12.6.2012 | 13:12
Getum haft opið meðan aðrir loka.
Gosið í Eyjafjallajökli er það besta sem komið hefur fyrir hér á landi, þótt ekki megi gleyma því að í fyrstu varð fólk fyrir miklum búsifjum í næsta nágrenni við fjallið.
Ég bloggaði í þessa veru strax á fyrstu dögum gossins
Í fyrsta sinn í sögunni vissu allir jarðarbúar um tilvist Íslands, að minnsta kosti miklu fleiri en þegar Reagan og Gorbasjof hittust á leiðtogafundinum 1986.
Grímsvötn spúðu út meiri ösku á fyrstu klukkstundum þess goss en Eyjafjallajökull gerði allan gostíma sinn.
Þá tók ég þátt í því með hugvitsmönnunum Jónasi Elíassyni og Sverri Þóroddssyni að fljúga í flugvélinni TF-TAL með hugvitsamleg mælitæki þeirra og tvo tæknimenn um Suðvesturland og mæla magn öskunnar í loftinu.
Fyrir bragðið var hægt að hafa íslenska flugvelli opna í heilan sólarhring sem annars hefði verið lokað vegna niðurstaðna tölvulíkans í London sem áætlaði að magnið væri yfir mörkum þótt það væri í raun nánast ekki neitt.
Ótrúleg tregða í kerfinu olli því að þessi mælingahugmynd komst ekki í framkvæmd fyrr en meira en ári eftir að hún kom fram á meðan Eyjafjallajökulsgosið stóð og enn strandar víst á einhverju í kerfinu til þess að klára þetta mál endanlega svo að við getum haft íslenska flugvelli opna þótt aðrar þjóðir loki sínum.
Að fljúga einni einshreyfils flugvél með einfalt mælitæki kostar nánast ekkert miðað við þann milljarða kostnað, sem það kostar að loka fyrir flug á aðal ferðamannatímanum.
Getum þakkað Eyjafjallajökli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Evrópusambandið hefur sína staðla og .......
Halldór Egill Guðnason, 13.6.2012 kl. 03:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.