Hvílíkt menningar- og uppeldisstarf !

Þorgerður Ingólfsdóttir eða Obba frænka eins og ég þekkti hana í æsku, er einstaklega vel að því komin að vera valin borgarlistamaður Reykjavíkur.

Það var ómetanlegt fyrir mig í æsku, þegar samgangur var meiri en nú er á milli skyldmenna, að koma í heimsóknir á hið mikla menningarheimili foreldra hennar, Ingu Þorgeirsdóttur og Ingólfs Guðbrandssonar, þar sem systurnar allar voru að búa sig undir einstakt menningarstarf.

Obba var elst sinna systra og ég elstur okkar systkinanna svo að við fundum þar ákveðinn samhljóm.

Það er góðan og þolinmóðan kórstjóra að skapa góðan kór og viðhalda gæðum hans, en afreksmanneskju til þess að búa til skólakór og viðhalda honum áratugum saman alltaf jafn frábærum, þótt kórfólkið endurnýist á fjögurra ára fresti.

Fyrir utan hlut Hamrahlíðarkórsins í tónlistarlífi okkar  er leitun að öðrum eins árangri í uppeldisstarfi á Íslandi.

Ég sendi frænku minni og ástvinum hennar mínar innilegustu hamingjuóskir.


mbl.is Þorgerður borgarlistamaður Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband