Upprisa Fiat.

1936 varð til fyrsti nútímalegi fjöldaframleiddi smábíllinn, Fiat 500 "Topolino". Þetta var hönnunarverk Dante Giacosa, og þar með komst Fiat í fararbrodd þeirra bílasmiða sem sinntu fyrst og fremst þörfum hins breiða fjölda.

Giacosa kom fram með hvert snilldarverkið á fætur öðru fram yfir 1970 og á okkar tímum þykir Fiat "Nuova" 500 frá 1957 vera flottasta og klassískasta hönnunin.

Þegar viðurkenningin "Bíll ársins" kom til sögunnar hömpuðu Fiatverksmiðjurnar þeim titli oftar en nokkur annar framleiðandi alveg fram á níunda áratuginn og Fiat var einn af risunum í Evrópu.

Eftir það fór að halla undan fæti og átti innrás japanskra smábíla kannski mestan þátt í því, vegna þess að þeir þóttu mun vandaðri og áreiðanlegri á sama tíma og Ítalirnir voru of værukærir.

Svo var komið á síðasta áratug að Fiatveldið var að hruni komið og ekki sýndist mönnum gæfulegt að það byndi trúss sitt við annað hrynjandi veldi, Chrysler.

En á síðustu árum má tala um upprisu Fiat í formi afar vel heppnaðra smábíla líkt og var á uppgangstímum fyrirtækisins, Fiat Panda og Fiat 500.

Twin Air bílvélin er byltingarkennd smíð í fremstu röð og dísilvélarnar góðar. Gæðin hafa aukist og nú er Fiat að færa út kvíarnar í samvinnu við bæði Chrysler og Ford.

Fyrir gamlan Fiat aðdáanda er  gaman að horfa á þetta og fylgjast spenntur með.


mbl.is Fiat eykur hlut sinn í Chrysler
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og nánast einum manni að þakka, 60 mínútur fjölluðu um hann fyrr í vetur, áhugavert efni. Þeir tengjast ekki Chrysler fyrr en eftir að hann snéri rekstri Fiat við. Ekki tókst honum verr til með Chrysler!

http://en.wikipedia.org/wiki/Sergio_Marchionne

Sverrir (IP-tala skráð) 24.6.2012 kl. 02:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband