Hægt að finna lausnir fyrir "hina illa staðsettu".

Sama sagan er að gerast um alla borgina. Vegna ófærðar og þess að víðast hefur í raun ekki verið höfð um hönd snjóhreinsun, heldur snjósöfnun, þ. e. snjónum safnað og ýtt upp í háa ruðninga og hrúgur, sem taka mikið rými, hafa margir bílstjórar neyðst til að skilja bíla sína eftir "á óæskilegum stöðum".

Eina varanlega lausnin á þessu er að flytja snjóinn í burtu, ekki safna honum saman.

En þá kemur til sögunnar hinn margumtalaði skortur á moksturstækjum.

Huga þarf þá að næstskástu lausninni, að því hvort ekki sé hægt að bæta úr þessu að einhverju leyti með því að búa til kerfi bílastæða, svæði sem rudd væru sérstaklega í hverju hverfi fyrir bíla, sem ekki geta verið á heimastæðum sínum og gætu bíleigendur farið með þá þangað.

Einhvers staðar verða vondir að vera. Ekki gengur að skylda bíleigendur til þess að hafa bíla sína innilokaða dögum saman í bílastæðum sínum af því að þeir verði fyrir ef eigendurnir moka þá út og reyna að koma þeim fyrir annars staðar.

Sem dæmi má nefna að í hverfinu sem ég bý í er löng röð bílastæða á húsagötu Háaleitisbrautar meðfram graseyju.

Mokað er úr götunni yfir í þessi bílastæði sem þar með verða gagnslaus.

Í staðinn ætti að opna þessi bílastæði með því að moka líka úr þeim yfir á graseyjuna sem enginn notar.

Svipaðar lausnir gætu fundist víðar um borgina ef vilji væri fyrir hendi.

Síðan er annar handleggur sem er sá að allar gangstéttir og gönguleiðir eru ófærar gangandi fólki einkum þar sem þar sem háum snjóruðningum hefur verið safnað inn á þær.

En þá er bara að taka fram stígvélin og vaða að bílnum.


mbl.is Illa staðsettir bílar tefja hreinsun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tvennt sem mér finnst ástæða til að hnykkja á í framhaldi af ágætum pistli Ómars. Í fyrsta lagi er það sem hann ýjar að með gangstíga og sá leiði siður sem víða er við hafður að nota þá fyrir snjó, sem mokað er af bílvegunum. Í öðru lagi finnst manni ástæða til þess fyrir skipulagsyfirvöld, hvar sem er á landinu reyndar þar sem þéttbýli er, að ætla rými fyrir þann snjó, sem þarf að moka af götum á Íslandi, því Ísland er nú hvað sem franskmenntuðum arkitektum finnst um það, norður undir heimskautsbaug. Einnig að skipuleggja gatnakerfi, íbúðargötur og botnlanga þannig, að hægt sé að moka út úr þeim, en víða háttar þannig til að það er hreinlega ekki hægt. Fer ekki fleiri orðum um þetta að sinni, þótt hægt væri.

Þorkell Guðbrandsson (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 12:50

2 identicon

Varðandi hönnun gatnakerfisins. Þetta er nú nærri örugglega mjög sérstakur vetur, óvíst að þeir verði svona snjóþungir næstu árin eða áratuginn.

(Vona að þessi ummæli verði ekki eins röng og hjá manninum sem sagði við Bítlana að gítarhljómsveitir væru komnar úr tísku)

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 13:23

3 identicon

Þetta er ekkert meiri eða verri vetur en hafa þekkst, síðasti áratugur hefur hins vegar verið óvenju snjóléttur!

Karl J. (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 14:49

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ómar, þú skrifar "mokað er úr götunni...". Réttara væri að segja "grýtt er úr götunni".

Snjóruðningtækin á fullri ferð grýta nefnilega salt- og tjöruóþverranum yfir bílana í bílastæðunum til hliðar með tilheyrandi lakkskemmdum. Sjálf bý ég þannig sett með bílastæðið og fyrir utan lakkskemmdirnar á bílnum, hafa bæði ljósagler og hliðarspeglar verið brotin, sjálf öryggistæki bílsins. Svo ekki sé nú talað um örlög pústkerfisins þegar reynt er að brölta á bílnum yfir salt- og tjörukleprahryggina.

Ef aðeins yrði sýnd sú tillitssemi að moka og ýta snjóblöndunni af götunni framhjá bílastæðunum þá yrði okkur bíleigendum strax léttara að hreinsa hreinan snjó frá bílunum sjálfum.

Kolbrún Hilmars, 26.1.2012 kl. 15:27

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hlýnun  loftslags getur komið fram í veðri eins og verið hefur í vetur ef marka má nýjar rannsóknir sérfræðinga.

Ástæðan er svipuð og sást í Noregi á fyrstu árum hlýnunar. Þá voru miklu meiri snjóalög á hálendinu þar en venjulega en vegna þess hve sumrin voru hlýrri en fyrr, voraði fyrr og haustaði seinna, var bráðnunin svo mikil að jöklar héldu áfram að minnka.

Nú telja þeir að vegna hlýrri sumra stígi meiri raki upp í lofthjúpinn en áður og hann skili sér á veturna í aukinni úrkomu, og þá í formi snævar þegar hiti er nálægt frostmarki eða fyrir neðan frostmark.

Ómar Ragnarsson, 26.1.2012 kl. 16:42

6 identicon

Ekki að það sé auðskilið fyrir leikmenn að spá í veðrið, en mér skilst á bloggi Trausta að þessi snjór sem nú fellur sé raki sem kalt loft frá Kanada, "sogaði" í sig á leið sinni yfir hafið. Semsagt nokkurra daga gamalt ferli. En ekki vegna almennt meiri raka í lofthjúpnum.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 17:12

7 identicon

Sæll Ómar.

Það er langt síðan staðið hefur verið jafn illa að snjómokstri hjá Reykjavíkurborg og nú í vetur. Það vita allir sem hafa staðið í snjómokstri að ekki má sleppa því að moka eins og gerðist um daginn hjá Gnarrinum. Þá þjappast snjórinn undir bílunum, rásast síðan í dekkjaför þegar hlánar. Síðan frýs og dekkjaförin verða eins og bobsleðabrautir sem ekki er hægt að komast upp úr.

Annars er tækjabúnaðurinn hjá borginni sem notast er við ekki nægjanlega góður þegar snjóar mikið. Þeir hjá borginni hafa hvatt menn sem þjónusta þá með mokstur einungis til að fjárfesta í snjótönnum. Þá á ég við aðila s.s. traktorsgröfueigendur. Úti á landi þar sem menn eru vanari að eiga við snjó eru notaðar risa skóflur á traktorsgröfur og hjólaskóflur af ýmsum stærðum til að hreinsa snjó af og úr götum. Þessar skóflur eru smíðaðar úr níð sterku hardox stáli og er lítill efnismassi í þeim. Þær eru því mjög léttar að eigin þyngd. Traktorsgrafa sem er með 12 til 15 hundruð lítra malarskóflu ber 4 til 5 þúsund lítra snjóskóflu af þessari gerð. Á Ísafirði, Ólafsfirði, Sauðárkrók, Siglufirði eru menn að nota svona skóflur í snjómokstur til að hreinsa út úr götum, af torgum ofl. Skóflan tekur það mikið magn að hagkvæmt er að fara með hlassið 150 til 200 metra til að losa á svæði eða skot þar sem snjórinn getur verið. Nú eða moka snjónum á bíla, afköstin eru þá allt önnur vegna þess að bíllinn er ekki að taka nema 2 til 5 skóflur eftir stærð. Í stað þess að standa svona að snjómokstri er verið að senda tæki með tönn inn í íbúðargöturnar sinn eftir sinn juðandi sama snjónum fram og til baka. Lagið á þessum snjóskóflum sem ég nefndi, alla vega þeim sem Þröstur Marselíusson smíðar er þannig að skóflan með réttan gráðuhalla við jörð rúllar snjónum fram svo einna hellst má líkja því við heyrúllu á ferð. Með svona tæki er hægt að hreinsa út heilu göturnar á mjög stuttum tíma á hagkvæman hátt og allir ánægðir. Svona skóflur má smíða á kvaða tæki sem er. Það væri góð fjárfesting hjá borginni að láta smíða svona skóflur á sum af sínum eigin tækjum. Einnig að láta smíða nokkurn fjölda af skóflum passandi fyrir algengustu gerð af hraðtengjum á traktorsgröfum og minni hjólaskóflum sem þurfa ekki mikið athafnarými. Þessar skóflur er sían hægt að setja á vélar frá einkaaðilum sem þjónusta borgina með snjómokstur. Þetta eru frekar ódýr tæki í innkaupum og þurfa sáralítið viðhald. Góðar snjótennur aftur á móti eru dýr tæki í innkaupum og útheimta aukastjórnbúnað sem ekki er í öllum tækjum. Snjóskófluna er hægt að setja beint á og þarf engan aukabúnað. Það væri hægt að kaupa margar slíkar skóflur fyrir þann pening sem farið hefur í að juðast með sama snjóinn aftur og aftur í sömu götunum, en samt alltaf ófært!!!  

Rekkinn (IP-tala skráð) 26.1.2012 kl. 19:05

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þú hreifir hér við máli sem löngum hefur verið mér hugleikið.  Hér við Grundarfjörð gerðu menn alveg stórkostleg mistök. 

Brautin í gegnum bæinn heitir Grundargata og til þess að gera bæinn fallegri á sumrum þá var þessi gata gerð eins hlykkjótt og sérfræðingum í vega málum gat komið til hugar. 

Þess vegna kostar það ómælt tjón á gangstéttar brúnum og snjóruðningstækjum sem væntanlega á að vera okkur öllum til hagsbóta. 

Ljósastaurarnir og vegskiltinn standa svo beit upp úr götunni eða í besta falli á gangstéttarbrúninni, en eiga aauðvita að vera fyrir ofan gangstéttinna til þess að það sé hægt að riðja gangbrautirnar.  

Hrólfur Þ Hraundal, 26.1.2012 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband