En 17 prósent kjósenda fengi engan þingmann.

Þegar taldir eru upp þeir þingmenn, sem skoðanakönnun Capacent Gallup skilaði fjórflokknum, er því alveg sleppt að 17 prósent kjósenda, sem er fylgi fjögurra smáflokk upp á 10 þingmenn eða þriðja stærsta þingflokkinn, fengi engan þingmann kjörinn.

Þetta er talið afar lýðræðislegt og sanngjarnt en fylgi þessa "litla fjórflokks" er meira en sem nemur öllum kjósendum í Norðausturkjördæmi. Vitna að öðru leyti í næsta bloggpistil á undan þessum, þar sem nánar er farið út í þetta.


mbl.is Sjálfstæðismenn fengju 30 þingsæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dæmigert.

GB (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 10:25

2 identicon

Hver er ástæðan fyrir þessu? Hefur alltaf fundist frekar undarlegt að lágmarksprósentan sé ekki bara 1.59%(100%/63) til að fá einn mann á þing. Er einhver kjördæmispæling á bakvið þetta, eða bara verið að tryggja þeim valdamestu öruggari völd?

Gunnar (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 11:28

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er þó betra en í Evrópusambandinu Ómar, því hér er alltaf kosið á fjögurra ára fresti. Max_pain (hámarkssársauki) er hámark 4 ár, ef svo ber undir. Þá er kosið aftur.

Í Evrópusambandinu á meira en helmingur fólks engan fulltrúa og þar er aldrei kosið aftur ef það hefur einu sinni komið já, til dæmis í hræðslukasti. Ef það kemur nei þá er hins vegar bara kosið aftur og aftur og opnberlega hótað að kosið verði einmitt aftur og aftur þangað til það kemur já. Það er því engin ástæða til að mæta þar á kjörstað til að segja nei. Þess vegna réðu 28 prósent Króta því í þjóðaratkvæðagreiðslu að landið þeirra skyldi langt niður og sett inn í ESB-sovétríki Brussels. Hvernig heldur þú að hinum 72 prósentunum líði? 

Þú myndir því aldrei vilja að Ísland gengi í sovétríki eins og Evrópusambandið Ómar

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 4.7.2012 kl. 14:18

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnar Rögnvaldsson,

Þingkosningar í Evrópusambandsríkjunum eru lýðræðislegar kosningar.

Þingmeirihlutinn styðst því við meirihluta kjósenda.

Þú og þínir líkar stundið hins vegar lýðskrum.

Hagur okkar Íslendinga batnaði mikið með aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu og hvaða íslenskir stjórnmálaflokkar vilja segja upp þeirri aðild?!

Ísland er 70% í Evrópusambandinu, án þess að taka nokkurn þátt í að semja lög sambandsins.

Þorsteinn Briem, 4.7.2012 kl. 15:09

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd í 54 ÁR, 80% af þeim tíma sem liðinn er frá stofnun lýðveldis hér.

Og þessi gríðarlega langi valdatíimi endaði með gjaldþroti íslensku bankanna og Seðlabanka Íslands haustið 2008.

Ríkisstjórnatal


Hversu margar þjóðaratkvæðagreiðslur voru haldnar hérlendis
1945-2009, í 65 ár??!!


Svar: ENGIN!!!

Þorsteinn Briem, 4.7.2012 kl. 15:18

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það væri nú harla einkennilegt ef Vestur-Evrópuríkin, sem flest áttu aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu þegar Berlínarmúrinn féll árið 1989 og Sovétríkin hrundu árið 1991, hefðu ekki átt nokkurn þátt í hruni kommúnismans í Austur-Evrópu.

Austur-Evrópubúar vissu að sjálfsögðu að efnahagsleg LÍFSGÆÐI í Vestur-Evrópu, og þar með ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, voru MUN MEIRI en í Austur-Evrópu.

Þeir vildu því öðlast svipuð efnahagsleg LÍFSGÆÐI og íbúar Vestur-Evrópu.

Og að sjálfsögðu einnig LÝÐRÆÐI, þannig að þeir gætu kosið fleiri en einn stjórnmálaflokk í sveitarstjórnar- og þingkosningum.

Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu snerist því ENGAN VEGINN fyrst og fremst um trúarbrögð.

Og Austur-Evrópuríkin vildu SJÁLF fá aðild að Evrópusambandinu, fyrst og fremst til að AUKA SÍN LÍFSGÆÐI.

Finnland og Svíþjóð
eru EKKI í Atlantshafsbandalaginu (NATO) og þau ríki fengu aðild að Evrópusambandinu árið 1995.

Mörg Evrópuríki vilja hins vegar vera BÆÐI í Evrópusambandinu og NATO, til að mynda Eistland, sem eins og Finnland á landamæri að Rússlandi.

En Eistland fékk ekki aðild að Evrópusambandinu OG NATO fyrr en árið 2004.

Þorsteinn Briem, 4.7.2012 kl. 15:25

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Núverandi forseti Íslands, sem aldrei hefur verið í Sjálfstæðisflokknum, synjaði að staðfesta frumvarp um fjölmiðla 2. júní 2004 og frumvarpið var dregið til baka.

Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, 17. maí 2004 um að forseti Íslands synji að staðfesta frumvarp um fjölmiðla:


"Forseti [Íslands] blandar sér varla í löggjafarmál persónulega, þó að hann kunni að vera höfundi þessarar greinar ósammála um vald sitt skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar."

Þorsteinn Briem, 4.7.2012 kl. 15:33

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Af hverju ekki að hafa þetta allt feitletrað minn kæri ljósfælni "Steini Briem". Þá gætum kannski loksins fengið að upplifa þessa fjolluðu 30 prósenta allsherjar fullnægingu sem þú segir að sé eftir af hinum himnaríkislega ESB-blossa fyrir íslensku þjóðina. En ég verð því miður að draga lofbelg þinn niður á jörðina:
 
EES-samningurinn er ekki "næstum því" jafngildi ESB-aðilar. Tollabandalag og viðskiptastefna ESB gagnvart þriðja landi, fiskveiðimálin, þrír fasar myntbandalagsins (EMU) og evran eru aðeins nokkur af þeim málum sem liggja alveg utan EES-samninginn. Frá byrjun ársins 2000 og til loka ársins 2009 voru alls 3.119 ný ákvæði, lög- og réttarfarslegar viðbætur settar inn í EES-samninginn. Á sama tíma samþykkti og meðtók ESB 34.733 ný ákvæði, laga- og réttarfarslegar viðbætur og breytingar.

Einungis 8,9 prósent af nýjum ESB-lögum og reglum var sem sagt bætt inn í EES-samninginn. Hann er því minna en 10 prósent af fullri ESB aðild. 
 
 
Síðan finnst mér að þú ættir að dæla svona eins og eitt þúsund athugasemdum hér inn á eftir mér. Þá munu allir sjá hvernig í potti ykkar er búið.
 
Kveðjur
 

Gunnar Rögnvaldsson, 4.7.2012 kl. 15:41

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íbúar á evrusvæðinu eru nú um 330 milljónir - Um 20 milljónum fleiri en íbúar Bandaríkjanna

"The euro
is consequently used daily by some 330 million Europeans and over 175 million people worldwide use currencies which are pegged to the euro."

Economy of the European Union - The largest economy in the world


List of countries by Gross Domestic Product (nominal)

Þorsteinn Briem, 4.7.2012 kl. 15:55

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"STÓRRÍKIÐ":

"Í reglum Evrópusambandsins er tiltekið að velta sambandsins megi ekki vera meiri en 1,27% af þjóðarframleiðslu aðildarríkjanna en hún er nú rúmlega 1%.

Evrópusambandið fer með samanlagt 2,5% af opinberu fé aðildarríkjanna og ríkin sjálf þar af leiðandi 97,5%."

Þorsteinn Briem, 4.7.2012 kl. 16:14

11 identicon

 Mig langar hér að vitna til lokaorða pistils Jóhannesar Björns á vald.org

"Hvað gerist 2012 - Seinni hluti":

Við búum við ákaflega einkennilegt hagkerfi um þessar mundir. Eðlileg hringrás fjármagnsins hefur stöðvast og helstu seðlabankar heimsins halda ballinu gangandi upp á sitt eindæmi.

Bankakerfið tekur ókeypis peninga út úr seðlabönkum (óbeint frá skattgreiðendum) og lánar þá aftur ríkisstjórnum (skattgreiðendum) á hærri vöxtum.

Gjaldþrota bankar og stórfyrirtæki fá ekki að fara á hausinn—skattgreiðendur redda þeim. Fólk sem mótmælir þessu óréttlæti er beitt sívaxandi ofbeldi.

Hér áður fyrr var þetta fyrirkomulag—samruni stórfyrirtækja og ríkisvalds ásamt skertu frelsi einstaklingsins—kallað fasismi".

Samkvæmt þessari skilgreiningu er vart munur á ríkjum ESB og Íslandi.

En hvort við köllum það auðræði (plutocracy) eða fasisma, þá er alla vega ljóst að lýðræðið er skert, bæði meðal almennings í ríkjum ESB og meðal almennings hér á landi. 

5% þröskuldurinn var settur í lög af innmúruðum og innvígðum fjórflokknum - og það þjónaði þeim tilgangi að viðhalda og samtryggja, að "samruni stórfyrirtækja og ríkisvalds ásamt skertu frelsi einstaklingsins" væri meitlaður í stein.

Hlutfallstalan að baki hvers og eins 63 þingmanna er 1,59%

Í ljósi þess hefði maður talið eðlilegt að "þröskuldurinn" væri námundun við þá tölu, td. 2%, ef hér væri allt með felldu.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 17:01

12 identicon

Hvers vegna er td. þjóðin aldrei kölluð til,

sem stærsti hagsmunaaðilinn, þegar fjórflokkurinn makkar um auðlindir

... bara með svokölluðum "hagsmunaaðilum"?

Er það ekki umhugsunarvert að velta þeirri spurningu fyrir sér?

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 17:06

13 identicon

Við þurfum meira af lýðræði ... miklu meira lýðræði, til hagsbóta fyrir okkur öll.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 17:11

14 identicon

Það er vert að nota reikningsgetuna og sjá hlutina í skýru ljósi:

40,6% fylgi við Sjálfstæðisflokkinn

myndi samkvæmt þessari skoðanakönnun Gallup og núgildandi lögum

duga þeim flokki til að fá "hreinan meirihluta" á þingi og verða þar með einráður til

löggjafarvalds, fjárveitingarvalds, framkvæmdavalds

og jafnvel fjölmiðlavalds og dómsvalds.

Kannski einhverjir geti talið sér trú um það að það sé lýðræðislegt ????

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 17:31

15 identicon

Set hér svo inn að lokum smá útskýringu á þríliðu reikningi mínum:

Ef 38% dugar Sjálfstæðisflokknum til að fá 30 þingmenn kjörna,

þá þarf hann aðeins 40,6% til að fá 32 þingmenn kjörna.

Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 17:39

16 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

https://www.facebook.com/Varaatkvaedi

Hjalti Sigurðarson, 4.7.2012 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband