Langvinnt rugl um samninganna.

Í dag er þriðji dagurinn sem fjölmiðlar flytja misvísandi fréttir af samningum um leigu Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum.

Fyrst var sagt að öll jörðin yrði leigð honum til 40 ára en síðan var því breytt þannig að fjárfestingarsamningurinn væri til 40 ára en leigusamningurinn til 99 ára.

Nú, í lok þriðja dags, er það síðan komið upp að aðeins leigan á lóðunum undir mannvirki hans verði til 99 ára en á jörðinni hins vegar til 40 ára og fjárfestingarsamningurinn einungis til 10 ára.

Þar með liggur fyrir að mikil umræða á öllum fjölmiðlum og meðal almennings hefur verið að miklu leyti byggð á skökkum og síbreytilegum forsendum alla þessa þrjá daga, þar á meðal tveir bloggpistlar mínir.

Skýtur það skökku við á öld, sem okkur er tamt að kalla öld upplýsinganna.

Til þess að tala og fjalla um hluti verður maður að vita um hvað maður er að tala, ekki satt?  


mbl.is 10 ára samningur Huangs við ríkið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar!

Mikið vatn er til sjávar runnið frá
því að Trippa-Siggu var  neitað um
gistingu á Grímsstöðum á Fjöllum.

Húsari. (IP-tala skráð) 6.5.2012 kl. 20:03

2 identicon

Er þetta eitthvað sem þarf að koma á óvart. Þetta er allt í anda og vinnubragða þessarar ríkisstjórnar sem er með allt uppi á borðum og gegnsætt.

Sigurdur Kristjan Hjaltested (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 06:20

3 identicon

Þetta eru bara vesalingar sem stjórna þessu landi.

Jóhanna (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband