"Bauhaus-heilkennið", 1100 ára hegðun eyþjóðar.

"Bauhaus-heilkennið" er grundvallað á langri hefð, allt frá landnámi og gegnum þær aldir þegar beðið var hálft árið eftir að skip kæmu frá Danmörku með þráðan varning.

Hegðunin, sem hafði gengið kynslóð fram af kynslóð, byggðist á þeirri staðreynd að landið var eyland og eftirsóttar vörur komu því í ákveðnum skömmtum stopult til landsins.

Að því leyti til er Bauhaus-heilkennið jafngamalt byggð í landinu.

Halda hefði mátt að örari og bættar samgöngur hefðu getað breytt þessu, en hegðunin var síðan endanlega geirnegld inn í þjóðarsálina um miðja síðustu öld.    

 Í kreppunni fyrir stríð var skortur á ýmis konar vörum hér á landi. Í stríðinu snarbreyttist þetta og kjör almennings bötnuðu mikið, en vegna stríðsástandsins komst ekki nema hluti hinna eftirsóttu hluta í gegn og þá í tengslum við skipakomur.

Þá voru margar nýjungar fólgnar í vörum úr nýju efni eins og næloni. Fólk kepptist því við að krækja sér í slíkan varning þegar takmarkað magn var til sölu og nýjabrumið mikið.

Fyrstu tvö árin eftir stríð var nýjum gjaldeyrisforða eytt á mettíma í nýjungar, allt frá jeppum niður í fyrstu kúlupennana og eftirspurning eftir þessum gæðum og forvitnin um þau var mikil.

Síðan skall á gjaldeyris- og vöruskortur með grimmdarlegri skömmtun og þá mynduðust "Bauhaus"-biðraðir við verslanir þegar afar takmarkað magn af varningi var til sölu.  Þúrfti afar lítið til að slíkar biðraðir mynduðust.

Gjaldeyrishaftaástandið geirnegldi endanlega niður 1100 ára gamla hefð, þar sem hver kynslóð hafði hegðunina fyrir þeirri næstu.

Þegar um stund var leyfður innflutningur á bílum á sérstaklega óhagstæðu gengi 1955 varð innflutningurinn óvænt svo mikill að það varð að gera ráðstafanir strax árið eftir til að slá á hann.

Þegar nýr bandarískur jeppi kom á markað 1966, sem var búinn áður óþekktum þægindum miðað við það hvað hann var stuttur og féll undir ívilnunarmörk fyrir landbúnaðartæki, skall hér á "Bronkó-æðið" mikla.

Hegðunin er drifin áfram af næstum því sjúklegri forvitni. Örtröð myndaðist strax eftir Hrun þegar ný gerð af Toyota Landcruiser var kynnt. Aðeins orlítill hluti þeirra sem kom á sýninguna keypti bílinn.

Hinir voru að skoða hann af forvitni og litu reyndar á aðra Toyotabíla í leiðinni.

Ég er mikill bíladellukarl en ek þó að jafnaði um á ódýrasta og minnsta bíl landsins.

Engu að síður fer ég að skoða nýjungar, nú síðast nýjasta Porche 911 þótt ég viti að ég muni aldrei kaupa né hafi átt lúxusbíl .


mbl.is „Höfum alltaf hagað okkur svona“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það vantar algjörlega sjónarhorn V.Jóhannssonar á þetta:

http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1238053/

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 12:13

2 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

En vantar þig ekki flugvél bráðum? Maður er svona hálfhræddur um þig þarna uppi í gömlu Frúnni. Þessar flugvélar með hreifilinn fyrir aftan vænginn eru fínar fyrir íslenska ekkifluvelli sem þú notar svo mikið. Við getum ábyggilega skramlað saman í eina handa þér, ef þú hefur áhuga. Farðu varlega í sumar Ómar.

Eyjólfur Jónsson, 7.5.2012 kl. 12:47

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég sé ekki betur en að sjónarhorn V. Jóhannssonar sé svipað og það sem kemur fram í þessum pistli mínum, þ. e. að vegna þess að það hefur verið frumatriði í því að lifa í þessu landi að fá hingað varning frá útlöndum, hefur þjóðin ætíð verið afar áhugasöm um það hvað á boðstólum er og á hvaða verði.  

Ómar Ragnarsson, 7.5.2012 kl. 12:50

4 identicon

Þjóðin bjó hvorki við vöru- né gjaldeyrisskort þegar Bauhaus voru að reyna að komast inn á markaðinn. Menn vildu ekki samkeppnina - sumir þ.e.a.s.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.5.2012 kl. 13:12

5 Smámynd: Kristinn Pétursson

  • Til að geta  fengið vörur til landsins - þarf gjaldeyri.
  • Til að geta greitt AGS lánin til baka - þarf gjaldeyri
  • Til að bæta lífskjör hérlendis - þar enn meiri gjaldeyri.
  • Til að gera þetta og hitt - þarf meiri gjaldeyri.

Það vill svo til að það eru aðallega til tvær leiðir til að afla meiri gjaldeyris:

  1. Veiða meira úr fiskistofnum okkar - hækka veiðiálagið þannig að þeir haldist stöðugir - þar þarf ekki að stækka fiskistofna.  Þannig er hægt að fá meiri gjaldeyri - en um það fæst engin umræða.
  2. Virkja meira og seleja orkuna í iðnaðarstarfsemi gagnaver - o.f. sem skilar beinhörðum gjaldeyri inn í landið.
  3. Allar erlendar fjárfestingar í mannvirkjum - skila beinhörðum gjaldeyri og eignin stendur á móti skuldsetningunni - ef lán er tekið til framkvæmdanna.

Stöðnun - engar fjárfestingar - engar auknar  veiðar = ávísun á vandræði...

Kristinn Pétursson, 7.5.2012 kl. 14:47

6 identicon

NO2 hefði átt að vera svona:

Auka þjónustustig og fjölbreytileika í ferðaþjónustu ásamt því að stuðla að stækkun greinarinnar.

Meiri gjaldeyrir kemur þar inn en fyrir orkusölu, og vaxtamöguleikinn er miklu meiri.

Jón Logi (IP-tala skráð) 8.5.2012 kl. 07:33

7 identicon

Í gegnum tíðina hefur Kristinn Pétursson skrifað margt gott.

En hér er han ekki að höndla heildarmyndina.

Kárahnúkavirkjun skilaði sko aldeilis helling af gjaldeyri til landsins. Töluvert fór reyndar beint úr landi í aðkeyptum búnað og verktakþjónustu. Næstu 35 árin amk fer því sem næst hver einasti dollar sem LV fær á Reyðarfirði, -úr landi í formi vaxta og afborgana. Næstu áratugina fæst því ekki annar gjaldeyrir útúr þessu brölti annað en laun, launatengd gjöld verktakagreiðslur og skattar Alcoa (enginn vsk)

Kristinn virðist ekki átta sig á því að ferðaþjónustan er mun stærri atvinnugrein en álið og rafmagnið, er í vexti og á mikla stækkunarmöguleika. Erl ferðamenn greiða allt í eigin mynt, uþb 1/10 heildarveltunnar er vsk og nettó innstreymi gjaldeyris er margfalt á við stóriðjubröltið.

Kristján, -brostu og sjáðu lífið í lit!

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 9.5.2012 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband