Stórvirkasta moksturtækið: Eldhúskústur.

 IMG_2604

Stórvirkasta snjómoksturstæki landsins þegar snjór er í formi mjallar og laus í sér, er ekki stóra vélknúna mokstursskóflan, ekki snjóskóflan, heldur - ótrúlegt en satt, - eldhúskústurinn, sjá mynd sem ég ætla að setja með þessum bloggpistli. IMG_2602

IMG_2610 IMG_2600

Fullyrðing mín um "stórvirkasta" tækið byggist á því að í tíð eins og nú er gætu tugir þúsunda Íslendinga verið að störfum með eldhúskústinn á sama tíma.

Mín reynsla af eldhúskústinum er sú að alla jafna gefur hann 4-5 sinnum meiri afköst við hvers kyns snjómoktur, bæði við að sópa snjó á jörðinni og líka við að sópa af bílum, einkum af vélarhlífum, framrúðum og þökum.

Að sópa sér leið er álíka fljótlegt og að sópa eldhúsgölf.

Notkun eldhúskústsins er ekki uppgötvun mín hvað varðar snjóhreinsun hér í blokkinni, heldur hinnar "hagsýnu húsmóður", konu minnar, Helgu Jóhannsdóttur.

Ég hló að henni þegar hún benti mér fyrst á að nota kústinn, en ég hló ekki lengi.

Kústurinn er liprari en skófla vegna þess hvað skaftið er langt, - maður þarf ekki að bogra eða lyfta neinu, og í sumum tilfellum getur hún leyst nær allt málið, líka að skafa af rúðum.

Það er hægt að beita kústinum að vild þannig að hann rispi ekki en raunar gerir hann það sjaldanst þegar undirlagið er hrím.

Nú í morgun tók það mig örskotsstund að moka gönguleið í gegnum snjóskaflana marga tugi metra með "þarfasta þjóninum", eldhúskústinum.

Úrslitum réði hvað kústskaftið er langt og hvað hægt er að veifa kústinum ótt og títt.


mbl.is Snjóþyngslin minnka Hraunbæinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband