Krækja sem fyrst í góða viðskiptamenn !

Ásókn eigenda kráa í að lokka til sín sem yngsta viðskiptamenn meðal annars með því að hjálpa nemendum framhaldsskóla allt niður í 16 ára aldur,  til að halda svonefnd "bjórkvöld", er dæmi um ábyrgðarlausa græðgi eigendanna.

Þeir vita að því fyrr sem hægt er að fá unglinga fíkniefnum, því betra fyrir seljendurna.

Áfengi er ekkert annað en fíkniefni, þótt löglegt sé.

Eigendur svona bjórkráa sleikja auðvitað út um þegar þeir fá 2-300 ungmenni inn til sín í lífleg viðskipti í góðu fylleríi, og ekki er verra að koma þeim upp á bragðið allt að tveimur árum fyrr en þau mega kaupa áfengi.

Um að gera að krækja sem fyrst í góða viðskiptamenn !

Og auðvitað hafa þessir kráareigendur afsakanir og réttlætingar á reiðum höndum: Krakkarnir munu ná sér í bjór og drekka hann hvort eð er og ef við bjóðum þeim það ekki munu bara aðrir gera það.

Þeir blása á kenningar um hjarðhegðun unglinga sem byggist á því að þeir eru ístöðulausari gagnvart því að "vera öðruvísi en hin" og á viðkvæmasta aldri áhrifagirninnar.

Á þessa hjarðhegðun spila þeir nú samt, græða og leggja grunn að meiri gróða ! 


mbl.is Bjórkvöld fór úr böndunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Það er auðvitað fáránlegt að veitingastaðir sem stunda þetta skuli ekki sviptir vínveitingaleyfi fyrir fullt og allt. Það er alltaf látið í veðri vaka að viðkomandi veitingamenn gætu átt á hættu að fá viðvörun, jafnvel sekt ef brot eru stórfelld eða ítrekuð og ef í harðbakkann slær gæti leyfissvipting jafnvel komið til greina. Þetta er hvílíkur leikaraskapur að það er fáránlegt. Í sumum löndum eins og t.d. Bandaríkjunum og Noregi fá veitingamenn eina viðvörun og við næsta brot eru þeir sviptir leyfi þar sem sýnt þykir að þeir séu ekki menn til að fara eftir þeim reglum sem gilda um starfsemi þeirra. Annað sem leitar á hugann er það gengdarlausa unglingafyllerí sem viðgengst í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Krakkar langt undir lögaldri og reyndar svokallaðir fullorðnir líka þvælast um veifandi bjórflöskum, glösum, dósum og öðrum áfengisílátum, grýtandi þeim síðan í allar áttir með tilheyrandi glerbrotaflóði og stórhættu fyrir vegfarendur án þess að löggan hreyfi litlafingur til að sinna því skyldustarfi sínu að taka áfengi af fólki undir lögaldri og fylgja því eftir að meðferð áfengis á almannafæri er óheimil. Þetta sér maður hvergi nema á Íslandi af því að aginn er enginn og eftirlitið í skötulíki þar sem lögreglan er mönnuð langt undir þörf vegna sparnaðar og skilningsleysis stjórnvalda hér. Útlendingar taka eftir þessu og eru steinhissa á þessum allsherjarfyllerísskríl sem fer um á kvöldin og nóttunni um helgar sjálfum sér og öðrum til skammar.

corvus corax, 21.2.2012 kl. 14:35

2 identicon

"lögreglan hvetur jafnframt rekstraraðila til að fara að lögum því annars geta þeir búist við viðurlögum, t.d. sviptingu eða afturköllun rekstrarleyfis."

Segir í vikomandi frétt. Ef ég fer yfir á rauðljósi þá er ég sektaður strax. Ég vona svo innilega að það sé gert í þessum tilfellum líka. Gs

Guðlaugu (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 14:36

3 identicon

Not condoning this act, but, bar owners also have families that need food on the table, dum dum dummmm

Tits Mc'Gee (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 14:37

4 identicon

Indeed,

Icelanders have no drinking culture and behave like savage scum bags when there drunk, its really sad and pathetic how they act and ruin the down town Reykjavik, the president of Iceland should go on national tv and mentor teh stupid sheep that are drunk Icelandic people to behave civilized when under the influence and respect the police and the city.

and old man from the main land Europe told me years ago, that it will take the people of Iceland 100 years before the "learn" how to drink, so maybe next century you'll get better.

Tits Mc'Gee (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 14:43

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Ég tek undir þetta sem Tits Mc´Gee skrifar....

Óskar Arnórsson, 21.2.2012 kl. 21:05

6 identicon

Gamli maðurinn meinar sennilega 1000 ár, en þetta sannar það sem ég hef alltaf haldið fram. Íslendingar eru einfaldlega að drepast úr leiðindum og hafa alla tíð gert og á eilífum flótta frá raunveruleikanum og að vera ofurölvi í frítímanum er flótti útaf fyrir sig. Yfirleitt allt atferli Íslendinga, dags daglega, sýnir mikið þunglyndi.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 23:05

7 Smámynd: Óskar Arnórsson

... bara redda því með Prózac og halda sig við íslensku "vísindinn"...

Óskar Arnórsson, 21.2.2012 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband