Grundvallarréttur hverrar manneskju.

1. Hver er ég? 2. Hvaðan kem ég? 3. Hvert fer ég?  Þetta eru þrjár grundvallarspurningar í lífi hverrar manneskju.

Annarri og þriðju spurningu getur verið erfitt að svara til hlítar en auðveldara er að svara þeirri fyrstu hvað snertir hvað snertir faðerni, eftir að læknavísindin buðu upp á DNA greiningu á lífssýnum.

Ég tel að það sé grundvallarréttur hverrar manneskju að vita hver hann sé, þ. e. "hverra manna" hann er og tel að enda þótt faðernið sjálft standi næst, eigi hið sama við um hver er afi manns.

Mál Jakobs Frímanns er sérstakt að því leyti að hann ólst upp hjá ömmu sinni og afa sem voru foreldrar í huga hans, eðli málsins samkvæmt. Það skiptir því kannski meira máli fyrir hann en flesta aðra að vita með vissu um það, hver var afi hans.

Þegar spurt er af hverju það dregst hjá ýmsum að gera gangskör að því að eyða óvissu í þessu efni er því til að svara að DNA-tæknin er tiltölulega ný og að það er þekkt fyrirbæri að þegar líða fer á ævina vex yfirleitt áhugi fólks á frændgarði sínum, forfeðrum og formæðrum og þar með þörfin fyrir að vita betri deili á sjálfum sér.

Ég tel að ef einhver lagatæknileg atriði hindra Jakob Frímann Magnússon í því að fá að neyta grundvallarréttar síns þurfi að breyta lagaumhverfinu. Þetta er mannréttindamál, - snýst um grundvallarmannréttindi.


mbl.is Jakob vill lífsýni Davíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað á hann að fá leyfi fyrir þessu... hlægilegur "pencil pusher" þessi Einar Karl

DoctorE (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 11:09

2 identicon

Munið eftir máli Lúðvíks Gizurarsonar (held að það sé stafað rétt) sem hafði það með basli að sanna það að hann var launsonur Hermans Jónassonar.......kannski er lausnin fólgin í tilvísun í það mál?

Jón Logi (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 14:43

3 identicon

Sæll Ómar.

Þetta er allt annað mál en hér um ræðir.  Mig langar svo til að læra vísuna sem Flosi Ól. orti um þig forðum. Man bara glefsur úr henni svo sem "afturhallatregur" og síðasta hendingin var "orðinn kallalegur. Þetta var í sjónvarpsþætti sem þú stjórnaðir og Flosi og einhver annar voru hagyrðingar Reykjavíkur. Með bestu kveðjum, Benjamín Baldursson.

Benjamín Baldursson (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 22:02

4 identicon

Hver er ég? Það hefur þú í eigin höndum.

Hvaðan kem ég, hvert fer ég? Af moldu ertu kominn, að moldu skaltu aftur verða.

Látum annars kirkjubækur um þetta.

Mörgum finnst þetta spennandi spurning, því þeir gæti verið af "höfðingjum" komnir, en ekki drullusokkum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.6.2012 kl. 23:02

5 identicon

Ég get rakið mig alla leið til Sesars, - en það eru örugglega margir í línunni sem maður vildi ógjarnan vera skyldur....

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.6.2012 kl. 10:05

6 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Quo vadis? Hvert ertu að fara eða á hvaða leið?

Þegar á tímum Rómverja hinna fornu var þessari spurning varpað fram.

Faðernismál hafa oft verið með öllu á huldu og stundum komið kostulegt fram. Heilu skipshafnirnar og fótboltaliðin voru undir grun þegar um ókunnugt faðerni var um að ræða. Í gamla daga voru stundaðar n.k. „píningar“ gagnvart konum sem voru að fæða. Bar ljósmæðrum embættisskylda eftir landslögum að finna út hver væri faðirinn og skrá það sem þeim varð ágengt.

Í dag er það nánast einkamál konunnar varðandi faðerni barns enda kemur það engum við með hverjum hún hefur verið með. Það er hins vegar réttur barnsins að fá upplýsingar eftir því sem þær kunna að vera til. Hins vegar erum við komin að mörkum siðferðisins og siðareglna hversu langt megi ganga í þessum efnum. Og ekki má gleyma að möguleg mistök kunna að hafa orðið t.d. á skráningu upplýsinga og varðveislu gagna eins og lífsýna. Spurning hvort nýjar óþekktar aðferðir eigi eftir að koma fram. Genarannsóknir eru t.d. rétt að byrja en möguleikarnir taldir vera fjölmargir sem jafnvel megi misnota í einhverju skyni.

Skiljanlegt er að gamli skólabróðir minn Jakob Frímann vilji gjarnan grennslast um þessi mál, en þurfa þau að fara fram fyrir opnum tjöldum?

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 22.6.2012 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband