28.4.2012 | 09:41
Snjórinn er verndarhlíf.
Svo mótsagnakennt sem það kann að sýnast er það gott fyrir jörðina að þegar snjór hefur fallið í fyrsta sinn á veturna liggi hann sem lengst eftir það og sem sjaldnast komi það fyrir að jörð verði hálfauð eða auð og í kjölfarið komi mikil frost á auða jörð.
Mikil og langvarandi frost á auða jörð eða margfrosið hjarn eru verstu óvinir jarðargróðurs.
Snjóatímabilið frá síðari hluta nóvember fram undir mars í vetur tryggði hvort tveggja, langa veru hins hlifandi snævar ofan á jörðinni og nánast engin frost á auða jörð, og nú hefur vorað ágætlega í kjölfarið svo að ætla má að flest jarðargæði verði með besta móti í sumar, svo framarlega sem ekki gerir vont og kalt vorhret með frostum.
Golfvellir koma vel undan vetri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst reyndar ekkert mótsagnakennt við það að snjór verji fyrir kulda, (snjóhús) en að klaki verji fyrir frostskemmdum finnst mér merkilegra.
Ég sá nefnilega fyrir nokkrum árum frétta eða fræðslumynd um appelsínubændur í Flórída. Veðurfræðingar spáðu skyndilegu og töluverðu frosti og þá tóku bændurnir upp á því að setja vatnsúðara sína í gang. Svo fraus og appelsínutrén urðu klakabrynjuð sem varnaði því að trén sjálf frusu inn að merg.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.4.2012 kl. 10:28
Gunnar. Hið sama hafa bændur í Grikklandi gert í aldaraðir.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 10:37
Ómar, menn hafa vitað þetta í Aldarraðir...
Vilhjálmur Stefánsson, 28.4.2012 kl. 10:47
Einföld varma-aflsfræði.
Snjóþekja virkar eins og brynja gegn loftkulda, á meðan jörðin undir nýtur stöðuorku úr tiltölulega meiri massa við hitastig yfir frostmarki.
Á Suðurlandi er algengara að það nái að gadda vel á auða jörð heldur en á Norðurlandi. Þótt að fyrr vori, þá munar um að fá frostlausa jörð undan snjó. Maður er að sjá Eyfirðinga byrja á heyskap á svipuðum tíma og Sunnlendinga, þótt að syðra hafi verið snjólaust mun lengur.
Það er engin þversögn í þessu, bara smá eðlisfræði.
Jón Logi (IP-tala skráð) 28.4.2012 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.