12.4.2012 | 05:51
Lifnar Kaldį viš? Verkefni fyrir Hraunavini.
Undanfarin sumur hefur Kaldį fyrir sunnan Hafnarfjörš horfiš gersamlega og ašeins žurr farvegurinn blasaš viš. Kaldį er eitt merkasta vatnsfall landsins, žvķ aš įin, sem rennur į yfirboršinu, er ašeins örlķtill hluti hinnar raunverulegu Kaldįr, sem er langstęrsta vatnsfalliš į Reykjanesskaganum.
Žetta er žaš stórt og öflugt ferskvatnsfljót nešanjaršar, aš śr sjónum fyrir sunnan įlveriš ķ Straumsvķk gįtu sjómenn ķ gamla daga róiš aš landi og ausiš fersku vatni upp śr honum sviš ströndina.
Žess vegna heitir stašurinn og bęrinn Straumur og vķkin Straumsvķk.
Fóšur žessa fljóts er į vatnasvęši, sem nęr upp ķ Blįfjöll žar sem śrkoman er 4-5 sinnum meiri en ķ Reykjavķk.
Vegna vaxandi vatnstöku śr vatnsbóli Hafnfiršinga ķ Kaldįrbotnum hefur Kaldį smįm saman veriš aš rżrna į undanförnum įrum og alveg horfiš sķšustu sumur.
Žetta er mikill skaši, žvķ aš tilvera įrinnar alveg viš hrauniš hefur veriš žaš sem gefiš hefur svęšinu einstakt gildi.
Žegar ég hef veriš aš ašstoša erlenda gesti, svo sem fjölmišlamenn, kvikmyndargeršarmenn eša ljósmyndara, hafa žeir oft veriš ķ tķmahraki og spurt mig hvort ég vissi af einhverjum góšum staš fyrir vištal eša myndatöku, sem ekki vęri of tķmafrekt aš fara į.
Žį hef ég bent žeim į Kaldį, sem er ašeins sex kķlómetra frį Hafnarfirši og tekur nokkrar mķnśtur aš fara žangaš.
Besti stašurinn er į milli Kaldįrsels og Kaldįrbotna, žar sem horft er yfir įna vestur eftir hraunbreišum og eldfjöllum Reykjanesskagans.
Uppi hafa veriš hugmyndir um stóraukna töku vatns śr Kaldįrbotnum, sem Hafnarfjaršarbęr gęti selt nįgrannasveitarfélögunum.
Ég tel rétt aš vara eindregiš viš frekari vatnstöku žašan nema notuš verši ķtrasta tękni til aš taka vatniš žannig, aš vatnsbśskap Kaldįr verši ekki raskaš meira en oršiš er.
Raunar tel ég aš rannsaka ętti žetta žegar og fara śt ķ ašgeršir sem geti fęrt okkur Kaldį aftur eins og hśn var ķ mķnu ungdęmi.
Žvķ aš enda žótt žaš kunni aš vera góšu fréttirnar varšandi mikla śrkomu og vorleysingar aš Kaldį lifni viš ķ sumar, finnst mér ekki hęgt aš una viš žaš aš įin hverfi aš mestu eša öllu leyti ķ venjulegu įrferši.
Ég tel aš žarna sé komiš veršugt verkefni fyrir félagiš Hraunavini, sem hefur beitt sér fyrir žvķ aš ekki sé fariš offari gegn žeirri einstęšu nįttśru, sem er ķ nęsta nįgrenni viš fjölmennustu byggš landsins.
Miklar vorleysingar ķ įr | |
Tilkynna um óvišeigandi tengingu viš frétt |
Athugasemdir
Ef fólk meš sömu hugmyndir og žś um umhverfisvernd hefšu fengiš aš rįša frį tķmum hellisbśans, žį vęrum viš enn ķ hellinum. En įn hellismynda, žvķ žaš er ekki vķst aš žaš vęri afturkręft ef žęr vęru mįlašar į veggina.
kvešja
Jóhann
JOHANN (IP-tala skrįš) 12.4.2012 kl. 14:40
Heill félagi!
Fór upp ķ Kaldįrsel ķ sķšustu viku og gekk sķšan ķ kringum Helgafell. Vatnsmagniš ķ Kaldį er meš mesta móti um žessar mundir. Sjaldan séš žaš meira kem žó reglulega žangaš. Žaš er meira nśna en žaš var žegar ég var sem krakki ķ sumarbśšum KFUM į sjötta įratugnum. Įin rennur langt nišur fyrir sumarbśširnar. Tók nokkrar myndir en veit ekki hvort hęgt er aš setja žęr inn į bloggiš žitt.
Kvešja Sįfi
Siguršur Į. Frišžjófsson (IP-tala skrįš) 12.4.2012 kl. 21:31
Hvernig rķmar žaš saman, aš mašur eins og ég, sem hef samžykkt 25 virkjanir į Ķslandi sem framleiša žrefalt meira rafmagn en viš žurfum til eigin nota, vilji aš viš förum aftur į stig hellisbśans?
Ómar Ragnarsson, 13.4.2012 kl. 00:17
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.