Hvernig vilja þeir hafa greinina ?

Þeir sem horfðu á Silfur Egils síðast sáu og heyrðu að minnst var á þau atriði sem stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis nefna í bréfi sínu til Stjórnlagaráðs.  Ákvæðið um kirkjuskipan sem er í frumvarpi Stjórnlaganefndar var ekki í þeirri upptalningu.

Af því sést að þingnefndin eða þingmenn hafa ekki talið ástæðu til að varpa því máli sérstaklega til Stjórnlagaráðs eða þjóðarinnar enda var það niðiustaða ráðsins að greinin um kirkjuskipan ríkisins væri ágæt málamiðlun á milli þeirra, sem vilja áfram halda í það í stjórnarskrá að ríkið styðji og verndi þjóðkirkjuna og hins vegar þeirra sem vilja að ekkert sérstakt ákvæði verði lengur um þjóðkirkju eða kirkjuskipan í stjórnarskrá.

Á kirkjuþingi kom fram að prestarnir sjálfir telji ákvæðin um sérstaka vernd og stuðning ríkisins við þjóðkirkjuna úrelt svo varla vilja þeir að slíkt verði áfram í stjórnarskrá.

Í umræddri grein í frumvarpi Stjórnlagaráðs er heimild fyrir Alþingi að setja lög um kirkjuskipan ríkisins en ekki megi breyta lögum um kirkjuskipanina nema í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Með orðunum "kirkjuskipan ríksins" í hefði ég haldið að nógu skýrt væri kveðið að orði en Kirkjuráð hengir málflutning sinn á það að þjóðkirkjan sé orðin sjálfstæð og sé því ekki ríkiskirkja lengur og þar af leiðandi ekki til nein kirkjuskipan ríkisins lengur.

Eins og nú er myndu kjósendur eiga um tvo kosti að velja í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá hvað varðar ákvæðin um kirkjuskipan og þjóðkirkju:

Að hafna nýrri stjórnarskrá og vilja frekar gömlu stjórnarskrána með úreltum ákvæðum hennar um sérstaka vernd og stuðning ríkisins við þjóðkirkjuna, eitt allra trúfélaga.

Raunar er þjóðkirkjan kölluð hin "evangelisk lútherska kirkja" í núverandi stjórnarskrá, en til eru söfnuðir utan þjóðkirkjunnar eins og fríkirkjusöfnuðirnir, sem líka eru evangelisk-lútherskir.  

Hinn möguleikinn fyrir kjósendur í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu yrði að velja nýju stjórnarskrána þar sem sá skilningur er lagður í orðið kirkjuskipan að þjóðkirkjan rúmist innan þess og í raun ekki hægt að breyta lögum sem ríkja á því sviði nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Í landinu eru margar kirkjur safnaða kristinna manna og orðið kirkjuskipan hlýtur að eiga við fyrirkomulag þeirra mála sem þeim tengjast.

Með orðum 19. greinar frumvarps Stjórnlagaráðs er fyrir því séð að engar umtalsverðar breytingar verði gerðar á þessu sviði nema með samþykki þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu og því einkennilegt hjá Kirkjuráði að tala eins og að þjóðkirkjan verði gerð útlæg úr þjóðfélaginu þótt hún sjálf sé ekki nefnd á nafn.

Áskorun og skilningur Kirkjuráðs á 19. grein frumvarps Stjórnlagaráðs er mótsagnakennd og því lægi kannski beinast við að ráðið setti á blað, hvernig það teldi að greinin ætti að hljóða.     

 


mbl.is Vilja áfram skírskotun í þjóðkirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Mikið sammál þer þaran Ómar!!!

Haraldur Haraldsson, 1.3.2012 kl. 22:51

2 identicon

Þjóðkirkja sumra íslendinga verður að fara, aðeins fullur aðskilnaður tryggir trúfrelsi/jafnrétti.. og svo náttlega er þetta best fyrir kirkjuna sjálfa.
Það er ekki hægt að kjósa um þetta mál... það er aðeins einn möguleiki.. aðeins eitt sem er rétt.. ég veit það, við vitum þetta öll;

Það er hlægilegt að tala um þjóðaratkvæði í þessu máli.. alger brandari

DoctorE (IP-tala skráð) 2.3.2012 kl. 13:09

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Íslenska þjóðkirkjan á sér marga aðstandendur sem vilja gjarnan hafa hana áfram. Miklir stormar hafa gengið yfir og þjóðkirkjan hefur tekið miklum breytingum frá því að vera ríkjandi afl í samfélaginu, jafnvel stríðandi og drottnandi með miklum raunum fyrir ýmsa. Má t.d. vísa í sögu ýmissa byskupa fyrrum. En nú er það umburðarlyndið, skilningurinn og allt sem tengist hlýju, samhyggju, skilningi, fyrirgefningu og iðrun.

Við vitum hvað við eigum en ekki hvað kann að taka við. Sú trúarhreyfing sem kann að verða vinsælli, getur breyst og orðið að því styríðandi afli sem fylgir rétttrúnaði og þröngsýni.

Spurningin um aðskilnað kirkju og ríkis er ekki auðvelt að svara. Árið 1909 var gerður samningur: kirkjan afsalaði sér kirkjujarðir gegn því að prestar skyldu verða launaðir  af ríkinu en fram að þeim tíma nutu prestarnir teknanna af þessum kirkjujörðum og voru n.k. lénsherrar í umboði byskupa. Hvernig á að breyta þessu aftur er t.d. stór spurning.

Ljóst er að þáverandi kirkjuyfirvöld hefðu aldrei samþykkt þessa ráðstöfun ef vitað væri að ekki væri unnt að treysta þessum gerning um aldur og ævi. Tekjur af kirkjujörðum hafa alltaf verið misjafnar. Vel gæti eg trúað að tekjur af kirkjujörðum á höfuðbotagarsvæðinu kunna að vera umtalsverðar, annars staðar lægri.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 2.3.2012 kl. 14:48

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Enn eru meira en 80% landsmanna skráðir í þjóðkirkjuna, og þó ekki væri nema nafnið eitt sé ég ekkert óeðlilegt við það að þjóðin ráði einhverju um þjóðkirkjuna.

Ómar Ragnarsson, 2.3.2012 kl. 16:22

5 Smámynd: Reputo

Guðjón, árið 1907, að mig minnir, gerði ríkið samkomulag við kirkjuna. Kirkjan stóð mjög höllum fæti á þessum tíma og hefði sennilega misst allar sínar jarðir til ríkisins fyrir rest. En þess í stað var gerðut samningur sem fól í sér að ríkið tæki yfir jarðirnar og mundi í staðinn greiða í tvo sjóði. Þetta voru prestlaunasjóður og einhver annar sem ég man ekki hvað hét. Arðgreiðslurnar úr þessum sjóðum áttu að duga fyrir launum presta og viðhaldi bygginga. Þessir sjóðir urðu hinsvegar uppurnir fljótlega vegna efnahagsástandsins sem ríkti þá og til að draga kirkjuna í land var ákveðið að greiða prestum laun úr ríkissjóði. Restina þekkjum við og árið 1997 var þetta staðfest með nýjum samningi. Þannig að kirkjan á ekki neitt inni hjá þjóðinni. Það er búið að greiða fullt verð fyrir jarðirnar auk prestlauna í yfir 100 ár. Þar fyrir utan fær kirkjan um þrjá milljarða árlega umfram sóknargjöld. Ef þetta er tekið saman sést að það er margbúið að greiða fyrir allar jarðir og fasteignir kirkjunnar langt aftur í miðaldir.

Það yrði því afar auðvelt að skera á þessi tengsl milli ríkis og kirkju. Það þarf að breyta einum lagabókstaf og stöðvar greiðslur. Kirkjan hefur akkúrat enga kröfu á ríki eða almenning varðandi bætur eða þessháttar. Þar að auki er kirkjan hluti af þjóðararfi okkar og því eiga allir landmenn jafnt tilkall til eigna hennar. Réttast væri því að þær rynnu til ríkisins við aðskilnað.

Það hefur verið meirihlutastuðningur við aðskilnað í um 20 ár núna, og samkvæmt könnun sem kirkjan sjálf lét gera árið 2007 eru ekki nema 52,9% þjóðarinnar sem telur sig kristna. Inn í þessum tölum eru allir kristnir söfnuðir. En við vitum alveg hvernig kirkjan hefur otað sínum tota í gegnum tíðina. Það var ekki fyrr en í fyrra sem sjáfkrafa trúfélagsskráning hvítvoðunga var afnumin og þar sem þetta hefur ekki verið mikið hitamál, og enginn fjárhagslegur ávinningur af að skrá sig úr kirkjunni, hefur fólk dagað þarna uppi án þess að velta því neitt fyrir sér. En kirkjan er sátt, hún getur flaggað þessum brengluðu tölum um trúfélagaskráningu og er í raun skítsama svo lengi sem fólk er skráð og heldur áfram að borga tíundina.

En sem betur fer eru bjartari tímar framundan með yngri kynslóðunum. Trúleysi eykst um ca 1% með hverjum árgangi og er núna um 75% meðal 30 ára og yngri. Þegar þetta fólk fer að komast til valda í þjóðfélaginu verður ríkiskirkjan vonandi gerð upp og auðnum og ránsfengum skipt jafnt á milli íbúa landsins.

Reputo, 2.3.2012 kl. 18:49

6 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Enn eru meira en 80% landsmanna skráðir í þjóðkirkjuna,...

Ómar, þú ert með gamlar tölur, talan er ~77% núna.  Þetta er allt að koma.

Mér finnst merkilegt að í tillögunni sem kom frá ykkur í Stjórnlagaráði, þá verður í raun erfiðara að breyta "kirkjuskipaninni", af því að eins og staðan er núna er hægt að breyta því eins og öðrum ákvæðum (auk þess að það sé hægt með lagabreytingu + þjóðaratkvæðagreiðslu), en samkvæmt tillögunni ykkar væri bara hægt að gera það með þjóðaratkvæðagreiðslu. Af hverju viljið þið gera breytingar erfiðari?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.3.2012 kl. 14:45

7 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Íslenska þjóðkirkjan hefur að tiltölu sennilega staðið nsterkari 1909 en nú. Hins vegar var ein meginástæðan fyrir því að kirkjan afsalaði sér kirkjujörðunum gegn því að prestar þjóðkirkjunnar yrðu launaðir af opinberu fé sú, að tekjur af brauðunum voru mjög misjöfn. Auk þess þurftu prestar sjálfir að innheimta kirkjutekjurnar sem mörgum hefur verið nánast ofraun. Meðal presta eru virkilegir öðlingar sem vilja ekki vamm sinn vita þegar um er að ræða fátæklinga og tekjulitla. Þeim fannst sjálfsagt að hlífa þeim.

Annars finnst mér margir vera ansi brattir eins og að ætla að trúleysi sé allra meina bót. Til áréttingar þá tel eg mig ekki vera neitt treúaðri framyfir meðaljóninn en einhvern veginn finnst mér að tilheyra íslensku þjóðkirkjunni skapi engann. Þjóðkirkjan er umburðarlynd og það er mér að skapi og er ekki að hnýsast í einkamál Péturs og Páls.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 8.3.2012 kl. 21:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband