Gæti orðið árlegt fyrirbæri.

Íslendingar hlutu silfurverðlaun í handbolta í Peking 2008 í því landi mannréttindabrota, alræðis og kúgunar sem Kína er.

Íslendingar sendu íþróttafólk á Ólympíuleikana í Moskvu 1980 á sama tíma sem þar var alræðisstjórn og mannréttindabrot, kúgun og fjöldi fanga við illan kost í Síberíu. Þar á ofan höfðu Rússar ráðist inn í Afganistan til að viðhalda kommúnistastjórn þar.

Nefnum nokkur lönd sem gætu unnið í keppninni og fengju að halda úrslitakeppni Evróvision því að í sambandi evrópskra sjónvarpsstöðva eru lönd þar sem mannréttindafbrot eru jafnvel daglegt brauð.

Síðast í gær börðu ísraelskir lögreglu- og hermenn Palestínumenn sem vildu gróðursetja tré á eigin landi, sem Ísraelsmenn halda hernumdu í berhögg við ályktun Sameinuðu þjóðanna.

Ástandið er víst ekki alls staðar beysið í löndum í austanverðri Evrópu varðandi mannréttindi.

Meira að segja í okkar landi ríkir ástand í sjávarútvegi sem mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hafa veitt okkur ákúrur fyrir án þess að neitt hafi verið gert með það.

Úrslit í Evróvision gætu orðið þannig nokkur ár í röð að menn veltu því fyrir sér hvort það ætti að hætta við úrslitakvöldið.

Nú er það svo að einhvers staðar liggur samt lína, sem menn sameinast um að draga.

Þannig var Suður-Afríka árum saman útilokuð frá alþjóðlegum samskiptum í íþróttum meðan Apartheid aðskilnaðarstefnan og kúgun blökkumanna ríkti þar.

Það verður því ætíð matsatriði hvenær stjórnmálum og íþróttum verði blandað saman.  

 


mbl.is Evróvisjón í skugga kúgunar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband