5.2.2012 | 00:43
"How is the weather in Rome ?"
Hér í gamla daga var brosað að því á Sjónvarpinu þegar fréttastjórinn, Emil Björnsson, sem var ævinlega trúr uppruna sínum úr sveit, þar sem á hans æskudögum var flest eins og verið hafði í þúsund ár, átti símtal við forstjóra ítalska sjónvarpsins og hóf það svona: "Good afternoon. How is the weather in Rome?"
Af því að þetta var á þeim árstíma sem hlýtt er og staðviðrasamt í Róm þótti okkur þetta sveitalega íslenska ávarp kúnstugt.
En sé það rétt að 60 sem djúpur snjór sé í Róm, sem mér finnst nú reyndar ótrúlegt, - finnst frekar líklegt að þetta séu 16 eða 6 sm, þá hefði hið háíslenska ávarp átt við í dag.
Að lokum er rétt að geta þess að nafnorðið snjór beygist þannig: Snjór, um snjó, frá snjó, til snævar.
En líklega er til of mikils mælst að íslenskt fjölmiðlafólki skeyti mikið um slíka smámuni að geta ekki beygt jafn algengt orð og snjór er.
Herinn kvaddur til vegna snjós | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Málfarinu fer aftur í öllum fjölmiðlum, eitt dæmi kom fram í gær þar sem farþegi í bíl hafi verið klipptur úr bílnum en ekki bíllin klipptur af honum
Sigurður Haraldsson, 5.2.2012 kl. 06:44
Sæll Ómar,
hef grun um að þú sért kominn út á hálan ís varðandi beygingu á snjó.
Hef grun um að til séu nokkrar beygingarmyndir.
Skv. Árnastofnun er sú sem nefnd er í fréttinni fullgild:
http://bin.arnastofnun.is/leit.php?q=snj%C3%B3r
Freyr Ólafsson (IP-tala skráð) 6.2.2012 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.