Gat ekki fengið inni í Reykjavík.

Á sínum tíma sóttist Toyota eftir lóð fyrir starfsemi sína á einum stað í Reykjavík í stað dreifðrar aðstöðu sinnar í Kópavogi. Höfuðborgin gat ekki uppfyllt þessa bón.

Nú hefur Garðabær fengið starfsemina til sín. Þótt segja megi að þessi flutningur viðskipta og starfa frá Reykjavík sé hluti af óstöðvandi þróun sýnist það hafa verið mikil skammsýni á sínum tíma hjá borgaryfirvöldum í Reykjavík að gera ekki meira til þess að halda þessum traustasta bílaframleiðanda heims í borginni.

Toyota er þannig merki, að engu skiptir þótt umboðsaðilinn á Íslandi fari á hausinn. Framleiðendurnir og eftirspurnin sjá til þess að starfsemin verður áfram af sama umfangi og fyrr.   


mbl.is Starfsemi Toyota undir einu þaki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reykjavíkur borg hefur sýnt það í gegnum árin að þeir vilja ekki hvaða starfsemi sem er í Reykjavík,ef starfsemin er ekki eitthvað menningar tengd þá hefur áhuginn hjá borginni verið heldur lítill!

JGB (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 12:19

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki var pláss fyrir nýja Bónusverslun á Seltjarnarnesi, þegar húsnæði verslunarinnar þar var rifið fyrir nokkrum árum, og ný Bónusverslun var því opnuð niðri á Granda, í Reykjavík.

Svona er nú Seltjarnarnesið lítið og lágt.

Þorsteinn Briem, 2.7.2012 kl. 12:24

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í engu öðru póstnúmeri á landinu eru skapaðar meiri gjaldeyristekjur en 101.

Í 101 Reykjavík eru um 630 fyrirtæki og póstnúmeri 105 (Hlíðum og Túnum) um 640. Í þessum tveimur póstnúmerum eru því um 1.300 fyrirtæki.

Í 101 Reykjavík eru um 7.400 heimili, í póstnúmeri 107 um fjögur þúsund og póstnúmeri 105 um 6.600.

Samtals eru því í göngufjarlægð frá Kvosinni um átján þúsund heimili og þar búa um 40 þúsund manns, þriðjungur allra Reykvíkinga.

Þorsteinn Briem, 2.7.2012 kl. 12:31

4 identicon

Ég myndi nú veðja á að póstnúmer 900 skapi talsvert meiri gjaldeyristekjur en 101.

Gulli (IP-tala skráð) 2.7.2012 kl. 12:46

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í Kvosinni er fjöldinn allur af veitingastöðum, skemmtistöðum, krám og verslunum.

Til landsins kemur nú árlega rúmlega hálf milljón erlendra ferðamanna, um 1.500 manns á dag að meðaltali, og þeir fara langflestir í Kvosina vegna þess að hún er miðbærinn í Reykjavík en ekki til að mynda Kringlan.

Í Kvosinni, á Laugaveginum, sem er mesta verslunargata landsins, og Skólavörðustíg dvelja erlendir ferðamenn á hótelum, fara á veitingahús, krár, skemmtistaði, í bókabúðir, plötubúðir, tískuverslanir, Rammagerðina í Hafnarstræti og fleiri slíkar verslanir til að kaupa ullarvörur og minjagripi, skartgripi og alls kyns handverk.

Margar af þessum vörum eru hannaðar og framleiddar hérlendis, til að mynda fatnaður, bækur, diskar með tónlist og listmunir. Og í veitingahúsunum er selt íslenskt sjávarfang og landbúnaðarafurðir, sem eru þá í reynd orðnar útflutningsvara.

Allar þessar vörur og þjónusta er seld fyrir marga milljarða króna á hverju ári, sem skilar bæði borgarsjóði og ríkissjóði miklum skatttekjum.

Þar að auki fara erlendir ferðamenn í hvalaskoðunarferðir frá gömlu höfninni í Reykjavík. Þar er langmestum botnfiskafla landað hérlendis og jafnvel öllum heiminum, um 87 þúsund tonnum árið 2008, um tvisvar sinnum meira en í Grindavík og Vestmannaeyjum, fimm sinnum meira en á Akureyri og fjórum sinnum meira en í Hafnarfirði.

Við gömlu höfnina og á Grandagarði eru til dæmis fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtækin Grandi og Fiskkaup, Lýsi og CCP sem selur útlendingum áskrift að Netleiknum EVE Online fyrir um 600 milljónir króna á mánuði sem myndi duga til að greiða öllum verkamönnum í öllum álverunum hérlendis laun og launatengd gjöld.

Þorsteinn Briem, 2.7.2012 kl. 13:23

6 identicon

Hvað eru mörg fyrirtæki og veitingarstaðir í 101 sem hefur alltaf haft sömu kennitölu ?

Hvað af öllum þessum fyrirtækjum hafa borgað til samfélagsins það sem þeim ber ?

Best væri að girða 101 inni og hafa þá sem þar búa og vinna öðrum til sýnis því sumt af því sem þar er best geymt í búrum !  Sjáðu Alþingismenn !

JR (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband