þegar þeir þrýstu á um að fá stofnað eigið ríki í Landinu helga, bar Thor Thors sendiherra Íslands hjá Sþ tillögu varðandi stofnun tveggja ríkja sem var samþykkt og Ísraelsríki stofnað 1948. 

Má segja að Íslendingar hafi verið í hópi guðfeðra Ísraelsríkis. 

Íslendingar hafa alla tíð verið í góðum tengslum við Ísraelsmenn og buðu til dæmis Ben Gurion forsætisráðherra þeirra hingað til lands þegar á sjöunda áratugnum. 

Síðar kom Golda Meir líka til Íslands. 

Íslendingar voru Ísraelsmönnum velviljaðir í styrjöldunum 1948, 1967 og 1973 þegar allir hinir arabísku nágrannar þeirra sóttu að þeim. 

Í sex daga stríðinu 1967 hernámu Ísraelsmenn vesturbakka Jórdanár og hafa viðhaldið því hernámi síðan. 

Á þeim 45 árum, sem síðan hafa liðið, hafa Ísraelsmenn stofnað landnemabyggðir í hinu hernumda landi og alls hálf milljón Gyðinga hefur komist þar inn, þvert ofan í alþjóðalög og samþykktir Sameinuðu þjóðanna. 

Auk þess er unnið skipulega að því í Jerúsalem að ná eignum Palestínumanna úr höndum þeirra og var aðferðinni lýst býsna vel í þættinum "60 míntur" á sínum tíma. 

Ekki er hægt að sjá hvernig það geti flokkast undir Gyðingahatur að gagnrýna þetta framferði Ísraelsmanna, heldur er einfaldlega verið að halda því fram í fullu samræmi við feril málsins frá upphafi, að Ísraelsmenn fari eftir samþykktum Sameinuðu þjóðanna. 

Heldur er ekki hægt að flokka það undir Gyðingahatur þótt Íslendingar séu á ný í fararbroddi við það sama verk og þeir unnu að í upphafi fyrir 65 árum að í landinu verði tvö sjálfstæð ríki.

Forsetafrú okkar er Gyðingur en gera verður greinarmun á þjóðerninu og því að vera Gyðingatrúar en í okkar landi ríkir trúfrelsi og hvorki Múslimar né Gyðingartrúarfólk eiga að þurfa að óttast neitt af okkar hálfu. 

Að vísu hefur það breyst síðan 1948 að Ísraelsríki verður meira en tvöfalt stærra en það var eftir skiptinguna í upphafi þannig að erfitt er að sjá að Íslendingar hafi með stuðningi við stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna hallað á Ísraelsmenn með afstöðu sinni. 

Íslendingar eru friðsöm þjóð. Hvorki Gyðingar né Palestínumenn, sem hér búa, ættu að þurfa að vera í felum eða óttast andúð í okkar landi. 


mbl.is Efast um ótta gyðinga hérlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar,
Jafn ánægjulegt og það er að lesa blogg þitt um málaflokka sem þú hefur vit á (sparneytna smábíla, rallakstur, vísna-og dægurlagatextagerð, hnefaleika, kynlega kvisti, o.s.frv) , jafnvel þá bestu og yfirgripsmestu þekkingu sem völ er á í vissum tilfellum (mögulegir lendingarstaðir smáflugvéla á Íslandi, hálendi Íslands, og verndun þess gegn vikjanafíklum) , þá er það jafn hvimleitt að lesa innantómt hjal þitt um málaflokk sem þú hefur bersýnilega ekkert kynnt þér umfram aðra, nefnilega málefni Miðausturlanda almennt, og sérstaklega Ísraels og Palestínu.
Þú ert augljóslega vel lesinn um sögu seinni heimstyrjaldarinnar, og einnig afleiðingar hennar og sögu eftirstríðsáranna, þú hefur alþjóðastjórnmál fimmta og sjötta áratugarins, fram yfir Kennedy-árin á hreinu, en síðan gerist áhugi þinn endasleppur og virðist eftir það einskorðast við innanlandsstjórnmál, Viðreisnarstjórnin o.s.frv eiga hug þinn allan og þú getur rakið allar stjórnarmyndunartilraunir allt fram á þennan dag.
En þegar kemur að málefnum Miðausturlanda,eins og áður er getið,  þá er innsæið, þekkingin, skilningurinn og vitneskjan engin: þú lætur þér nægja að hefja upp sömu marklausu rulluna og krataráðherrararnir í utanríkisráðherrastóli (Nonni Bald, Sollan, Össurið),  læknirinn með messíasarkomplexinn og hans söfnuður, og síðast en ekki síst fréttastofa RÚV, þar sem þú ólst mestallan þinn starfsaldur, og hefur nú í meira en fjóra áratugi hellt yfir landslýð þvílíkum einhliða áróðri að jafnast helst á við heilaþvott, og margir hafa tjáð sig um í blaðagreinum hvernig slíkur ófögnuður getur haldist uppi á opinberri stofnun sem skylt er samkvæmt lögum að gæta hlutleysis í fréttaflutningi sínum.
Að undanförnu hafa margir hafa vinsamlega bent þér hér á þínu bloggi að láta þennan málaflokk algerlega eiga sig.  En því miður án árangurs.  
En akkúrat núna stendur vel á: Réttast væri hjá þér að strengja þess áramótaheit að fjalla framvegis eingöngu á bloggi þínu um menn og málefni sem þú hefur vit á en láta allt annað liggja milli hluta.





Björn Jónsson (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 11:41

2 identicon

@Björn Jónsson

Er manninum ekki frjálst að halda úti sýnum skoðunum á eigin bloggi lengur, sama hversu vitlausar þær mega vera.  Ef að þú ert ekki sammála Ómari er þá hið eina rétta að þagga bara niður í honum þangað til hann er sammála þér?

Stebbi (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 11:50

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Forsagan er flókin og oft er mjög flókið mál einfaldað.

Með viðurkenningunni á dögunum erum við að leggja þá kvöð á Palestínumenn að þeir verði að haga sér í samræmi við góðar venjur og siði meðal þjóða. Því miður hefur verið mikil brotalöm á friðarferlinu á undanförnum árum og er þess vegna verðugt að skoða nýlega yfirlýsingu núv. forsætisráðherra Ísraels skömmu fyrir jól um að enginn friður sé í augsýn næsta áratug. Þetta er sami maðurinn og átti þátt í að hverfa frá friðarferlinu, friðarsamningunum milli Ísrael og Palestínu en hann var tilefni að sitt hvor maðurinn í Ísrael og Palestínu, Raben og Arafat voru handhafa friðarverðlauna Nóbels á sínum tíma. Þegar skortur er á samningsvilja þá er ekki von á góðu.

Því miður eru það hergagnasalar og aðrir áþekkir aðilar sem kappkosta að koma í veg fyrir frið. Friður og vinsamleg sambúð meðal þjóða er sem eitur í þeirra eyrum. Þeir vinna leynt og ljóst að því að uppræta hvers konar viðleitni að bera klæði á vopnin.

Tortryggni og hatur milli þjóða og þjóðfélagshópa er oft afleiðing hroka sem oft byggist á menntunarskorti. Aukinn skilning á milli þjóða og hópa ber að efla en ekki sá tortryggni og hatri eins og oft er því miður of mikið gert af.

Góðar stundir!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 27.12.2011 kl. 12:08

5 identicon

Ómar fer hér með rétt mál, eins og jafnan áður. Björn, líttu þér nær áður en þú sakar Ómar um fáfræði.

Þorvaldur Örn (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 14:35

6 identicon

@Björn Jónsson. 

Talandi um innantómt hjal... Þú segir nákvæmlega ekkert um viðfangsefnið heldur ferð mikinn í gagnrýni á Ómar.  Það kallast ad hominem og er yfirleitt kostur rökþrota einstaklinga.   

Fáfræðin á sér margar hliðar. Notkun ad hominem sýnir eina þeirra.

Þegar staðreyndirnar eru á móti þér þá beyttu fyrir þig lögunum. Þegar lögin eru á móti þér þá beyttu fyrir þig staðreyndunum. Þegar staðreyndirnar og lögin eru á móti þér þá berðu í borðið.  Þú ert að berja í borðið.  

Þór Melsteð (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 17:03

7 identicon

Takk Ómar fyrir þessi skrif,
mörgum finnst þó sanngjarnt að nefna þau svæði sem Ísraelsmenn hafa TEKIÐ án samkomulags við fólkið sem fyrir er/var - "landTÖKUbyggðir" en ekki "landNÁMS-"

Ágæti Björn Jónsson

Gott væri ef þú skrifaðir og fræddir okkur hér um hið sanna og rétta í málinu eftir gagnrýni í bloggið hans Ómars.
Það er svo lítils virði og alls engin fræðsla fólgin í því að segja e-n fara með rangt mál, - án þess þá að geta hins rétta.


Ég, og sennilega fleiri, er það fáfróð um "málefni Austurlanda nær" að ég tók skrif síðuhafa sem nýju neti og treysti því sem þar stendur - nema ég er ekki svo pen að kalla landTÖKUbyggðir Ísraelsmanna 'landNEMAbyggðir'.

Ekki tek ég nærri mér að heyra/lesa sannleikann, þar sem ég tengist hvorugum hópinum neinum sterkum böndum. Hef reyndar verið þeirra ævintýra aðnjótandi að fá að heimsækja nokkur lönd á umræddum svæðum og aldrei mætt nema alúð frá hinum almennu borgurum, þótt það segi svo sem ekki neitt um valdabrölt og ofbeldi þeirra sem stjórna og/eða vilja stjórna.
Með velvild og virðingu/ey

Eygló Yngvadóttir (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 22:58

8 identicon

  Thad eiga engir ad fjalla um malefni Mid-Austurlanda adrir en their sem stydja Zionista gagnrynislaust.  Annad er gydingahatur. 

Thor (IP-tala skráð) 27.12.2011 kl. 23:44

9 identicon

Lesið  bókina" Helstu átaka svæði í heiminum" eftir Jón orm halldórsson,,þar er þetta flókna mál tíundað hvað best.  --EN SAMSKIFTA KREPPAN ÞARNA FYRIR SUNNAN  HELD ÉG AÐ HEFUR VERIÐ ÞAÐ AÐ PALÍASTÍNU MENN KENNA BÖRNUNUM SÍNUM með hrópum og köllum  AÐ ÞEIRRA ÆÐSTA MARkMIР SÉ GJÖREYÐING ÍSRAELS RÍKIS.  En málstaður palestínumanna er líka sterkur því ísraelsmenn hafa aldrei farið eftir neynum samþykktum sameinuðu þjóðanna síðan 1948  , ekki síðan þeir dróu herinn burtu frá sínaskaga 1973,,en það var ekki stríð sem þeir Þ.E.  ÍSRAELSMENN byrjuðu EKKI(.YON KIPPUR  )En ég held að það þýði ekkert að nota GAMLAN SKILNING  til að dæma ástandið þarna , síðastliðinn ´15 ár hafa  þessi tvö þjóðfélög BREYST  MIKIÐ!!! ,,, þannig að kannskI er flötur á að LENDA HALDBÆRUM SAMNINGI  núna .En fyrir okkur íslendinga til skilnings þarf  staðar fróða menn sem raunverulega skilja þetta flókna friðarferli þessara tveggja þjóða.EN Ég MÉR FINNST  að skilningurinn Á ÁSTANDINU  sé ekki mikill hérna heima Þ.E . HVAR VANDAMÁLIÐ RAUNVERULEGA LIGGUR!!!HVAÐ ÞÁ  LAUSNIN.

droplaugur (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband