23.4.2012 | 11:20
Hljómkviðan skemmtileg hugmynd.
Það er skemmtileg og frumleg hugmynd hjá Karli Ágústi Úlfssyni og honum lík að búa til taktsamfélag við Laugardalslaug.
Stundum hefur verið tekið svo til orða að það sé til marks um leiðtogahæfileika að fá fólk til að marséra í takt og voru þeir Steingrímur Hermannsson og Davíð Oddsson nefndir í því sambandi þegar valdatími þeirra stóð sem hæst.
Karl Ágúst er í raun einhver afkastamesti listamaður þjóðarinnar og mun afkastameiri en margan grunar þegar litið er til þess að hann er potturinn og pannan í samningu skemmtiþátta hinna einstæðu Spaugstofu.
Síðan má það fylgja með að ég veit ekki betur en að orðið hljómkviða sé ritað með k-i en ekki með h-i eins og í orðinu vindhviða.
En Bibba á Brávallagötunni er enn á meðal vor.
Einstök hljómhviða í Laugardalnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.