1.7.2012 | 19:47
Ánćgjulegt í Árbćjarsafni í dag.
Ég er félagi í Fornbílaklúbbi Íslands og skráđur eigandi nokkura ćvagamalla smábíla.
Ţví miđur hefur tímaskortur hamlađ ţví ađ ég geti sinnt sýningum klúbbsins eins mikiđ og ég óskađi, og á hverju ári missi ég til dćmis af landsmóti klúbbsins, vegna ţess ađ ţađ ber alltaf upp á Jónsmessuhelgina, en meira en aldarfjórđungs hefđ er fyrir ţví ađ ég sé ţá á flugdegi á Akureyri.
Nokkrir örbílanna minna hafa náđ "fullorđinsaldri" fornbíla, 25 ára aldri, og ég fór međ einn ţeirra, Fiat 126 cabrio, minnsta brúđarbíl landins, á sýninguna eftir ađ hafa fariđ á honum í morgun opnum austur á Selfossflugvöll ţar sem FRÚin er núna.
Á myndinni sést hann fjćr í félagi viđ tvo ameríska glćsikagga nćst okkur og er Packard Clipper vinstra megin á myndinni.
Síđustu fjörbrot Packard verksmiđjanna voru árin 1952 til 1958. 1952 kynnti Packard stórglćsilega bíla sem miklar vonir voru bundnar viđ. En gallinn var sá ađ enda ţótt línu 8 strokka vélarnar í ţeim vćru vönduđ smíđ voru ţćr miklu ţyngri en sambćrilegar nýjar V-8 vélar hjá GM, Ford og Chrysler.
V-8 vélarnar í Cadillac og Oldsmobile komu fram 1948 og Packard var ţví orđinn mörgum árum á eftir í ţróuninni. Til ađ selja fleiri eintök féllu Packard verksmiđjurnar í ţann pytt ađ framleiđa ódýra bíla undir merkinu Packard og felldu međ ţví ímynd merkisins sem "standard of the world" og Cadillac náđi ţeirri nafnbót til sín.
1955 var Clipper gerđin gerđ ađ sjálfstćđri gerđ undir ţví nafni einu í stađ ţess ađ heita Packard Clipper, en ţađ var of seint.
Stćrri átta strokka Packard línuvélin var nćstum ţví hálft tonn ađ ţyngd og orđin úrelt. Packard Clipperinn á myndinni er árgerđ 1953 og međ línuvél.
Á leiđ minni til baka frá Selfossi hellirigndi á opinn bílinn en ţrátt fyrir ţađ hefur reynslan veriđ sú ađ bíllinn er svo stuttur, ađ á 90 km hrađa fer vatniđ allt yfir hann svo ađ hann er ţurr ađ innan.
Vinstra megin á myndinni hér fyrir ofan má sjá Renault 12, sem var einn vinsćlasti bíllinn í Frakklandi frá 1969 til 1980, en jafnframt var framleiđsluréttur seldur Ford í Brasilíu og hét hann ţar Ford Corcel.
Ţar ađ auki fengu Dacia dótturverksmiđjur Renault bílinn til framleiđslu ţar í landi og hann var framleiddur víđar, međal annars í Ameríku, Ástralíu og Tyrklandi. Renault 12 var ekkert sérstakur bíll og útlitiđ og hlutföllin í honum urđu fljótt úrelt ţótt hann yrđi svona langlífur, međ langs liggjandi vél frammi í og framhjóladrifi.
En hann var af henturgri stćrđ og svo einfaldur ađ gerđ ađ auđvelt var ađ framleiđa hann í mörgum löndum. Vegna ţess ađ vélin var fyrir framan framhjólin var gírskiptining beinni og öruggari en á bílum međ vélina fyrir aftan gírkassann eđa međ vél og gírkassa ţversum.
Ađ ţessu sinni var Fiatinn eini smábíllinn á sýningunni innan um alla stóru amerísku kaggana og var ég ánćgđur međ ađ geta hjálpađ örlítiđ til viđ ţađ ađ auka fjölbreytnina.
Fiat 126 var framleiddur í fjórum milljónum eintaka og Fiat 500 međ sama undirvagni, vél og driflínu í öđrum fjórum milljónum eintaka, en ađeins um 400 cabrio blćjubílar voru gerđir. Ţađ ţýđir ađ varla eru fleiri en hundrađ ökufćrir í dag og ţessi bíll međ einkanúmerinu ÁST ţví afar sjalfgćft eintak.
Glćsilegir kaggar á Árbćjarsafni | |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.