Of oft illa merkt. Af hverju ekki skærlitir?

Bifhjólaslysið sem ég varð vitni að nýlega hefur vakið hjá mér ýmsar hugrenningar varðandi öryggi bifhjólamanna.

Bifhjólamönnumm er sérstaklega hætt þegar yfirborð veganna breytist skyndilega án þess að þeir verði þess varir nógu snemma.

Það skortir víða á það að verktakar setji upp merkingar sem vara við hættunni í tíma.

Tengdasonur minn lenti í slysi fyrir fimm árum sem varð þar sem malbiksyfirborðið breytist skyndilega vegna nýlagningar úr grófu í slétt eins og svell og þar að auki væta á yfirborðinu. Engin aðvörun eða merking var sjáanleg sem greindi frá breyttu ástandi götunnar.

Hjólið skrikaði á sleipunnni og hann hlaut svo slæmt ökklabrot að hann mun aldrei verða samur.

Lítið hefði þýtt fyrir hann að fara í mál útaf þessu því að því miður hefur réttarframkvæmd verið þannig hér á landi að hún hefur orðið verri en í nágrannalöndum okkar þar sem ábyrgðarmenn á merkingum og ástandi vega eru látnir axla þá ábyrgð í dómsmálum, sem höfðuð eru af völdum slíks. Hefur orðið þróun í þessa átt síðustu ár erlendis.

Hér man ég ekki að ábyrgðarmenn á merkingum og ástandi vega hafi nokkurn tíma verið látnir sæta ábyrgð. Dæmi um það var dómur vegna slyss við Hólsselskíl þar sem slæm merking brúar olli því að hún sýndist heilum metra breiðari tilsýndar en hún raunverulega var.

Bílstjórinn einn var dæmdur vegna þess slyss.

Vélhjól sjást illa og vélhjólamaður getur ekki beygt snarpt eins og bílstjóri bíls.

Við, sem ökum bílum, þurfum að skerpa á athygli okkar og aðgæslu varðandi vélhjólin. Og vélhjólamennirnir verða einnig að vera sérstaklega á varðbergi.

Allir, sem sjá vélhjól nálgast aftan frá, ættu að gefa ljósmerki sem gefur til kynna að þeir viti af vélhjólinu. Landlægur trassaskapur varðandi notkun stefnuljósa er slysavaldur í umferðinni og veldur miklum töfum og vandræðum.

Eins flýgur mér í hug hversu miklu það myndi breyta í öryggisátt ef tískulitur vélhjóla og vélhjólagalla væri ekki svartur heldur skær orange-litur.


mbl.is Bifhjólamenn í sérstakri hættu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband