Meirihluti banaslysa vegna bílbeltaleysis?

Það sem af er þessu ári hefur meirihluti banaslysa í umferðinni orðið vegna þess að bílbelti hafa ekki verið notuð og fólk kastast út úr bíllunum.

Fyrir liggur að um fimm manns látist á hverju ári vegna þess að bílbelti voru ekki notuð og leiða má líkur að því að margir tugir slasist að óþörfu.

Margir halda að tilvist höggpúða í bílum nægi sem öryggisvörn en fyrir liggur að framleiðendur þeirra segja að þeir séu hannaðir með það sem forsendu að fólk sé í bílbeltum.

Það kostaði miklar rökræður og rifrildi á sínum tíma að koma bílbeltanotkun á og voru rökin gegn notkun þeirra aldeilis kostuleg, svo sem þau að "séríslenskar aðstæður" yllu því að betra væri að vera óbundinn hér á landi, til dæmis í brattlendi.

Var meira að segja í upphafi gefin undantekning í lögum við notkun beltanna við slíkar aðstæður. 

Fyrir bragðið urðu banaslys á slíkum stöðum af því að fólk lagði trúnað á þessa bábilju sem meira að segja þingmenn féllu fyrir.


mbl.is Missti bílinn tvisvar út af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst alveg rosalega leiðinlegt og oft til háborinnar skammar að fólk á 21. öldinni noti ekki bílbelti. Þetta er svo mikill grundvallar öryggisatriði þegar það kemur að akstri bíla enda eins og þú greinir frá er loftpúðinn oftar en ekki gagnslaus ef maður notar ekki belti. Ég hef allavegana það að markmiði að frekar vill ég eyða tvemur sekundum af mínu lífi í að setja þetta á frekar en að eyða restinni af því bundinn við stól eða verr. Það er eins og fólk átti sig ekki á því að aðeins við 50km/h er 70kg maður orðin fleiri tonn að þyngd við árekstur og ef maður er ekki í belti þá er maður ekki bara að setja sig í hættu heldur alla aðra í bílnum líka.

Andri (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 13:04

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála Ómar. Svo er annað sem fólk þarf að passa sig á, en það eru lausir hlutir inn í bílunum. Þeir valda alvarlegum slysum á hverju ári og nýlegt dæmi er um dauðaslys vegna ferðatösku í skotti og aftursætið var lagt niður til að koma meiru í skottið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2012 kl. 14:48

3 identicon

Félagi minn velti eitt sinn jeppa. Hann hafði áhyggjur af tvennu;-Kolsýrukútnum og verkfæratöskunni!

Aðal skemmdirnar í bílnum voru af völdum þessara tveggja tundurskeyta sem léku lausum hala inni í bílnum og hefðu auðveldlega getað brotið á honum hausinn.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 15:39

4 identicon

mér finnst skipta miklu máli hvort maður er í dreifbýli eða þéttbýli, það er hættulegra að vera ekki í belti í dreifbýli, í þéttbýlinu er það möst að vera í belti ef maður ætlar útá stofnbrautir, en skiptir ekki svo miklu máli í hraðaminni svæðum, þess væri óskandi að löggan myndi einbeita sér að einhverju öðru en að sekta fólk f. bílbeltaleysi í þéttbýli f. utan stofnbrautir finnst mér reyndar, hvenær valt seinast bíll í íbúðahverfi spyr maður sig (það gerist ekki nema með ofsaakstri)

Aron (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 17:34

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er skelfilegur misskilningur í þér, Aron. Láttu ekki nokkurn mann heyra þetta.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.4.2012 kl. 17:47

6 identicon

Aron.

Ég átti góða vinkonu sem lenti í bílslysi í Reykjavík.

Hún var ekki í belti og lést í slysinu.

Einsog Gunnar sagði:

Alveg skelfilegur misskilningur hjá fólki sem heldur þetta.

Það er ekkert sem réttlætir að nota ekki bílbelti !

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 24.4.2012 kl. 18:05

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bílbelti bjargaði mér á innan við eins kílómetra hraða í febrúar 1992. Ísskör brotnaði undan bílnum hægra megin og hann valt rólega á hvolf ofan í ána sem beljaði við skörina.

Annar hliðarglugginn var aðeins opinn og vatn fossaði inn. Ég hékk í bílbeltinu og féll því ekki ofan í vatnið heldur náði það aðeins að flæða yfir helming höfuðsins áður en ég gæti stutt hönd við þak bílsins, losað beltið og snúið mér við án þess að blotna á efri hluta líkamans eða í hnakkagrófinni.

Þetta skildi milli lífs og dauða, því að það tók tíma að komast út úr bílnum.

Þá var ég orðinn alveg tilfinningarlaus af kulda á blautum fótunum og neðri hluta líkamans sem hafði lent í vatninu og var stutt frá því að missa meðvitund af kulda.

Bílbeltið bjargaði á innan við eins kílómetra hraða !

Ómar Ragnarsson, 25.4.2012 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband