"Hleypur pabbi með skallann!"

Sem betur fer eru þau atvik ekki ævinlega jafn alvarleg og hjartastopp sem henda leikmenn á knattspyrnuvöllum og sem betur fer ekki alltaf sem börn hrópa upp setningar eins og "pabbi er frosinn!"

Ég minnist atviks úr bernsku þar sem við bræðurnir þrír, ég, Ebbi og Nonni, fengum að fara með föður okkar til að horfa á einhvern knattspyrnuleik sem hann tók þátt í á auðu svæði, þar sem skömmu síðar reis Heilsuverndarstöðin.

Faðir okkar hafði orðið Íslandsmeistari með Fram aðeins 17 ára gamall og var þá valin efnilegasti leikmaðurinn í liðinu.

En 18 ára var hann orðinn fjölskyldufaðir í djúpri lokalægð kreppunnar og hætti í boltanum.

Við bræðurnir stóðum uppi á Eiríksgötunni og horfðum niður á leikmennina fyrir neðan okkur, þeirra á meðal pabba okkar, sem var sprækur og leikinn, enda aðeins 26 ára gamall.

Hrópar þá allt í einu Edvard bróðir minn upp, svo að allir viðstaddir áhorfendur fóru að hlægja: "Hleypur pabbi með skallann!"

Þetta var líkast til í fyrsta sinn sem hann sá föður sinn frá þessu sjónarhorni og gat ekki orða bundist.


mbl.is Sonur Muamba: Pabbi er frosinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband