"Á parið var púað....Guðsþakkarvert."

Stóra brjóstsmálið var broslegt fyrir átta árum og enn broslegra er að það skuli vera komið alla leið fyrir hæstarétt sjálfra Bandaríkjanna.

Það upphófst mikill hávaði og mótmæli þegar þetta gerðist, og þegar málið er síðan orðið að enn meira stórmáli nú um síður dúkkar upp í huga mér ferskeytla þegar þetta varð að stórmáli á sinni tíð og ég lét flakka á skemmtunum það árið:

Á parið var púað að vonum

er poppaði´út brjóstið bert.

Að ekkert datt út hjá honum

er þó Guðsþakkarvert.  


mbl.is Brjóst Janet Jackson fyrir hæstarétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta lýsir bara Kananum, sorglegt hvernig sú þjóð er orðinn að uppvöðsluseggjum en það er annað mál.

Gunnlaugur Hólm Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 03:01

2 Smámynd: Jóhannes B Pétursson

Já Ómar

Það er eins gott að kaninn komi ekki í sund til okkar á sumrin :-)

Ég held að ég fari rétt með að það hafi verið gert stórt mál þegar Íslensk kona gaf barni á brjóst á veitingastað þarna fyrir vestan.

Þá gæti orðið smá vandamál þar sem siðferðið hjá kananum er svona svakalega hátt.

En ágætt að þeir kunna að nota peningana á þennan hátt, það verður að hafa eitthvað að gera fyrir dómarana þarna fyrir vestan :-)

Kveðja

Jóhannes

Jóhannes B Pétursson, 19.4.2012 kl. 05:04

3 Smámynd: corvus corax

Ótrúlegur skortur á vanvirkni hjá þeim sem skrifar fréttina. Ber geirvartan blasti ekki við áhorfendum, hún var kyrfilega hulin með einhvers konar skrauti.

corvus corax, 19.4.2012 kl. 08:33

4 identicon

Talibanar vestursins

DoctorE (IP-tala skráð) 19.4.2012 kl. 10:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband