Rangar upplýsingar eru rangar upplýsingar.

Í viðtali við mig í frétt Sjónvarpsins í gærkvöldi um rennsli í nýja tjörn og aðra vaxandi hjá Hellisheiðarvirkjun spurði ég tveggja spurninga: 1. Af hverju eru veittar takmarkaðar upplýsingar um það sem fram fer þarna?  2. Af hverju eru þær upplýsingar, sem veittar eru, mestan part rangar?

Nú hefur Orkuveitan svarað því til að ekki hafi verið vísvitandi veittar ófullkomnar upplýsingar, sem gefnar voru í síðustu viku, heldur eftir bestu vitund.

Jæja, þá höfðum við svarið og samkvæmt þessari bestu vitund vissu viðkomandi menn ekki um afrennsli mengaðs vatns frá virkjuninni.

En ég get ekki séð að spurningar mínar eða umfjöllun fréttamannsins hafi falið það í sér að "að látið hafi verið að því liggja að gefnar hafi verið vísvitandi villandi upplýsingar" eins og það er orðað í tilkynningu Orkuveitunnar.

Vísa að öðru leyti til staðreynda, sem blasa við í bloggpistli mínum hér á undan og sýna að upplýsingarnar sem veittar voru í síðustu viku, voru mestan part rangar þótt borið sé á móti því í tilkynningu Orkuveitunnar.   


mbl.is Glíma við áhrif jarðhitanýtingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvort er nú betra eða verra að mati spunameistara orkuveitunnar, að A. þar á bæ séu menn svo illa upplýstir að þeir viti bara ekkert hvað þeir eru að gera, t.d. hvert vatnið rennur? Eða B. að þeir hafi vísvitandi verið að gefa rangar upplýsingar?

Þar sem ég kem ekki í fljótu bragði auga á fleiri raunhæfa möguleika á röngu upplýsingunum og ég hef talsverða trú á tækniviti þeirra hjá Orkuveitunni þá leifi ég mér að fullyrða að upplýsingarnar röngu (villandi) hafi verið gefnar vísvitandi!

Eitt er að berja sér á brjóst og segja að hér eigi allt að virkja og öllu meigi fórna,sjónarmið útaf fyrir sig, en annað er svo að reyna að klóra yfir skítinn og vilja ekki horfast í augu við afleiðingar eigin gerða!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 16:44

2 identicon

Þetta minnir á ítrekaðar lygar forstjóra Hitaveitu Reykjavíkur haustið 1991 þegar magnesíum ríku vatni frá Nesjavöllum var veitt inná dreifikerfi borgarinnar sem innihélt kísilríkt vatn úr borgarlandinu.

Þetta olli umfangsmiklum útfellingum í kerfinu og stíflaði inntaksíur flestra notanda með tilheyrandi kulda í húsum.

Þáverandi hitaveiturstjóri, Gunnar Kristinsson, laug því statt og stöðugt í heila viku að ekki væri um útfellingar að ræða heldur væri þetta bara e-h óhreinindi úr nýlögðum rörum!

Á sama tíma var Hitaveitunni fullkunnugt um að búið væri að efnagreina það sem var í síunum sem hreint magnesíumsílikat.

Efnafræðingur OR sem á dögunum gaf rangar upplýsingar um Hellisheiðarvirkjun tengdist einnig rangfærslunum um útfellingarnar haustið 1991.

Að endingu var brugðið á það ráð að halda Nesjavallavatninu óbönduðu á hluta dreifikerfisins.

Það var búið að sýna fram á þessar útfellingar myndu eiga sér stað en Hitaveitan ákvað að taka sjénsinn, -og þrættu lengi vel fyrir glæpinn!

Nú er þetta fyrirtæki orðið þurfalingur á opinberu framfæri og hefur engann trúverðugleika og leyfir sér að segja draugasögur í björt með von um að enginn sannreyni lygarnar.

Hér er sýnishorn af gamalli hitaveitulygi:

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=193771&pageId=2591897&lang=is&q=Hitaveita

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 18:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband